Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 13
Þegar fyrsta kvöldinu mínu á irkinu var lokið hafði ég eytt
u.þ.b. sex klukkustundum af lífi mínu í að deila gleði og sorgum
með mönnum sem ég hefði ekki þekkt á götu.
gægjugatið á hurðinni á íbúðinni minni að hann kom inná gang-
inn. Eg sé ennþá fyrir mér útlínur hans og hreyfmgar þarna í
myrkrinu. Eg var hrædd um að missa meðvitund af spennu. Hann
virtist ekki sérlega frýnilegur, varla líklegt að honum væri lagið að
hreyfa sig í takt við tónlist Ég, búin að slökkva öll ljós í íbúðinni
minni, var óendanlega þakklát fyrir að nöfn fyrri íbúa voru ennþá
á bjöllunni. Hélt niðri í mér andanum þegar hann beygði sig til að
lesa nöfnin. Hann kannaðist greinilega ekki við neinn þarna. Ég
horfði á eftir honum út ganginn aftur og upp á næstu hæð. Hann
var kominn hingað sunnan úr Hafnarftrði og var greinilega ekki á
því að fara heim án þess að hafa erindi sem erfiði.Tæpum klukku-
tíma síðar sá ég hann koma út úr blokkinni minni. Greinilega bú-
inn að þræða allar hæðir og hurðir og hafði ekki fundið nafnið
mitt. Það var ekki laust við að mér létti. Þó var eins og ég hefði
einhverja óþægilega tilfmningu í maganum, eitthvað sem minnti
á sektarkennd. Ég hafði jú ekki latt manninn til fararinnar, jafnvel
eggjað hann til að leggja á sig XX km ferðalag um nótt, og hann
ekki einu sinni uppskorið svo lítið sem tekex.
Það er ekki á allt kosið. Ég þurfti aðeins smá spjall við vinkonu
mína daginn eftir til að sannfæra mig um að hann gæti bara sjálf-
um sér um kennt. Talsmáti hans og rödd, svo og hugsun og kímni-
gáfa, voru í svo hróplegu ósamræmi við líkamsburði að hann
mátti búast við því að eitthvað svona myndi gerast. Hann hefði
a.m.k. getað verið búinn að gefa mér einhverjar vísbendingar um
ofvöxtinn.
Þessi reynsla mín af Irkinu varð ekki til þess að fæla mig frá því.
Þvert á móti. Síðan þetta misheppnaða stefnumót í Reykjavík átti
sér stað hef ég átt nokkur mun skárri. M.a. hef ég farið á vit ævin-
týranna til framandi landa til að hitta spjallfélaga og átti frábært frí
síðasta sumar á Italíu með einum slíkum.
Meintur smiður af Barónsstígnum
Ef ég ætti að velja eina dæmisögu frekar en aðra af nánum kynn-
um mínum af Irkurum þá held ég að sagan af hinum meinta smiði
verði ofaná. Nikkið (nafn) hans var það sama og ákveðin bílateg-
und. Hann var hress og skemmtilegur og hljómaði eins og þokka-
lega greindur. Ég hafði ekki spjallað við hann neitt sérstaklega
lengi, kannski korter, þegar hann stakk upp á stefnumóti. Hann gaf
mér upp símanúmer svo ég gæti hringt og heyrt í honum rödd-
ina, en lét þau orð fylgja að ég mætti alls ekki hringja í þetta núm-
er aftur því í raun tilheyrði það bróður hans sem væri ekki í bæn-
um þessa stundina.
Eftir smá spjall í síma var ákveðið að láta til skarar skríða. Hann
sagðist heita Sigurður og ég sagði honum hvar ég bjó. Hann var
mættur á svæðið 10 mínútum síðar. Ég bauð honum inn og
drengurinn leit bara þokkalega út. Snyrtilega klæddur, í burstuð-
um skóm og líklega nýklipptur. Reyndar fannst mér hann dálítið
unglegur miðað við þann aldur sem hann sagðist vera á, en
minnug þess að ekki er allt sem sýnist lét ég mér það í léttu rúmi
liggja. Ég tíndi fram það sem til var af kexi á heimilinu, lagaði kaffi
fyrir drenginn og hugðist nú spjalla við kauða.
Hann var ekkert sérlega viljugur að spjalla en vildi helst fara
beint útí einhverjar snertingar. Minnug þess sem ég heyrði ein-
hverntíma í amerískri bíómynd, um það að ekki skyldi fara út í of
náin kynni á fyrsta stefnumóti, tókst mér með lagni að fá hann í
létt rabb, svona eins og maður viðhefur gagnvart ókunnugu fólki
sem maður er í þann veginn að fara að kynnast.
„Já, þú ert 29 ára, býrð á Barónsstígnum, ólofaður
og átt engin börn.“
„Já, smiður.“
„Ertu að byggja blokkir?”
Nei, hann sagðist vera að byggja einbýlishús í Grafarvogi. Ég þótt-
ist þekkja eitthvað til á byggingarsvæðunum þar því stóri bróðir
minn var einmitt nýbúinn að fá lóð við Bakkastaði.
„Já, ertu að byggja á Bakkastöðum?"
Nei, hann kannaðist ekki við það. Hann var að byggja í Frosta-
skjóli, ný einbýlishús við Frostaskjólið í Grafarvogi.
Eitthvað hljómaði þetta undarlega í mínum eyrum. Ég vissi
nefnilega ekki betur en næsta gata við heimili mitt væri Frostaskjól
og ég bjó fráleitt í Grafarvogi. Þarna var eitthvað bogið.
Hann þrætti fyrir að ekki væri allt með felldu. Staðfastur sem
höfuðpaur úr einhverju e-pillumáli hélt hann fast við framburð
sinn. Skyndilega þurfti hann svo að drífa sig. Var að verða of seinn
á fund hjá Iðnnemasambandinu eða eitthvað.
Ég sat eftir með fulla könnu af nýlöguðu kaffi og einhverja til-
ftnningu fyrir því að hafa verið höfð að fifli. Hann kom sem sagt
upp um sig með lélegri staðháttaþekkingu. Drengurinn var nefni-
lega þegar allt kom til alls ekki ógiftur, 29 ára gamall smiður af
Barónsstígnum sem vann við iðn sína í Grafarvogi. Heldur var
hann 23 ára rútubílstjóri úr Borgarnesi. Lofaður að auki. Þessu
komst ég að þegar ég skoðaði innihald peningaveskis hans sem ég
býst við að hann hafi misst uppúr rassvasanum þegar hann gerði
heiðarlegar tilraunir til að forfæra mig, aldraða konuna. Allavega
fann ég það í stofusófanum daginn eftir.
Mér var eftir allt saman skemmt. Lögmálin láta ekki að sér hæða
frekar en fyrri daginn. Er þetta ekki það sem er kallað instant
karma?
VERA • 13