Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 24
sem ritskoða. Öllu er snúið í hring. En ég veit hvað er hægt að gera hér á Islandi, ekki í Banda- ríkjunum. Hér er þetta á allt öðru stigi. Þið verðið að sameinast og berjast gegn því. Eg held að það sé mjög mikilvægt að mynda sér- stök samtök gegn klámi. Þegar þú ert talsmaður samtaka, til dæmis „Konur gegn klámi" þá gefur það þér sterkari stöðu. Eg held þessvegna að þið eigið að stofna félag, með sérstöku nafni, jafnvel þótt það sé mikið til sama fólkið og þegar er virkt á öðrum vettvangi. Mér sýnist þið hafa góða möguleika, bara út frá þeim stuðningi sem kemur fram hér. Vandamálin eru allavega önnur en í Banda- ríkjunum, guði sé lof, þar sem okkar mál- stað er stillt upp gegn fyrsta lið stjórnar- skrárinnar „the first amendment" um tján- ingarfrelsi. Baráttan í Evrópu hefur verið allt annars eðlis. Femínistarnir í Noregi til dæmis sögðu bara: „Hey, bannið þetta,“ og það var gert. Eg er að tala um for- tíðina, þegar kvennahreyfmgin réðst gegn klámi og náði mjög góðum árangri, ólíkt því sem gerðist hjá okkur í Bandaríkjunum. Eg veit ekki hvað hefur gerst síðan, ástandið í Evrópu er býsna slæmt eins og er. Kanada er líka góð fyrir- mynd. Það eru núna lög í Kanada sem byggja á því að klám skaði konur. Þau notuðu þá vinnu sem hafði farið fram í Bandaríkjunum, lagafrumvarp MacKinnon og allt það. Þannig að ég er mjög bjartsýn fyrir Islands hönd. Klámbylgjan er tiltölulega stutt á veg komin og það auð- veldar hlutina af því fólk hefur ekki enn verið heilaþvegið í langan tíma. Það eru margskonar leiðir, ein er að vekja áhuga fjölmiðla og fjöl- miðlar hafa venjulega áhuga á því sem er nýtt. Þegar við byrjuðum sem hreyfmg byrjuðum við á því að hafa mótmælafund fyrir utan einn af „life“ klámstöðunum. Við fengum mikla fjölmiðlaumfjöllun sem gerði okkur kleift að koma okkar sjónarmiðum á framfæri. Það er svo margt sem þið getið gert, á mismunandi stigum. Það hefur mikið verið skrifað um þetta, þannig að þið getið lært af baráttu annarra. Ég er sérlega bjartsýn fyrir ykkar hönd. Eg held að það sé hægt að ráðast að innfluttu efni eins og Hustler, út frá hug- myndum um bandaríska heimsvaldastefnu, en kannski er það ekki vinsæl hugmynd núna. En því skylduð þið fá allan sóðaskap- inn frá Bandaríkjunum? Svo þurfið þið líka að skoða og fara í gegnum það sem er gef- ið út hér. (Og hér mundar Russell nýjasta heftið af Bleiku og Bláu.) Hér er svört kona sem hvítur maður er að nauðga inni í búri. Ap- arnir fylgjast með, en klám er oft yfirfullt af rætnum kynþáttafor- dómum. Þannig er iðu- lega fjallað um svartar konur eins og dýr. Og sjáið hana. Það er allt í lagi að sársauki skíni úr andliti hennar því þetta er svört kona. Öllum er sama. En svo er þarna líka hvít kona í mjög einkennilegri stöðu. Það er ekkert verið að gera við hana, hugsanlega var henni nauðgað á undan. Hér er gömul saga, Fríða og Dýrið, útfærð í umfjöllun um kynferð- islegt samneyti kvenna við dýr. Það lítur út fyr- ir að hún njóti þess, en hún er bara barn, eng- in skapahár, hún lítur út eins og konubarn. Það er mjög oft gert í klámi að raska skilun- um á milli konu og barns. I Bleiku og Bláu er líka sýnt endaþarmssex sem raunverulega á sér stað. Það er ekki einu sinni leyfilegt í mörgum löndum. Þetta á eftir að versna til mikilla muna, það er alveg kristal- tært, þetta á eftir að versna og versna. Því fyrr sem tekið er í taumana, því betra." Hverskonar lagalega nálgun telur þú árangursríkasta? „Ég held að það sé sér- staklega mikilvægt að setja þetta upp sem mannréttindaspursmál. Það er brotið á réttindum kvenna. Klám er mannréttindabrot gegn konum, og það er ekki allt í lagi. Neitið að ræða þetta á grundvelli hugmynda um málfrelsi. Látið aldrei hanka ykkur á því að segjast vera fylgjandi ritskoðun. Persónulega er fullt af klámefni sem vel mætti brenna fyrir mér, en pólitískt séð er það vonlaus málsgrund- völlur, enginn hlutstar. Klám er mannrétt- indamál vegna þess, fyrst og fremst, að það mismunar. Þú getur bara litið á það, fókus- inn er fyrst og fremst á konur. Það eru ein- hverjir karlar líka, en konurnar eru mið- punktur niðurlægingar og hlutgervingar. Efnisinnihaldið í klámi er kynjamismunun, áhrifin eru kynjamisrétti. A veikasta stigi er þetta hlutgerving á konum, en hlutgerving er áhrifaþáttur í nauðgun vegna þess að það að afmá persónuleika fólks hvetur til ofbeldis. Ef þú hættir að sjá fólk sem manneskjur er auðveldara að fara illa með það og misnota. Þannig er það í stríðum og þannig er það með klám, sem er raunar form af stríði. Þetta sendir líka út hræðileg skilaboð til kvenna um hvað það sé sem skiptir máli. Bara það að hafa fullt af forsíð- um þar sem eingöngu eru sýndar hálfber- ar og berar ungar og gullfallegar stúlkur. Hér er dregin upp afskaplega einsleit kvenímynd og það gildir raunar um fullt af „venjulegum" tímaritum líka. Hér er gefin forskrift af því hverslags brjóst þú átt að hafa, hverslags líkama samfélagið vill sjá. Jafnvel þótt fólk trúi því ekki að klám or- saki ofbeldi gegn konum, þá er það skað- legt að þessu leyti. Það skaðar sjálfsmynd kvenna. Það skaðar módelin sem taka þátt. Það er satt að þær fá greitt fyrir, en skað- legu áhrifin eru margskonar. Orðspor þeir- ra býður hnekki, þetta er ekki aðferð til að hljóta virðingu í samfélaginu. Ef þeim er 24 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.