Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 39

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 39
Framkvæmdir og aukið segir Jórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hlaðvarpans Jórunn Sigurðardóttir er nýráðin framkvæmdstjóri Hlaðvarpans. Hún lærði leik- list og seinna bókmenntafræði „í starfi framkvæmdastjóra Hlaðvarpans felst að hafa yfirumsjón með húsunum, að sjá um útleigu og halda áfram að prýða húsin því þó að mikið sé búið í því sambandi er enn mikið eftir. Einnig að stjórna Kaffileikhúsinu sem var stofnað 1994 og er hluti af Hlaðvarpanum. Auk listrænnar stjórnunar hefur umsjón með mannahaldi og veitingarekstri falist í því starfi og tekur mikinn tíma. Kaffileikhúsið hefur gefið Hlaðvarpanum andlit út á við og ég vil viðhalda þeirri athygli sem starfsemi þess liefur vakið,“ seg- ir Jórunn um þetta nýja starf sitt. Jórunn telur að Kaffileikhúsið sinni vel því hlutverki Hlað- varpans að vera menningarmiðstöð en þar fara fram margs kyns listviðburðir, auk leiksýninga. Hinum þætti starfseminnar, að vera félagsmiðstöð kvenna, segir hún að sé sinnt með útleigu til þeirra sem sinna málefnum í þágu kvenna. „Hlaðvarpinn er opinn fyrir því að leigja út til slíkrar starfsemi en það er ekki hægt að panta leigjendur. Ef félög kvenna sækjast ekki eftir því að leigja hjá okkur verðum við að leigja öðrum. Þetta er eignarhaldsfélag sem fær mjög takmarkaðan stuðning af opin- beru fé og þarf að treysta á leigutekjur auk tekna af menningar- starfsemi sem, eins og allir vita, gefur yfirleitt lítið í aðra lrönd.“ Veitingastaður og útigarður Viðamiklar endurbætur fóru fram á sal Kaffileikhússins síðastliðið sumar þegar salurinn var hljóðeinangraður, brunavarinn og sett í hann loftræsting. Fyrir dyrum standa enn meiri framkvæmdir þegar komið verður upp veitingastað í kjallaranum, eldhúsið fært og komið upp anddyri með bar og miðasölu en það mun bæta mjög aðkomu að Kaffileikhúsinu. Einnig verður ráðist í að hellu- leggja rýmið á milli húsanna en það hefur lengi verið draumur Hlaðvarpakvenna að njóta þar veitinga á sumardögum. „Veigamesta breytingin sem fyrir dyrum stendur er sú að hér eftir verður allur veitingarekstur í höndum sérhæfðra veitingaað- ila,“ segir Jórunn. „Nútíma viðskiptahættir krefjast þess að fólk með sérþekkingu sjái um veitingarekstur og það mun létta mjög álagið á framkvæmdastjóranum að losna við ábyrgð á þeim rekstri. Samið hefur verið við fyrirtækið Ut í bláinn, sem er í eigu hjón- anna Jóns Snorrasonar og Lindu Bjarkar Arnadóttur, en þau hafa séð um matsölu á leiksýningum Kaffileikhússins og munu gera áfram. Eg vil umfram allt halda í þá ljúfu stemningu sem hefur verið aðalsmerki Kaffileikhússins þar sem boðið er upp á kvöld- verð áður en leiksýning eða önnur skemmtun liefst. Þegar rætt er um þennan samning er hann gjarnan nefndur „undir pilsfaldinum", sem segir talsvert um hugsunina á bak við hann, þ.e. við viljum hafa yfirumsjón með starfsemi hússins afram. Eg bind vonir við að með opnun veitingastaðarins muni færast aukið líf í húsið en staðurinn verður opinn allan daginn og fram á kvöld. I hluta kjallarans verður fundarherbergi fyrir um tíu manns sem hægt verður að fá aðgang að og leikhússalurinn verð- ur áfram leigður út til funda- og veisluhalda í samráði við veit- ingaaðilann." Arður í formi lífs og menningar Jórunn er vel meðvituð um tilurð Hlaðvarpans og tilgang. Hún segist hafa velt málinu fyrir sér í ljósi breyttra tíma og setur það í nýstárlegt samhengi. „Við lifum á skrýtnum tímum þar sem ótrúlegar breytingar í Þýskalandi þar sem hún bjó samtals í tíu ár með hléum. Hún hóf feril sinn hér á landi sem leikhússtjóri Alþýðu- leikhússins ásamt Sigrúnu Valbergsdóttur. Þegar hún kom aftur heim frá Berlín 1990 gerðist hún dagskrárgerð- armaður á Ríkisútvarpinu þar sem hún sinnti einkum menningarmálum. Jórunn hefur skemmtilegar áætlanir á prjónunum varðandi Kaffileikhúsið og bindur vonir við að aukið líf færist í Hlaðvarpann þegar veitingastaður verður opnaður í kjallaranum innan skamms. hafa orðið á samfélaginu. Þó að við íslendingar teljum okkur vera einstaklingslryggjufólk fylgjum við samt straumnum, kannski vegna þess hvað við erum fá. Hugsunin um viðskiptaarð er alls- ráðandi og á að vera mælikvarði á allt, þó að mörg okkar eigi erfitt með að tileinka okkur það. Vissulega hefur þessi hugsun ýtt við ýmsu og brotið margar viðjar, t.d. í stjórnun. Akveðið afgreiðslu- fyrirkomulag er alls ráðandi - ég læt þig fá þetta og fæ þetta í stað- inn. Mér finnst Hlaðvarpinn vera mjög merkilegt fyrirbæri, eign- arlialdsfélag í eigu hlutafélags, og tel að mitt hlutverk og stjórnar- innar sé að auka arð hluthaf- anna. Hins vegar er sá arður ekki krónuarður heldur líf og menning á breiðum grundvelli hér í þessum húsum." Að lokum lýsir Jórunn fram- tíðaráformum sínum í leikhús- inu, þar sem byrjað verður í vor á röð einleikja með styrk frá leiklistarráði. „Eg vonast til að geta sett upp sex einleiki fram til ára- móta. Mér finnst staðurinn henta vel til slíks leikforms, bet- ur en fjölmennar sýningar. Um er að ræða ólík verk, frá ólíkum tímum, eftir íslenska og erlenda höfunda. Eg er búin að fá tvo er- lenda leikstjóra til að koma hingað og leikstýra. Langflest verkin eru eftir konur, leikstýrt af konum og leikin af konum. Það er ósk mín, von og trú að þetta muni takast þó að styrkur- inn sem við fengum dugi ekki nema fyrir hluta kostnaðarins. Að öðru leyti mun ég vinna að því að Kaffileikhúsið verði áfram opið fyrir alla mögulega starfsemi; tónleika, rímnakvöld, sagnakvöld og hvað sem fólki dettur í hug,“ segir Jórunn Sig- urðardóttir að lokum. VERA • 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.