Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 38

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 38
hoppa- út- í-stóru- laugina dœmi Ég hef nokkuð vclt því fyrir mér hvcrnig ég aetti að byrja þcssa hugleiðingu. Ætti ég byrja á því að scgja frá viðbrögðum vinkvenna minna, sem og annarra kvenna, þegar ég tjáði þeim að ég hefði tekið að mér framkvæmdastjórastarf Hlaðvarpans haustið 1992? Þau voru: „ Ertu vitlaus, hvernig dettur þér í hug að ganga í þau björg? Ása, þetta er dauðadæmdur staður!!!" Eða... „Ása, ætlar þú að fara að stýra einhverjum hund- leiðinlegum lopapeysumarkaði?" Eða, ætti ég að segja frá fyrsta stjórnarfundinum sem ég sat ... og svo öllum hinum? Eða ætti ég að segja frá því þegar ég móðgaði fyrstu konuna? Nei, varla, hún gæti móðgast aftur. Þau voru næstum sjö, árin mín í Hlaðvarp- anum, með einu löngu fæðingarorlofi í milli, og varla hefði ég verið svona lengi ef það hefði verið svona leiðinlegt. Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Hlaðvarpans 1992-1999, lítur um öxl Ég hef löngum haft á orði að ég vilji frekar „þjást en leiðast" og á leiðinlegum stöðum held ég mig ekki. Það er Vestfirðingurinn í mér, skiljið þið. Þetta var nefnilega ferlega skemmtilegt. Sérstak- lega tíminn frá því ég kom úr fæðingarorlofi vorið 1994 og skáld- ið Sjón sagði á einum „hugstormsfundinum": „Hvers vegna stofn- ið þið ekki Kaffileikhús?" Ég sé þetta allt í rósrauðum bjarma nú þegar ég er hætt og finnst eins og það sé heil eilífð síðan. Helgin sem öll stjórnin og ég og Ævar unnum fram á nótt við að skreyta. Það var bara farið upp á háaloft, gamalt dót grafið út úr hornum, borið niður, sett í eina hrúgu á miðju gólfi og svo var byrjað. Opn- unarkvöldið, þar sem Sápa sló í gegn, síminn hringdi látlaust næstu daga og við áttum ekki einu sinni símsvara. Við vissum í raun ekkert hvað við vorum að gera. Þetta var svona týpískt ís- lenskt hoppa-út-í-djúpu-laugina dæmi. Og þó... Frá upphafi lá einhver fullvissa í loftinu. Við vorum að gera rétt. Eitthvað varð líka að gera, annars gætu „vinkonur" mínar (hér að ofan) hrósað sigri. Og — það virkaði. Það virkaði vegna þess að „konseptið" var rétt og það var búið til af konum. Frá smæstu hlutum til hinna stærstu. Hvernig dót var á staðnum og hvað ekki. Hvernig tekið var á móti gestum, hvað fékkst á barnum. Hvað sagt var við gest- inn þegar hann kom og þegar hann fór. Við fylgdum ekki úreltri „kynjaeinangrunarstefnu" í verkefna- eða leikaravali. Karlar hafa jafnt unnið, leikið, bakað, leikstýrt eða hrært í pottum í Kaffileikhúsinu þó svo að sennilega hafi konur verið í meirihluta. En karlar hafa fallið inn í þetta konsept, þetta andrúmsloft sem tókst að skapa. Og það var út frá þessu andrúms- lofti sem mörg verkefnin urðu til. Grísk og Spænsk kvöld, Sögu- kvöld, Rússibanadansleikir, Ljóðajazzkvöld, Sápurnar, Rímnakvöld, O, þessi þjóð, og öll hin. Alveg er ég viss um að einhver nefnir „Drauminn sem ekki rættist" í þessari umfjöllun um Hlaðvarpann. Ég man ekki hversu oft ég þurfti að svara, á eins gáfulegan hátt og ég gat, hvers vegna draumurinn um hið stóra, æðislega, fjölbreytta kvennahús hefði ekki ræst. Hvers vegna rætast draumar ekki? Sennilega mun kvennasagnfræðingurinn sem skrifar sögu okkar eftir 50 ár segja: ...fyrir þessu eru félagslegar, pólitískar og persónulegar ástæð- ur. Hlaðvarpinn varð til mitt í hinum mikla uppgangstíma í ís- lenskri kvennabaráttu. Mikil bjartsýni ríkti og trúin á hina skilyrð- islausu samkennd og samstöðu kvenna var alger...“ En, var þetta einhver einn draumur? Ég held ekki. Ég veit ekki hvað ég hef heyrt margar hugmyndir um hvað átti að vera, fyrir konur, í Hlaðvarpanum. Leikhús, alltaf leikhús, en líka handverks- safn kvenna, myndlistarskóli, kvennakaffihús, myndlistargallerí kvenna, vinnustofur kvenna (sem reyndar voru en illa gekk að inn- heimta leiguna), skrifstofur allra helstu kvennasamtaka í landinu, verslanir kvenna (voru og eru, húrra fyrir Fríðu frænku!). Þvílíkt margir kvennadraumar. En, okkar draumur rættist. Okkur tókst að byggja upp spúrrandi lítið listahús, fátækt en skemmtilegt, sem lif- ir enn. Það má eflaust segja ljóta hluti um það líka en ég læt aðra um það. Kaffileikhúsið er öðruvísi hús og það hefur átt frum- kvæði að nýjungum í reykvísku listalífi. Og það er allt — hugsmíð kvenna. Slík kvennabarátta er best. Það sem ég saknaði alltaf, en hafði hvorki tíma né orku til að skipta mér að, var að ekki skyldi vera einhver vettvangur frjórrar og ögrandi feminískrar umræðu í húsinu.Vettvangur þar sem kon- ur gætu æst sig upp úr öllu valdi um hvað sem er, án þess að eiga það á hættu að vera stimplaðar „ókvenna.. .legar". Vettvangur þar sem horft yrði til framtíðar en ekki fortíðar. Nú hefur Bríet, félag ungra feminista, fengið samastað í Hlaðvarpanum, svo vonandi verður breyting á. Ritstýran bað mig að segja frá árunum mínum í Hlaðvarpanum og hvað stæði upp úr. Stofnun Kaffileikhússins stendur upp úr, svo einfalt er það. Þar var samstilltur hópur að verki sem hafði skýrt konsept í kollinum og skýrt markmið. Ég hef tröllatrú á slíkum hópum og mér sýnist annar slíkur vera að verða til með breyttu fyrirkomulagi veitingarekstrar í Hlaðvarpanum. Frábært. Æðislegt. Gamlir draumur rætast ekki en nýir, geta gert það!!! 38 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.