Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 55

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 55
12. desember, mánuði fyrir tímann. Sumarið 1993 lagði liún af stað í heimshljómleikareisu sem hefur eiginlega staðið síðan. Haustið 1994 kom út safnplatan Sodade les plus belles mornas de Cesaria sem, eins og nafnið gefur til kynna, inniheldur eingöngu „mornas", sem eru söngvar litaðir af hryggð, svona Miðjarðar- hafsblús, sem Cesaria þykir flytja manna best, sem sagt Úrval bestu blúsa Cesaríu. 1995 birtist skífan Cesaria og var gefin út í rúmlega 20 lönd- um, þar á meðal Bandaríkjunum í fyrsta skipti og í kjölfarið kom fyrsta hljómleikaferðalag hennar þangað. I New York flykktist þotuliðið til að sjá hana syngja í The Bottom Line, þ.á.m. tónlist- arfólkið Madonna, David Byrne (úr Talking Heads) og blásarinn Branford Marsalis. 1997 kom CapeVerde út og var tilnefnd til Grammy-verðlauna eins og Cesaria hafði verið. I október 1998 kom út á alþjóðlegum markaði safnplatan Best of, sem inniheldur m.a. spænska lagið Besame Mucho, en annars syngur Cesaria á portúgölsku... Þetta er frábær útgáfa á þessu fræga og margsungna lagi sem Cesaria hljóðritaði fyrir aðstandendur myndarinnar Great Expectations. Nýjasta plata Cesariu Evoru kom út í fyrravor og hefur t.d. ver- ið hátt á lista yfir svokallaða heimstónlist í Billboard-blaðinu bandaríska. Café Adantico heitir hún og inniheldur lög frá heirna- slóðum söngkonunnar og önnur ættuð frá Kúbu og Brasilíu. Allir textarnir (nema Maria Elena sú hin fræga) eru á textablaðinu og þýddir yftr á ensku. Ekki veit ég til að Cesaria taki nokkurn þátt í textagerð, sem maður gæti þó lraldið vegna innihalds þeirra og túlkunar hennar, en sumir eru þó kannski samdir fyrir hana... Annars skiptir það svo sem engu, nema þá fyrir pyngju söngkon- unnar... Málið er að konan hefur guðdómlega jarðneska rödd, svona eins og hlý og breysk móðir Jörð sem hefur áhyggjur af öll- urn, er ekki of bjartsýn í sambandi við lífið og tilveruna en er ekki með neitt væl, og tregatextana syngur hún í suðrænni mjúkri sveiflu sem væri hægt að nota sem undirspil á glæsilegustu heims- meistaramótum í suðrænum dönsum... en áfram með ártölin; nú á því herrans ári 2000 er Cesaria enn í heimsreisu og heimsækir í leiðinni menningarborgina Reykjavík og syngur með sinni sveit á einungis einum hljómleikum á Broadway 29. maí. Miðasala hefst hjá Listahátíð 25. maí og þegar þetta er skrifað, í fyrstu viku apríl- mánaðar, er rnikið búið að spyrja um þessa hljómleika... líklega Steingrímur meðal annarra, þannig að rétt er fyrir áhugasama að krossa við daginn. Loks er rétt að geta þess að Japis flytur inn plötur berfættu dívunnar frá Grænhöfðaeyjum... og segja gleðilega gula páska og sem grænast vor. Greiðum Vcru með korti! Gefum gjafaáskrift! Vera þakkar þeim fjölmörgu sem greiða áskrift sína skilvíslega því mikill tími og kostnaður fer í innheimtu þegar gíróseðlar týnast eða gleymast ofan í skúffu. Greiðslukortin eru bæði þægilegri og ódýrari kostur fyrir báða aðila. Við hvetjum alla gírógreiðendur sem eiga greiðslukort til að hafa samband. Einnig er hægt að skrá áskrift á kort maka eða gefenda. Munið að skilvísar greiðslur áskrifenda halda Veru gangandi! Það munar um hverja og eina. Á skrifstofu Vcru fást falleg gjafakort sem við sendum út ef þess er óskað. Gjafaáskrift er tilvalin tækifærisgjöf. Hægt er að gefa þrjú blöð, sex blöð eða fasta áskrift. Vcra sími: 552 2188, kl.9—13. Einnig er hægt að senda beiðni á netfangið: veraö>vortex.is 5 5 VER A •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.