Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 49
Fjármálaheimurinn hefur þörffyr
IT
segir Kristín Baldursdóttir,
forstöðumaður rekstrardeildar íslandsbanka
krafta kvenna
„Stjórnun er lýðræðislegri og
með flatara skipulagi nú en áður.
Margir starfsmenn eru sínir eigin
stjórnendur þar sem stjórnskipu-
lagið er flatt og fólk ber meiri
ábyrgð en áður. Hlutverk yfir-
manns er að dreifa ábyrgðinni,
hvetja starfsfólkið og vera því
fyrirmynd. Stjórnandinn á að
sýna að hann meðtaki þau gildi
sem fyrirtækið hefur í heiðri.
I Islandsbanka eru þau gildi skráð
og nefnd Leiðarljós. Þau eru
okkar fyrirtækjamenning,“
segir Kristín Baldursdóttir,
forstöðumaður rekstrardeildar
Islandsbanka.
Kristín tók við forstöðumannsstarfmu sl.
haust. Hún hefur unnið í tíu ár í Islands-
banka, lengst við lána- og gæðamál í höf-
uðstöðvum en sl. ár sem lánasérfræðingur
þriggja útibúa. Hún kennir líka viðskipta-
þýsku við viðskiptadeild Háskóla Islands.
„Ég er menntuð í þýsku og hef háskóla-
próf í hagfræði," segir Kristín. „Eg var
lengi þýskukennari við Menntaskólann í
Hamrahlíð og hef unnið mikið sem leið-
sögumaður. Reynslan úr báðum þeim
störfum hefur nýst mér vel í stjórnunar-
starfmu þar sem ég er samræmingar- og
tengiaðili, þarf að vera skipulögð og kunna
mannleg samskipti.
Starf rekstardeildarinnar felst m.a. í
eignaumsýslu. Við sjáum um kaup og sölu
á eignum bankans - húseignum, húsbún-
aði og því sem til þarf — öllu nema tölvum.
Við sjáum einnig um framkvæmdir; nú á
t.d. að fara að byggja við höfuðstöðvarnar
á Kirkjusandi sem hafa sprengt utan af sér
húsnæðið. Oryggismál heyra einnig undir
okkur og við veitum þjónustu varðandi
símsvörun, póstflutning, skjalavörslu, af-
hendingu rekstrarvara, ræstingar og mötu-
neyti. Starfið er mjög fjölbreytt, svo og
mannlífsflóran innan deildarinnar. Hér
vinna 30 manns í 26 stöðugildum og við
höfum samskipti við allar deildir bankans.”
Fjötrar hugarfarsins hamla mest
Kristín segir að til sé jafnréttisáætlun í Is-
landsbanka en að hún sé máttlaust plagg.
Hins vegar séu töluverðar breytingar fram-
undan í þeim efnum að frumkvæði banka-
stjórarns, Vals Valssonar, sem hún segir að
sé mjög næmur á tíðarandann.
„Ég sé þessar breytingar birtast m.a. í
þátttöku okkar í verkefninu Auður í krafti
kvenna. I kjölfar þess hefur farið af stað
rnikil umræða innan bankans um atvinnu-
þátttöku kvenna. Ég tel að fjötrar hugar-
farsins, bæði hjá konum og körlum, hafi
hamlað því að konur komist í æðri stöður.
Með þátttöku í þessu verkefni fórum við að
tala um hluti sem ekki höfðu verið ræddir
áður, t.d. var rætt um það á nýlegum
stjórnendafundi í bankanum að jafnréttis-
áætlunin okkar væri máttlaust plagg. Það
fmnst mér strax vera til bóta, það þarf að
skilgreina stöðuna til þess að hægt sé að
breyta henni. Við horfðum líka á hver
kynjahlutföll væru í stjórnunarstöðum
bankans og í ljós kom að þau voru 40%
konur og 60% karlar. Hlutföllin innan
hópsins eru hins vegar skekkt því konur
eru fjölmennari í lægri stjórnunarstöðum.
I hópi þjónustustjóra eru konur fjölmenn-
ari, fleiri karlar eru forstöðumenn eða átta
karlar og sex konur sé litið eingöngu á Is-
landsbanka en ekki dótturfyrirtækin VIB,
Glitni og F&M. Því næst kemur fram-
kvæmdastjórnin þar sem er engin kona og
ekki heldur í bankaráði.”
Gott að hafa siðferðisgildi að leiðarljósi
Kristín leggur áherslu á að fyrirtæki sem
hafa skapað sér eigin gildi og fyrirtækja-
menningu standi sig betur í rekstri en önn-
ur fyrirtæki. Hún segir að Leiðarljós Is-
landsbanka hvetji starfsfólk til að vinna
sjálfstætt og taka ábyrgð, því sé ekki mikið
um að haft sé eftirlit með fólki.
„Leiðarljósið var samið fljótlega eftir að
bankinn var stofnaður. Þar kemur ekkert
beint fram um jafnréttismál, þetta eru
ákveðin siðferðisgildi eða viðmið sem við
segjumst vilja hafa í heiðri, t.d. stendur
þar: „Við vinnum saman, hjálpum og
treystum hvert öðru. Framlag hvers og eins
skiptir máli. Við höldurn eðlilegu jafnvægi
milli vinnu og heimilis. Við berum virð-
ingu fyrir samstarfsfólki og samferða-
mönnum.”
Síðan er fjallað um það hvernig við eig-
um að þróast sjálf, sagt að við eigum að
vera skapandi og opin fyrir breytingum,
deila kunnáttu og reynslu og byggja upp
úrvalsþekkingu með markvissri fræðslu.
Þessi ákvæði skipta miklu máli, bæði það
að fólk eigi að þróast og að jafnvægi eigi
að vera á milli heimilis og vinnu. Karlmenn
hafa átt greiðari leið til frama innan f]ár-
málaheimsins og í menningunni er líka
talið að karlar eigi að sækja fram sem þyk-
ir ekki eins sjálfsagt fyrir konur.”
Að lokum er Kristín spurð hvort árang-
ur hennar í starfi hafi kostað hana mikið.
Hún kannast ekki við það. Hún á tvo syni
sem eru að verða 6 og 12 ára. „Ég er metn-
aðargjörn, vön að vinna sjálfstætt og helli
mér í verkefni sem ég tek að mér. Vinnu-
dagurinn er oft lengri en ég vildi hafa hann
en ég hef litið á það sem mitt vandamál.
Langtímamarkmið er að stytta viðverutím-
ann í vinnunni með betra skipulagi. Við
hjónin skiptumst á að sinna strákunum,
t.d. þarf að keyra þann yngri í fimleika
tvisvar í viku og ég geri það í annað
skiptið, fer þá héðan kl. fjögur en þarf þá
stundum að taka vinnu með mér heim. Að
vissu leyti er maður alltaf í vinnunni því
hún tengist verkefnum en ekki viðverutíma
og það kann ég vel við,“ segir Kristín Bald-
ursdóttir að lokum.
EÞ
VERA • 49