Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 35
ifa Hlaðvarpans
upp, en sá draumur rættist ekki. Margar konur létu sér nægja
að kaupa eitt eða tvö bréf og það var því mikið átak fyrir fyrstu
stjórn Hlaðvarpans að leiða málið í höfn og útvega fé með
öðrum hætti.
Húsin kostuðu 9,5 milljónir árið 1985 en eru nú metin á 90
milljónir. Það má því segja að konurnar 2000 sem festu kaup á
hlutabréfum í Hlaðvarpanum hafi valið góðan fjárfestingarkost,
og enn er hægt að kaupa hlutabréf í félags- og menningar-
miðstöð kvenna við Vesturgötu á 1000 krónur.
Stofnfundur Hlaðvarpans var haldinn í Naustinu 9. júní 1985.
þar var fyrsta stjórnin kosin og var hún þannig skipuð:
Helga Bachmann formaður, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Erla
Geirsdóttir, Hjördís Hákonardóttir, Kristín Gunnarsdóttir,
Sigrún Björnsdóttir og Valdís Óskarsdóttir. í varastjórn:
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Helga Thorberg og Svanhildur
Stjórn Hlaðvarpans í apríl 1999, ásamt Helgu Thorberg og Þórdísi
Guðmundsdóttur endurskoðanda. Sitjandi: Kristrún Heimisdóttir,
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Annadís G. Rúdólfsdóttir og
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. Standandi: Ása Richardsdóttir,
Sigríður Guðjónsdóttir og Sólveig Ólafsdóttir
lóhannesdóttir.
VERA •
35