Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 41
Draumur sem aldrei rætist
Ræða Margrétar Frímannsdóttur á fundi Jafnréttisráðs um mansal til kynlífsþrælkunar
Jafnréttisnefnd Evrópuráðsþingsins stóð dagana 4.-6. nóvember síðastliðinn fyrir ráðstefnu í Bari á Ítalíu,
þar sem fjallað var um ofbeldi gegn konum. Ráðstefnan var fjölmenn, þar mættu fulltrúar frá rúmlega
30 löndum, og í flestum tilvikum voru fleiri en einn fulltrúi frá þjóðþingum þátttökulandanna
ásamt fulltrúum ýmissa félagasamtaka og stofnana sem fjalla um jafnrétti kynjanna eða sérstaklega
um málefni kvenna. Héðan fór þó bara einn fulltrúi og þá vegna þess að ég á sæti
í jafnréttisnefndinni sem stóð fyrir ráðstefnunni.
p^til vill fór íjöldi þátttakenda frá hverju
CI landi eittlivað eftir því hversu þekkt
þau vandamál eru sem fjallað var um á ráð-
stefnunni. Það má skipta viðfangsefnum
ráðstefnunnar í þrennt.
I fyrsta lagi: Ofbeldi á heimilum.
Undir þessum lið var fjallað um ofbeldi
á heimilum út frá því sem við þekkjum af
umræðunni hér heima. Um líkamlegt of-
beldi, andlega kúgun og um grófa kynferð-
islega misnotkun innan fjölskyldna. En það
var einnig komið inn á þátt sem ég verð að
viðurkenna að ég hef ekki liugsað mikið
um. Það er meðferð á ungum konum, oft-
ar en ekki frá fátækum þjóðum, sem send-
ar eru viljugar eða óviljugar inn á heimili,
t.d. í Vestur Evrópu, sem vinnustúlkur. I
ótrúlega mörgum tilvikum eru þær í raun
hnepptar í þrældóm hvað varðar vinnu og
oftar en ekki er einnig um grófa kynferðis-
lega misnotkun að ræða. Lýsingarnar á
meðferðinni á þessum stúlkum voru hreint
ótrúlegar og fullyrt að hér væri um mun
stærra vandamál að ræða en almennt væri
viðurkennt.
í öðru lagi fjallaði ráðstefnan í Bari um
nauðganir sem fylgja vopnuðum átökum
milli þjóða eða þjóðarbrota. Nokkuð sem
öllum er í fersku minni eftir hörmungarn-
ar sem stríðsátökin á Balkanskaga höfðu í
för með sér.
Síðast en ekki síst var fjallað ítarlega um
það málefni sem hér er til umræðu: Man-
sal til kynlífsþrælkunar. Það má segja að
þetta efni ráðstefnunnar hafi fengið mesta
tímann og mesta umfjöllun í almennum
umræðum sem fylgdu í kjölfar þeirra
mörgu fróðlegu erinda sem flutt voru.
Auðséð var að öllum ráðstefnugestum lá
mikið á hjarta hvað varðaði þennan dag-
skrárlið og á fulltrúum flestra þjóðþinga
sem þarna voru mátti heyra að töluverð
umræða hefur átt sér stað innan þinganna
um þetta mál, sem er t.d. talið vera einn al-
varlegasti vandi sem Evrópuþjóðirnar eiga
við að etja í dag. Mikil áhersla var lögð á
það, bæði af hálfu þeirra sem fluttu fram-
söguerindi og þeirra sem tóku þátt í al-
mennum umræðum, að hér væri um að
ræða vanda sem þjóðirnar yrðu að standa
saman að því að leysa eða bregðast við.
Seldar til að stunda vændi
Ég hafði fyrir ráðstefnuna velt því fyrir mér
hvers vegna jafnréttisnefnd Evrópuráðs-
þingsins, sem staðsett er í Strasburg, hafði
valið þennan stað fyrir ráðstefnuna. En
ástæðan hefði auðvitað átt að vera mér
augljós. Borgin Bari er sunnarlega á austur-
strönd Ítalíu, Adríahafsmegin, á móti
Balkanskaganum. í Bari og næsta nágrenni
má segja að séu dyr flóttamanna frá Balk-
anlöndunum tilVestur Evrópu.
Tugir þúsunda flóttamanna streyma ár
hvert frá Balkanlöndunum yflr til Italíu. A
hverri nóttu má búast við að hópi fólks sé
fleygt frá borði einhverra þeirra báta sem
sigla í skjóli nætur með flóttamenn frá
Balkanlöndunum yfir til Italíu. En það eru
ekki allir um borð í þessum bátum af fús-
um og frjálsum vilja. Meðal flóttamann-
Meðal flóttamannanna eru skilríkjalausar ungar stúlkur, oftast uppdópaðar,
í gæslu bátsverja svo þær reyni ekki að flýja eða fyrirfara sér. Þær hafa verið
plataðar eða rænt frá heimilum sínum og eru seldar til að stunda vændi.
VERA • 41