Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 28
Og svo er það aldurinn. Vitanlega eru yngri
stelpurnar meðfærilegri. Þær eru enn of ungar til
að átta sig á þeirri niðurlægingu sem þær stundum
standa frammi fyrir í þessu starfi. Það er til dæmis
ýmislegt í dag sem ég mundi ekki láta bjóða mér
þegjandi og möglunarlaust, eins og ég gerði þá.
urnar sem um er að ræða eru gríðarlegar og oftast eru þessir hags-
munaaðilar, sem hirða stærsta hluta afrakstursins, sér vel meðvit-
andi um sóknarfærin og gróðamöguleikana.
Margir vilja gera greinarmun á fegurðarsamkeppni og svo aftur
fyrirsætukeppni... Að mínu mati er þetta allt sami bisnessinn og
þó formerkin séu mismunandi, er varan og markmiðið hvort
tveggja það sama. Það sem er verið að selja er hin líkamlega feg-
urð; það er vopnið sem þessar stúlkur beita fyrir sig. Auðvitað
hjálpa aðrir eiginleikar til, svo sem geðprýði, brosmildi og þolin-
mæði. En það vita þær stúlkur best sem taka þátt í svona keppni
að þeir kostir einir og sér eru ekki söluhæfir.
Hvað varðar gáfur og greind þá er það eitthvað sem mér virtist á
stundum jafnvel geta þvælst fyrir. Því ég tel einmitt að greind,
(þetta yfir meðallagi), geti einfaldlega unnið gegn stúlkunni.
Nema hún sé þeim mun betri leikkona og geti leikið þau hlutverk
sem falla stjórnendum í geð. Þeir karlmenn (eigendur umboðs-
skrifstofa, ljósmyndarar, „scouts") sem (í meirihluta) stjórna,
móta og ákveða örlög/velgengni stúlknanna eru vissulega oft á
tíðum engar mannvitsbrekkur sjálfir. Því er kannski einskonar
ögrun fólgin í því að þurfa að kljást við stúlkur sem gangast ekki
möglunarlaust upp í þeirri ímynd sem lögð er að þeim. Ekki eru
þessir sömu karlmenn þarna heldur vegna háleitra hugsjóna. Oft
játuðu þeir fyrir mér, (og þurfti engan að undra), að ástæðan fyr-
ir því að þeir héldu sig við þennan geira væri sú að þeir elskuðu
að vera umkringdir fallegum stúlkum. Það var þeirra keppikefli í
lífinu. Það sem flesta unglingsstráka dreymir um og aðeins fáir
vaxa upp úr!
Og svo er það aldurinn. Vitanlega eru yngri stelpurnar meðfæri-
legri. Þær eru enn of ungar til að átta sig á þeirri niðurlægingu
sem þær stundum standa frammi fyrir í þessu starfi. Það er til
dæmis ýmislegt í dag sem ég mundi ekki láta bjóða mér þegjandi
°g möglunarlaust, eins og ég gerði þá. Eins og til að mynda að
sitja ber að ofan undir hrollköldum fossinum, (reyndar á Maldi-
ves), á meðan beðið er eftir rétta Ijósbrotinu. Eða að bíða tímun-
um saman eftir því að náðarsamlegast komi röðin að þér til að
standa frammi fyrir hópi af karlmönnum sem mæna og mæla þig
út, spyrjandi spurninga um mittis- og brjóstamál. í dag mundi ég
einfaldlega segja þeim að hypja sig heim og finna sér eitthvað
merkilegra að gera. En nú er ég líka orðin þrítug (fyrirgefið 32),
þá var ég 1 8 og átti mér ekki óvini !!!
Ég var svo heppin að hafa engan sérstakan metnað á þessu sviði.
Ahugi minn lá annars staðar. Þess vegna tók ég þetta aldrei svo al-
varlega. Það var mín vörn gegn gagnrýni eða höfnun. Ég gaf þessu
fólki umboð til þess að dæma mitt ytra útlit, en ég hefði aldrei
treyst því til að dæma minn innri mann! En úr því á annað borð
mér tókst að komast þetta, þá fannst mér sjálfsagt að freista gæf-
unnar, láta slag standa. Því tækifærin eru nefnilega þess eðlis að
þau koma aldrei aftur.
Þetta snýst sem sagt allt um bisness, gróðavonir, bæði hjá stjórn-
endum sem leikendum. Peningafúlgurnar sem eru að veði geta
verið gríðarlega háar. Og þó flestir efnist eitthvað, þá efnast sum-
ir meir en aðrir. Ef varan fellur að þeirri ímynd sem selst þá stund-
ina, gerir hún það gott. En svo einoka „super módelin" oft mark-
aðinn. Allir vilja þær. Eftirspurnin er gríðarleg og verðið fer upp
úr öllu valdi. Þar sem varan er þess eðlis að ekki er hægt að fram-
leiða hana í massavís, og það er takmarkað hvað hún getur verið á
mörgum stöðum í einu, er hún eingöngu föl hæstbjóðanda. Eftir-
spurnin eykst þar til markaðurinn er búinn að fá sig fullsaddan af
henni og yngri (eða öðruvísi) vara kemur á markaðinn.
Nú, en hver er svo markaðurinn? Hverjir eru neytendur? Meiri-
hlutinn eru konur. Við kaupum fötin, kremin, tímaritin og allt
annað þar sem fegurðarímyndin er til sölu. Við erum sem sagt
virkir þátttakendur í að upphefja og viðhalda tilveru þessa bransa,
sem heldur að okkur hinni fullkomnu fegurðarímynd konunnar.
Það væri þá kannski meira réttlæti í því að það væru konur sjálfar
28 • VERA