Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 7

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 7
samþykkt í þjóðfélaginu eða svo lengi sem kona gerir ekki „of‘ mikið af þessu. Sú heilbrigða: kona stundar áhugamál sitt af mikilli kostgæfni og hittir þar draumamaka sinn. Sú tilviljunarkennda: kona fer út í stórmarkað eða líkamsræktar- stöð, augngotur hefjast, eitt leiðir af öðru og fyrr en varir situr hún yfir rómantískum kvöldverði með kertaljósum og arineldi. Hin ósamþykkta: kona auglýsir í einkamáladálki eða hefur sam- band við einhvern sem hefur sett inn auglýsingu. Hún getur einnig hringt í símanúmer hjá miðlunum hverskonar. En eitt er víst, konu er ekki ráðlagt að tala opinskátt um slík kynni. Jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem þessi leið virðist mikið notuð, má lesa það úr kvikmyndum hve óæskileg hún er. Eflaust eru til fleiri leiðir en við stiklum á stóru og þá er komið að síðustu leiðinni; Hin tölvuvædda: kona kaupir sér tölvu og sækir spjallforrit á Net- ið. Hún fær sér gælunafn og „loggar sig inn“. Hún getur fengið sér hvort sem er karlkyns eða kvenkyns gælunafn. Næstu vikum eyðir hún frítíma sínum á spjallrásunum og samskiptin eru algjör- lega í hennar höndum - hvort hún vilji vera kona eða karl, hvað hún vill ræða um og hve mikið hún vill kynnast fólkinu. Ef fram- koma einhvers er henni ekki að skapi þarf hún ekki að gera annað en að slökkva á spjallglugganum — örlítið þægilegra en að losa sig við óæskilegan félagsskap á veitingahúsi. Hún á ítalskan vin sem hún á stefnumót við á hverjum miðvikudegi. Hann er að íhuga að heimsækja hana næsta sumar eða bjóða henni í heimsókn til Italíu Hún á tvo bandaríska vini, annar er vörubílsstjóri og hinn er verð- bréfasali. Hún hefur eignast fullt af íslenskum Irkfélögum og hef- ur hitt nokkra á kaffihúsi. Hún veit allt um þetta fólk, áhugamál þess og raunir í lífinu. Og það á ekkert sameiginlegt annað en að leggja leið sína á Irkið. Flestum hefði hún líklega aldrei kynnst ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Irksins. Nokkrum sinnum gengu kynnin svo vel að þau þróuðust til kynferðislegs samneytis. Stund- um varð úr reglulegt samband og stundum hefur hún engan áhuga á frekari kynnum. Hún getur valið. Raunhæft eða? Þótt hér sér farið nokkuð yfirborðskennt yfir þá möguleika sem kona hefur hugi hún á félagsskap eða kynferðislegt samneyti, segir þetta okkur ýmislegt um raunveruleikann sem við búum við. Og ef við horfum kalt á staðreyndir - verulega kalt - þá stend- ur eftirfarandi uppúr: Allar þessar leiðir hafa sína kosti og galla. Gallar hefð- bundnu leiðarinnar eru nokkuð augljósir. Afengi spilar þar stóran sess. Fari kona heim með einhverjum eftir stutt kynni á bar er hún að taka mikla áhættu. Hún veit að öllum lík- indum ósköp lítið um einstaklinginn og báðir aðilar eru undir áhrifum vímuefna. Líkur á frekari kynnum eftir slíkt samneyti eru ekki miklar og það er þekkt staðreynd að áfengið sljóvgar dómgreind fólks. Þar sem einstaklingarn- ir þekkjast lítið sem ekkert hlýtur ákvörðun þeirra að markast að miklu leyti af umbúðunum — þ.e. hve falleg þau eru og af klæðaburðinum. Getum við mótmælt þessu? Oftast nær hafa tveir einstaklingar á Irkinu spjallað saman í lengri tíma en gengur og gerist á barnum áður en þeir ákveða að hittast. Auðvitað eru til dæmi um ann- að en það er óhætt að fullyrða að slæmu dæmin af bar- menningunni eru mun fleiri en slæmu dæmin af net- menningunni. Munurinn er einfaldlega sá að fólk talar meira um Irkið og „afleiðingar" þess en afleiðingar drykkju og barmenningar á Islandi. Kannski af því að fleiri stunda drykkju en Irkið og það er samþykktara í menningunni! Tölvuvædda leiðin á margt sameiginlegt með þeirri ósamþykktu. Kona sem hringir í makalínu — hér er ekki átt við svokallaðar „klámlínur" — fær að vita ýmislegt um aðilann fyrirfram og út frá þeim upplýsingum tek- ur hún ákvörðun. Það sama má segja um tilviljunar- kenndu leiðina. A Irkinu ferðu að tala við einhvern af al- gjörri tilviljun. Kannski var það gælunafnið sem vakti athyglina, kannski tilfinning eða kannski slempiúrtak. Að lokum þá á tölvuvædda leiðin mikið sameiginlegt með þeirri heilbrigðu. Margir sem venja kornur sínar á Irkið fara á rásir sem heita eftir áhugamáli þeirra. Hef- urðu áhuga á jóga, bifhjólum, Astralíu, dýrum, skóg- rækt eða áttu þinn uppáhalds rithöfund? Ef svo er verð- urðu ekki lengi að finna fólk með sama áhuga, og eitt leiðir af öðru... Er tæknivædda leiðin einungis jákvæð? Það væri firra að halda því fram að netástin sé galla- laus. En flestir ókostirnir eiga rætur sínar að rekja til þess hve nýtt þetta er og sökum þess að fólk kann ekki leik- reglurnar. Viljirðu kynnast fólki á Irkinu þarftu ekki að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang o.s.frv. Það nægir að gefa upp skírnarnafnið, staðsetningu (t.d. vest- urbænum), þjóðfélagsstöðu (skrifstofu) og það er nokk- uð saklaust að senda mynd - komi til þess. Aftur á móti getur verið hættulegt að gefa upp heimilisfang og gefirðu upp símanúmer við fyrstu kynni hefurðu vísað veginn að heimilinu — nema þú hafir leyninúmer. Gullna reglan er þessi: Ef þig langar til að hitta einhvern eftir stutt kynni á netinu þá, ekki undir neinum kringum- stæðum skaltu bjóða nýja kunningjanum heim til þín — farðu heldur á kaffihús. Þessar reglur tryggja ekki góð sam- skipti og koma ekki í staðinn fyrir innsæið en þær eru mikil- vægar og geta gert tölvuvæddu leiðina að ákjósanlegustu leiðinni fyrir konu sem vill víkka sjóndeildarhring sinn og kynnast nýju fólki. FT P '~Jl 8 <$!7a tbki CS7 um. VERA • 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.