Vera


Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 66

Vera - 01.04.2000, Blaðsíða 66
A Ð. II T A N Mæður hermanna__herjast gpgn stríði Miðstöð sjálfboðaliða sem kalla sig Mæður rússneskra hermanna er á annarri hæð í fjölbýlishúsi í miðborg Moskvu. Fjórum skrif- borðum hefur verið komið fyrir í þröngum húsakynnum og þar eru skráðar upplýsingar, huggað og ráðlagt. Spurningin: Hvernig getum við leyst son minn undan herþjónustu? Manninn minn? Bróður minn? brennur á öllum sem þar leita ásjár. Viðkomandi hermaður er stundum nýbúinn að fá herkvaðningu en í mörgum tilvikum hefur hann reyndar gerst liðhlaupi. Síminn stoppar ekki. Á hverjum degi biðja 250-300 manns um áheyrn. „Fyrirspurnum hefur fjölg- að mjög frá því í október," segir Ida Kouklina, félagi í Mæðrum rússneskra her- manna. Herskráningin þá var á sama tíma og innrás Rússa í Tsjetsjníu. I Rúss- landi óttast fólk mjög her- inn. Ekki bara valdsins vegna, heldur spillingarinnar. Léleg þjálfun, slæmur aðbúnaður og vannæring eiga sinn þátt í liðhlaupi hermanna. Svo ekki sé minnst á busavígslurnar. I skjalasafni Mæðranna er geymdur fjöldi vitnis- burða um valdníðslu gamalla stríðskempa og undirforingja, sem auðmýkja nýliðana líkamlega, andlega og kynferðislega. Samtökin fengu því framgengt að slíkar busavígslur væru gerðar refsiverðar og lýstar „óæskileg hegðun“ innan hersins. Hvað ætluðu þær sér þessar hugrökku mæður þegar þær stofn- uðu samtökin á tíma Perstroikunnar, árið 1989? Að komast með friðarboðskapinn alla leið inn í vígi hersins? Þær byrjuðu raunar á því að mótmæla kvaðningu námsmanna í herinn. Herskyldan var þá líka tvö ár, eins og nú er, en á árunum 1994—1996 var dvöl margra hermanna mun skemmri. 10 þúsund voru drepnir á víg- völlunum íTsjetsjníu. I kjölfarið var gert samkomulag um nokkurs konar sjálfstjórn þar um slóðir. Þremur árum síðar er í raun allt ennþá á byrjunarreit. Þáverandi forseti Rússlands, Borís Jeltsín, var í mjög veikri aðstöðu vegna spillingar og fjárhagskreppan í ágúst 1998 kippti fótunum undan nýfæddri millistétt. Fjögur sprengju- tilræði í Moskvu, sem mjög snarlega voru eignuð „tsjetjenskum hryðjuverkamönnum" styrktu þjóðina í þeirri trú að loftárásir væru réttlætanlegar. Arftaki forsetaembættisins, Vladimír Pútín, rauk upp í skoðanakönnunum og bannað er að vera á öndverðum meiði í fjölmiðlunum. Ida Kouklina hjá samtökunum Mæður rúss- neskra hermanna játar að hún sé ekki bjartsýn. Hún er hrædd um að stríðið verði langt og muni breiðast út. Innrásin í Daghestan var mæðrunum ákveðin viðvörun, enda þekkja þær vel tvöfeldni stjórnmálanna. Strax eftir uppákomu áhangenda Chamil Bassaiev sendu þær bréf til forseta Rússlands og forsætisráðherra. Þær vildu fá svör við því hvers eðlis átökin væru. Var hér um að ræða: 1) vopnuð viðbrögð hersins gagnvart utan- aðkomandi árás, 2) innanlandsátök, sambærileg stríðinu íTsjetsjn- íu, 3) lögregluaðgerð gegn hryðjuverkamönnum, 4) trúarbragða- styrjöld eða 5) borgarastyrjöld? Samtökin hafa ekki fengið önnur svör en fréttir fjölmiðla um að byssurnar hafi byrjað að tala. I aug- um Idu Kouklina „var innrásin ólögleg og í kjölfar ólöglegrar að- gerðar koma fleiri." „Vandmál Norður Kákasus er ekki hernaðarlegt heldur pólitískt. Að ætla að leysa það með vopnum er ekki bara glæpsamlegt held- ur dæmt til að mistakast," segir baráttukonan. Hún sakar rúss- nesku stjórnina um að „hafa skort pólitísk áform um framtíð svæðisins og vera auk þess ófæra um að leggja fram fjármagn til þróunar þar um slóðir." Ekki hefur þó allt starf Mæðranna verið unnið fyrir gýg, því nýlega voru sett lög um að ekki megi senda nýliða sem stundað hafa herþjónustu skemur en eitt ár á vígvöll- inn. Frá því þetta var ákveðið hafa samtökin Mæður rússneskra hermanna verið önnum kaftn við að reyna að ná heim þeim sem þetta ákvæði nær til. Samkvæmt Idu Kouklina „skapaði stríðið í Kosovo fordæmi. Þar varð til nýr skilningur á því hvað er öryggi þjóða og einnig á fyrirbærinu stríði. „Því miður, allt er látið við- gangast... Allt leyfist. Gaél Guichard María S. Gunnarsdóttir þýddi úr CLARA Magazine. Utgefið af frönskum systursamtökum MFIK, Femmes solidaires. Réttur stúlkna til ,if) fæðast Heilbrigðisstofnunin á Indlandi hefur nýverið viðurkennt ábyrgð heilbrigðisstéttanna á fóstureyðingum kvenkyns fóstra. Formaður stofnunarinnar hefur lýst því yfir opinberlega að hann muni taka til í sínum röðum. Og það var ekki seinna vænna! Árið 1901 voru 1072 konur á hverja 1000 karla á Indlandi, árið 1961 voru þær 972 og árið 1991 voru þær komnar niður í 927. Hvorki fáfræði né fátækt er hægt að kenna um þessa þróun. Geeta, 44 ára, hefur nýverið eytt fóstri í níunda sinn. Hún er með próf frá einum besta háskóla í Dehlí, móðir tveggja telpna en ennþá vantar karlkyns erfmgja að fyrirtæki fjölskyldunnar. I kringum þessar völdu fóstueyðingar hefur skapast fjármagnsskapandi iðn- aður sem gefur mun betur af sér en útburður nýbura. Miðstöðvar þar sem hægt er að fá úr því skorið hvers kyns fóstrið er spretta upp, þrátt fyrir gildandi reglugerðir. Bílar með ómskoðunartækj- um innanborðs fara hús úr húsi, jafnvel í afskekktustu sveitum landsins, og bjóða þjónustu. Nýlega kom svo á markaðinn tækni sem slær öllu við: „Valið á rétta sæðinu fyrir getnað". Aðferð sem kostar reyndar meira en meðalárslaun. Bénédictine Fiquet (Clara Magazine) 66 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.