Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 36

Vera - 01.10.2001, Blaðsíða 36
Kaffibollinn hennar Guðmundu Sú var tíð á íslandi að konur lifðu nánast ein- gögu á kaffi því þær höfðu ekki tíma til að borða, þær voru svo uppteknar við að þjóna heimilisfólkinu. Þær helltu í sig ómældu magni af bleksterku kaffi til að halda sér uppi. Á tuttug- ustu og fyrstu öldinni er kaffi munaðarvara og heilu húsin hafa risið sem kenna sig við þennan eðaldrykk. Vera ræddi við þrjár konur um kaffi- venjur þeirra og sérvisku þeim tengdum. Guðmunda Elíasdóttir söngkona 36 „Þegar ég var að alast upp fyrir vestan þótti ekkert tiltökumál þó krakkar væru að drekka kaffi. Sjálf var ég átta ára þegar ég þyrjaði og þá var ekki hægt að kaupa filter-kaffipoka úti f búð heldur saumaði mamma þá úrgömlum bómullarnærfötum sem nýttust vel sem kaffisía. En krakkar drukku líka mikið te- vatn á þessum árum, þá var mjólk og vatni blandað til helm- inga og soðið svolitla stund. Síðan fengum við kringlu til að bleyta ofan í. Þá var sykur munaðarvara og það var lúxus fyrir litla krakka að fá að dýfa sykurmola ofan í kaffibolla hjá þeim fullorðnu. í dag drekk ég venjulegan uppáhelling úr rafmagnskaffivél og nota enga mjólk en svolítið Natreen sætuefni en ef ég fæ súkkulaðiköku með kaffinu þá sleppi ég sætuefninu. Ég hef mjög ákveðnar kaffivenjur, ég helli upp á fjóra bolla að morgni, drekk tvo bolla á meðan ég les Moggann og hinir tveir duga mér til miðdags en ég passa lfka alltaf að hafa vatnsflösku hjá mér svo ég hjóli ekki beint í kaffikönnuna ef mig þyrstir. Svo helli ég upp á einn stóran bolla í litlu Duo- kaffikönnunni minni á kvöldin og klára úr honum fyrir klukkan tíu. Ég drekk kaffið hérna heima hjá mér alltaf úr sama boll- anum þar til hann brotnar en þá verð ég líka miður mín. Núna er ég með bolla sem einn nemandi minn færði mér frá Kúbu fyrir tveimur árum. Undirskálin brotnaði en í staðinn nota ég glasamottu úr silfri og litlu ævafornu teskeiðina má aldrei vanta. Ég er dálítið vandlát á kaffi og drekk ekki hvað sem er. Ég kaupi sérristað Merild til að hella upp á heima hjá mér en þegar ég er í Luxemborg hjá syni mínum á sumrin þá drekk ég lakobsen kaffi. Ég fer gjarnan á kaffihús en mér finnst þykkt og níðsterkt kaffi vont svo ég panta mér alltaf venjulegt kaffi. Hér í bæ finnst mér það best á Kaffi París." myndir: Gréta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.