Vera - 01.10.2001, Page 49

Vera - 01.10.2001, Page 49
lUafn: Ragna Ágústsdóttir Aldur: 44 ára Menntun: Skjúkraliði frá Sjúkraliða- skóla íslands 1980. Framhaldsnám í geðhjúkrun 1996 og í endurhæfingar- hjúkrun við Fjölbrautaskólann í Ármúla 2001. Starf: Sjúkraliði. Vinnustaður: Landspítali, Há- skólasjúkrahús í Fossvogi. Starfsaldur: 21, ár. Laun: 120.000 í grunnlaun. Fjölskylduhagir: Cift, á tvo stráka og tvö barnabörn. Ertu ánægð með launin? Langt frá því. Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun? 200 - 250.000 krónur. Hvar sérðu þig fyrir þér á vinnu- markaði í framíðinni? Ég vona að launin batni, þá vil ég vinna áfram sem sjúkraliði. Nú hef ég sagt tímabundið upp störfum. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugmaður. Starfsábyrgð og skyldur: Starfinu fylgir mikil ábyrgð þar sem við erum alla daga að hjúkra mikið veiku og slösuðu fólki og aðstoðum það við að komast aftur út í lífið. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Ég hef alltaf haft gaman að fólki og í okkar starfi kynnumst við allri flóru mannlífsins. Hvað finnst þér leiðinlegast? Hversu lítils metin störf sjúkraliða eru. Réttindi og fríðindi sem fylgja starf- inu: Okkur eru sköffuð vinnuföt. Starfs- mannafélagið á sumarbústað sem við eigum rétt á að nota. Vinnutími: Þrískiptar vaktir; morg- un-, kvöld- eða næturvaktir, og aðra hverja helgi. Hárkollugerð Kolfinnu Knútsdóttur ehf. Spennandi nýjung á íslandi. Dag- og kvöldnámskeið í hárkollugerð. Vegna opnunar á nýrri verslun Hárkollugerðarinnar að Skólavörðustíg 8, 1 hæð, bjóðum við upp á hálfkollur og hárskraut á kynningarverðl. SkóUvörðustíg 8, 1. hæð • 101 Reyk|avík Síml 511 5222 • GSM 896 7222 • Fax 511 5220 e-mall koinniia@hArkollugerð.ls • http://www.harkollugerð.ls

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.