Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 11

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 ing“) en hún talar líka um ofnotkun vímuefna og reykinga og tengir slíkt getnaði og meðgöngu. Að síðustu langar mig að minnast á þá áherslu sem allar eða vel flestar ljósmæður lögðu á hlutverk okkar í rannsóknarstörfum. Er mér minnistæðust sister Salariya í Dundee sem var virkilega uppnumin af áhuga á málefninu og vill helst virkja allar ljósmæður til þess að taka þátt í einhverslags rannsóknum. Hún taldi, eins og fleiri sem um þessi mál fjölluðu, að með því að styðja og hvetja stallsystur okkar til rann- sókna og athugana á og innan starfsvettvangs okkar styddum við jafn- framt við bakið á stéttinni sem sjálfstæðri og því meira sem við rann- sökuðum innan okkar sviðs því trúverðugri yrðum við sem fagfólk. Hér hefur verið stiklað á stóru og alls ekki komið inn á allt sem fyrir augu og eyru bar. Mannni áskotnuðust hinir og þessir praktískir punkt- ar. Ég get ekki stillt mig um að geta þess hér að ein ljósmóðirin á Q.M. notar nálarstungur sem deyfmgu í fæðingu og felur það reynast mjög vel. Segir það hafa svipaða verkun og pethidin án nokkurra aukaverkana og konan verður náttúrulega ekkert sljó. Hún kvaðst stinga einni nál í eymasnepil og annarri framan á sköflunginn. Það væri nú gaman að geta prófað þetta. Að sjálfsögðu gerðum við okkur ýmislegt til gamans og eyddum m.a. skemmtilegri stund hjá ræðismanni íslands í Skotlandi, sem reyndar er systir Sigurðar S. Magnússonar heitins. Hafi hún og maður hennar kæra þökk fyrir móttökurnar. Að endingu vona ég að eitthvað af því sem við urðum áskynja í þessu ferðalagi skili sér í starfi okkar. Reykjavík 4/7 1987 Ragnhildur Rós Indriðadóttir Skammstafanir: Queen Mother‘s = Q.M. Royal Matemity Hospital=R.M.H. Ninewells Hospital=N.H.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.