Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Dóra Halldórsdóttir, Ijósmóöir og hjúkrunarfræðingur: ÁVARP flutt vlö setningu ráöstefnu um stööu Ijósmæöra 8. maí 1987 Kæru ljósmæður Fyrir hönd fræðslunefndar Ljósmæörafélags íslands býð ég ykkur velkomnar á þessa fyrstu ráöstefnu félagsins um stöðu ljósmæðra. Það er von mín að fleiri ráðstefnur um svipað efni komi í kjölfarið. Hér á eftir verður fjallað um stöðu ljósmæðra í dag í 6 erindum. En hver verður staða okkar árið 2000? Verður þörf fyrir ljósmæður? Eða geta aðrar heilbrigðisstéttir tekið að sér störf okkar og leyst þau jafn vel af hendi eða betur? Gerir samfélagið kröfur til ljósmæðra eða leita skjólstæðingar okkar til annarra? Viljum við ljósmæður auka menntun okkar og víkka starfssviðið eða göngum við lítfrá því að ekkert breytist og það sem við einu sinni lærðum sé alltaf það besta? Erum við tilbúnar til að mæta nýjum kröf- um s.s. kröfu foreldra um að taka virkann þátt í ákvörðunum í sam- bandi við fæðinguna og sængurleguna? Erum við tilbúnar að mæta aukinni kröfu um fræðslu til foreldra á meögöngu og eftir fæðingu eða treystum við því að einhverjir aðrir sjái um það? Erum við í stakk búnar til aö taka þátt í kynfræðslu fyrir börn og unglinga og fræðslu um getnaðarvamir? Emm við reiðubúnar til að taka virkan þátt í samstarfi heilbrigðis- stétta í samstarfshópum um Reyklaust ísland árið 2000 eða kemur það okkur ekki við? Getum við axlað þá ábyrgð sem samfélagið gerir til okkar eða viljum við að aðrir séu ábyrgir? Viljum við halda því sjálfstæöi sem við höfum í dag, eða emm við ekki sjálfstæð stétt? Viljum við vera stefnumótandi aðilar í ffamþróun í fæðingar- og ljós- mæðrafræðum eða látum við það bara ráðast hver ffamtíðin verður? Það sem ég hef sagt hér em allt spumingar sem við verðum að velta fyrir okkur og taka ábyrga afstöðu til. Það er okkar að marka

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.