Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Hildur Sæmundsdóttir, heilsugæsluljósmóðir: Staða Ijósmæðra erlndi flutt á ráöstefnu um stööu Ijósmæöra 8. maí 1987 Hver er staða íslenskra ljósmæðra 1987? Eru þær fjórklofin stétt, þ.e. með 9 mánaða ljósmæðraskóla, 2-ja ára, hjúkrunarmenntun eða mennmn á háskólabraut? Eða eru þær þríklofin stétt, þ.e. umdæmis- ljósmæður, heilsugæsluljósmæður og sjúkrahúsaljósmæður fullar af tortryggni gagnvan hvor annarri? Eða er ljósmæðrastéttin samheldin, stolt og ábyrg stétt sem lætur að sér kveða meðal heilbrigðisstéttanna og tekur þátt í mótun heilbrigðisstefnu fyrir landsmenn? Ég hef verið beðin um að segja hér nokkur orð um stöðu mína sem heilsugæsluljósmóðir, heilsugæsluljósmóðir sem starfaði ein í héraði án daglegs aðgangs að lækni til 01.07. 86. Nú starfa í landinu 30 heilsugæsluljósmæður í samstals 18 stöðum. Þegar ég var svo lánsöm að hefja nám í LMSÍ 1968 voru aðeins tvö ár frá því að fyrstu ljósmæðurnar útskrifuðust með 2-ja ára nám að baki, sem þótti mikill áfangi í þá daga. Strax að loknu prófi flutti ég út á land og hóf störf í fiski fyrstu árin auk þess að nota tæknikunnáttu mína í getnaðarvömum og fæð- ingarfræöi og ala böm árlega. Af þessu ffamhaldsnámi lærði ég ýmis- legt, svo sem aö halda slökunamámskeið, upplifði angist meðgöng- unnar, episíótómíur, brjóstagjafir og heilbrigð ungböm. Árið 1974 losnaði staða hjúkmnarfræðings við heilsugæslustöðina í Grundarfirði og vomm við Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir ráðn- ar þar til starfa í lA stöðu hvor. Eins og gefur að skilja fólst í okkar starfi ýmislegt fleira en ljósmóðurstörf því læknir bjó í 50 km fjarlægð og kom 2-svar sinnum í viku fyrstu árin. Við vomm þó svo heppnar að þessi læknir hefur ætíð verið mikill kennari og fyrsta árið kenndi hann okkur einn dag í viku eftir stofu, tók okkur með í vitjanir, kom með greinar úr læknablaðinu og kenndi okkur allt frá anatómíu og bráðasjúkdómafræði til sýklafræði. Vorið 1975 var boðið upp á 6 vikna námskeið á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Þar var farið inn á

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.