Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 27

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Qupperneq 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 miðanir fyrir fæðingahjálp og vitjanir eftir fæðingu, svo að í heild er þetta yfir 50% hækkun frá fyrri taxta og er þá miðað við laun heilsu- gæsluljósmæðra í janúar s.l. Kjaramálin hafa setið í fyrirrúmi þetta árið og hefur það örugglega ekki farið fram hjá neinum. A síðasta vori strönduðu samningar og fóru fyrir kjaradóm, sem tók óratíma. Leiðrétting á launum annarra ljósmæðra, en þeirra er starfa hjá ríkinu, hefur einnig tekið langan - tíma, ef allar hafa þá fengið leiðréttingu. Eftir áramótin gerðu síðan bæjarstarfsmannafélögin samning við Launanefnd sveitarfélaga um laun ljósmæðra innan þeirra vébanda og var þar tekin beint upp röðun ljósmæðra skv. kjaradómi á síðasta ári, þ.e.a.s. engar breytingar, nema á launatöflu. Ljósmæðrafélag Islands gerði síðan samning í aprfl og er nú komin upp sú staða, að ljósmæður á landsbyggðinni eru mun lægra launaðar en á Landspítalanum. En nánar verðu gert grein fyrir þeim samningum á eftir. Ljósmæður í Keflavík, Selfossi, Siglufirði, Sauðárkróki og Egils- stöðum eru nú beinir aðilar að Ljósmæðrafélagi Islands, og hafa því sinn eigin samningsrétt. 9 ljósmæður útskrifuðust frá Ljósmæðraskóla íslands s.l. vor. Ljó- smæðrafélag íslands býður þær hjartanlega velkomnar í okkar hóp. Ristjóri Ljósmæðrablaðsins, Sigurlaug Magnúsdóttir hefur nú ný- verið látið af störfum. Fyrir hönd Ljósmæðrafélags íslands vil ég þakka henni mjög gott starf. Ljósmæður, sem setið hafa fúndi og ráðstefnur f.h. félagsins á s.l. ári: Stjórnarfundir NJF í Stokkhólmi í maí s.l. Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir Fulltrúar Ljósmæðrafélags íslands í nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytis um Ljósmæðraskóla íslands: Eva S. Einarsdóttir Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir Aukaþing B.S.R.B. í nóvember. Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir Vilborg Einarsdóttir Fundur Samtaka heilbrigðisstétta í desember. Dýrfinna Sigurjónsdóttir Freyja Antonsdóttir Soffía R. Valdimarsdóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.