Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 28

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 28
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Fundir á vegum B.S.R.B. um drög að samningsréttarlögum, verk- fallsrétt, lífeyrissjóðsmál o.fl. Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir Fundir um kjaramál á vegum B.S.R.B. og einstakra aðildarfélaga B.S.R.B. Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir Hjördís Karlsdóttir Vilborg Einarsdóttir Reikningar félagsins lagðir fram. Anna G. Ástþórsdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Gengið var til atkvæða og þeir samþykktir athugasemdalaust. Minningarsjóður ljósmæðra. Dýrfmna Sigurjónsd. gerði grein fyrir sjóðnum. Minningarsjóður Þuríðar Bárðardóttur. Kristín I. Tómasdóttir gerði grein fyrir honum — sjóðurinn er nú kominn inn á bók í Landsbanka íslands. Skýrslur landshlutadeilda. Vestfjarðadeild. Þar er ekki starfandi nein deild vegna fæðar ljósmæðra en Rósa Hallgrímsdóttir tók til máls. Sagði hún frá stöðu ljósmæðra á ísafirði — var gert starfsmat þar á sjúkrahúsinu nú nýverið og komu ljós- mæður mjög illa út úr því. Einning saknar hún fleiri námskeiða og ráðstefna á vegum L.M.F.I. — lýsti hún ánægju sinni yfir ráðstefn- unni þann 08.05.87. Skýrsla Norðurlandsdeildar flutt af Ásu Marinósdóttur. Starfsskýrsla Norðurlandsdeildar frá apríl 1986 til maí 1987 Aðalfundur deildarinnar var seinna á ferðinni en áætlað var og var haldinn þann 13 sept. 1986 á Húsavík, heimili Lilju Skarphéðinsdóttur Baughóli 21. 26 ljósmæður mættu á fundinn, m. a. komu þrjár frá Sauðárkróki og Vilborg frá Grímsey.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.