Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Síða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ væntanlega samninga. Á fundinn mætti Ásta Sigurðardóttir formaður STAK, og skýrði hún fyrir okkur ýmislegt í sambandi við kjaramál ljósmæðra o.fl. hjá STAK og einnig á breiðari grundvelli. Á þessum fundi var ákveðið að senda ekki fulltrúa eða trúnaðarmann til sér- samningsgerðar á vegum LMFÍ að þessu sinni þar sem íyrirvari var stuttur, og erfitt að gera sér grein fyrir gangi mála að þessu sinni. Félagsfundur var svo haldinn þ. 8. febr. á Dalvík heimili Elínar Sigurðardóttur Stórhólsvegi 7. Mættu þar 16 ljósmæður til skrafs og ráðagerða, því reyndar lá ekkert sérstakt mál íyrir fundinum en um margt rætt samt sem áður. Lesið var upp úr gömlum ljósmæðrablöð- um og í framhaldi af því einnig talað um ljósmæður fyrri tíma ásamt fleiru sem þeirra starfi tengdist. Stjórnin nú: Form.: Ása Marinósdóttir Varaform.: Svana Zophaníasdóttir Ritari: Sumarlína Pétursdóttir Gjaldkeri: Inga Magnúsdóttir Meðstj. Freydís Laxdal Bestu kveðjur frá Norðurlandsdeild. Sumarlína Pétursdóttir Ása Marinósdóttir Skýrsla Suðurlandsdeildar flutt af Ólöfu M. Guðmundsdóttur. Skýrsla Suðurlandsdeildar LMFÍ til aðalfundar LMFI9. maí 1987 Suðurlandsdeild LMFÍ hélt aðalfund sinn á SHS. í júní ‘86 og voru mættar 5 ljósmæður auk stjórnar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa sagði Lóa Kristinsdóttir ffá ferð sinni á norðurlandaþing ljósmæðra sl. vor. Eftir að ný samningsréttarlög tóku gildi fengum við sem störfum við SHS. bréf frá LMFÍ þar sem við vorum kallaðar heim. Og á fundi sem haldinn var í tilefni af því bréfi samþykktu allar starfandi ljósmæður á SHS að ganga hið snarasta úr FOSS og stíga skrefið til fulls yfir í okkar stéttarfélag. Það var síðan gengið frá því við FOSS í byrjun mars sl. og höfum við frá 1. aprfl greitt okkar stéttarfélagsgjald í LMFÍ.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.