Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 31

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 31
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 31 Og læt ég það fljóta með að við sjáum strax árangur, því með áfram- haldandi veru í FOSS hefði uppskera úr kjarasamningum orðið 0 launafl. hækkun í stað 5 sem við fengum skv. samningi LMFÍ. Að háflu LMFÍ eru Lóa Kristinsdóttir og undirrituð ÓMG í samn- inganefnd við SHS. Mér segir svo hugur að tímamót séu hjá LMFÍ venga þessara nýju samningsréttarlaga og vona ég að það verði til eflingar félagsins og skora ég á þær ljósmæður sem enn eru í starfsmannafélögum með hóp af öðrum stéttum sem enga samleið eiga, að ganga til liðs við LMFÍ. Formaður Suðurlandsdeildar LMFI Ólafía M. Guðmundsdóttir Skýrsla fræðslunefndar flutt af Dóru Halldórsdóttur. í fræðslunefnd voru eftirtaldar ljósmæður: Dóra Halldórsd. Guðbjörg Davíðsd. Álfheiður Árnad. Steinunn Thorsteinsd. Sólveig Kristinsd. Starfið hófst ekki fyrr en eftir áramót. Haldnir voru 6 fundir hjá nefndinni. Fræðslunefndin stóð fyrir: 1 kvöldfundi 1 fræðsludegi 1 ráðstefnu Kvöldfundurinn var haldinn 19. feb. 1987. Þar flutti Sigurður Guðmundsson læknir fyrirlestur um AIDS. Mættar voru 25. Fræðsludagurinn var 04.04. 1987, laugardag. 2 fyrirlesarar komu. Dr. Helgi Valdimarsson fjallaði um ofnæmi og forvamir. Marga Thome dósent H.í. kynnti rannsókn sína um hvaða þættir hafi áhrif á lengd brjóstagjafa, einnig ræddi hún síðar um fleiri atriði varðandi brjóstagjöf og er hún til í að koma til okkar aftur. Haft var samband við innflytjendur um að koma og kynna vöru sína, var kynntur bamamatur, hjálpartæki, sogrör, naflaklemmur o.fl. Fjöldi 26.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.