Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 32

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 32
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Síðan var hafist handa við að gera það að veruleika að halda ráð- stefnu um stöðu ljósmæðra þann 8. maí. 6 frummælendur töluðu. Mat okkar í fræðslunefnd og vonandi allra er að þessi ráðstefna hafi verið mjög vel heppnuð. Fjöldi rúml. 100. 91 greiddi þátttökugjald. Fræðslunefnd er ekki endanlega búin að gera upp kostnaðinn af starfi nefndarinnar í vetur. Fyrir hönd fræðslunefndar. Dóra Halldórsd. Skýrsla kjaranefndar flutt af Guðrúnu B. Sigurbjömsdóttur Útskýrði hún gang kjarasamninga síðastliðið ár en þeir strönduðu vorið 1986 og eftir langan tíma eða í okt. 1986 gekk kjaradómur í mál- inu sem lækkaði ljósmæður í launum miðað við það sem þær höfðu áður náð. Rakti hún síðan nýgerða kjarasamninga. Nokkrar fyrir- spurnir komu um kjaramál og tóku til máls: Gróa M. Jónsdóttir. Brynhildur Bjarnadóttir. Margrét Þórhallsdóttir. Ólafía M. Guðmundsdóttir. Ása Marinósdóttir. Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir svaraði fyrirspumum. Ólafía M. Guðmundsd. fékk orðið og bar upp eftirfarandi ályktun fyrir fundinn: Aðalfundur L.M.F.Í. haldinn 09.05. 1987 ályktar: L.M.F.Í. er fagfélag allra ljósmæðra á landinu. Ljósmæður em mjög uggandi um hag sinn innan heilbrigðisþjónustunnar og þá sér- staklega á Heilsuverndarstöðvum þar sem mæðraskoðun er að mestu í höndum lækna og telja ljósmæður það vera skref aftur á bak og ekki til hagsbóta fyrir verðandi mæður. Það er ljóst eftir fjölmenna ráð- stefnu sem haldinn var um stöðu ljósmæðra þann 08.05. 1987 að ljós- mæður em einhuga um að efla stöðu sína innan heilbrigðiskerfisins. í kjaramálum hafa ljósmæður nýverið náð því að vera sambærilegar öðmm heilbrigðisstéttum en þó hefur ábyrgð stéttarinnar sem er óum- deilanleg verið lítils metin. Kaffihlé.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.