Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 35

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Side 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 35 Gjaldkeraskipti urðu þar sem gjaldkerinn hefur setið í 9 ár. Gjald- keri var kosin Kristín Viktorsd. Varagjaldkeri Anna Harðard. Nýkjörinn formaður Hildur Kristjánsd. fékk orðið — þakkaði fyrir auðsýnt traust og þakkaði fráfarandi formanni vel unnin störf. Fráfarandi formaður Guðrún B. Sigurbjörnsd. þakkaði fyrir sig og þakkaði fráfarandi gjaldkera Önnu G. Ástþórsd. vel unnin störf. Önnur mál Sigríður Jónsd. fékk orðið og bar upp eftirfarandi tillögu: Aðalfudnru L.M.F.Í. haldinn 09.05. 87 leggur til að stjórn félagsins og fræðslunefnd þess sendi félagsmönnum skrifleg fundarboð fyrir alla almenna félagsfiindi svo og fræðslufundi félagsins. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Margar tillögur bárust og bar fundarstjóri þær upp fyrir hönd flutn- ingsmanna. Tillaga frá uppstillinganefnd eftirfarandi: Uppstillingarnefnd leggur til að fyrst nefnd ljósmóðir í hverri nefnd kalli nefndina saman til fyrsta fundar og stýri honum uns formaður hefur verið kjörinn. Breytingartillaga barst frá Dóru Halldórsd. svohljóðandi: Formaður og/eða stjórn L.M.F.Í. kalli saman hverja nefnd sér eða allar nefndir saman í upphafi veturs (starfsárs) og leggi drög að starfi nefndanna. Tillögurnar bornar undir atkvæði og var tillaga uppstillinganefndar felld en breytingartillaga Dóru Halldórsd. samþykkt samhljóða. Svohljóðandi tillaga barst frá Björgu Pálsd., Margréti Sæmundsd., Kristínu Rut Haraldsd. Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands samþykkir að formaður félagsins hafi ákveðna viðveru á skrifstofu þess á almennum skrif- stofutíma og verði það auglýst sérstaklega.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.