Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 37

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 37
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 37 standa straum af kostnaði við starfsmann þennan verði félagsgjöld hækkuð í 1 % af öllum launum. Breytingartillaga barst frá Vilborgu Einarsdóttur og Guðrúnu G. Eggertsdóttur. Að nýkjörin stjórn verði látin taka ákvörðun um að ráða starsmann ef hún telur þess þörf. Tillögurnar bornar undir atkvæði og báðar felldar en samin ný tillaga eftirfarandi: Aðalfundur L.M.F.Í. 09.05. 1987 samþykkir að heimila stjóm L.M.F.I. að ráða starfsmann á skrifstofu félagsins, ef hún telur þörf á. Til að standa straum af kostnaði við starfsmann þennan verði félags- gjöld hækkuð í 1 % af öllum launum. Þessi tillaga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Tillaga um félagsgjöld aukafélaga í L.M.F.Í. eftirfarandi: Félagsgjöld fyrir aukafélaga verði óbreytt þ.e. 1500 kr. á ári. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Tillaga um nýtt félagsmerki frá Svanborgu Egilsdóttur eftirfarandi: Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands 09.05. 1987 samþykkir að fela stjórn L.M.F.I. að ganga frá nýju félagsmerki sem Eva Einarsdóttir lagði til í gær. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Dagskráin tæmd. Mættar voru 75 ljósmæður. Fundi slitið kl. 18.15. Guðlaug Bjömsd. Eva S. Einarsd. fundarritarar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.