Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 47

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 47
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 47 um mánuðum 1. maí, 29. júní og 15. júlí fæddust þrennir þríburar. Á einum áratug (1972-81) voru 400 tvíburafæðingar hér á landið eða 40 á ári. í viðtali við Kristínu I. Tómasdóttur yfirljósmóður á Fæðing- ardeild Lsp. kom fram að þar eru rúmlega helmingur fæðinga á ís- landi og þar fæddust árið 1985 40 tvíburar. 7. Fjöldi eggja í fjölburameðgöngu I mörgum hærri fjölburafæðingum hefur fjöldi eggja eða skipting eggs ekki verið fundin út. Þess vegna eru litlar upplýsingar til um hlut- fallslega tíðni mismunandi gerða (types). Það hefur verið áætlað að hlutfall milli eineggja, tvíeggja og þríeggja þríbura meðal hvítra manna sé 1:2:3 og var sýnt ffam á af Bulmer (1970). Sumar rann- sóknir hafa leitt í ljós fleiri tilfelli tvíeggja þríbura heldur en Bulmer átti von á (‘70). Á meðal mongóla kynþáttar t.d. Japana er hlutfallið á eineggja þríburum miklu hærra en þríeggja þríburar eru hlutfallslega algengari hjá svertingjum. Af 40 þríburum sem voru fæddir í Ibaden, vestur Nígeríu voru einungis tveir eineggja og 24 voru þríeggja (Nylander og Corney 1971). Eineggja fjórburar og fimmburar eru sjaldgæfir en því hefur verið lýst svo óyggjandi sé (McArthur 1938; B. Martin 1981). Tvíeggja fjórburar geta verið óreglulegir með þrem- ur bömum frá einu eggi eða reglulegir þegar tvö egg klofna og mynda eineggjapör. (Nylander og Comey ‘71). Það hefur verið álitið að fjöl- eggjamyndun (polyovulation) geti stuðlað að skiptingu eggsins. (Benirschke og Kim ’73). Sjá mynd 1. (l:bls. 169) 8. Fylgjumyndun (Placentation) Nákvæmar lýsingar á fylgju í hærri fjölburameðgöngum em tak- markaðar af skráðum tilfellum. Lýst hefuí verið nákvæmlega nokkr- um gerðum — þar af sjöburafylgju (Cameron et.al. 1969). Samt sem áður var tíðni mismunandi gerða æðabelgja gefinn lítill gaumur þar sem í flestum rannsóknunum vora bömin t.d. þríburar og lítil. Fylgjan hjá öllum þríeggja þríburunum er með tveimur æðabelgjum, 1/3 af tvíeggja þríbumm hefur þrjá æðabelgi þar sem 2/3 hafa tvo æðabelgi. Af sömu ástæðu er 1/9 af eineggja þríburum með þrjá æðabelgi, 4/9 með tvo æðabelgi og 4/9 með einn æðabelg. Þessar mismunandi gerð- ir af fylgjum em sýndar á mynd 2. Raunvemlegur fjöldi af hverri æðabelgjagerð byggist að sjálfsögðu á hlutfalli þríeggja þríbura af íbúafjölda og kynþætti. Af samtals 23 þríbumm (Caucasion) sem var

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.