Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 4

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 4
Ritstjóraspjall Stundum vorar seint á okkar norð- lægu slóðum en við erum vön því og segjum bara „betra er seint en aldrei”. Ljósmæðrablaðið kemur nú út í seinna lagi miðað við vorútgáfu, þetta verð- ur eiginlega að kallast sumarútgáfa að þessu sinni. En engu að síður skartar blaðið fjölbreyttu efni eins og vant er. Ritrýndar greinar eru að þessu sinni þrjár, þar af fjalla tvær þeirra um andlega líðan kvenna eftir barnsburð. í þriðju ritrýndu greininni hverfum við aftur í tímann þar sem við fáum sögulega inn- sýn inn í menntun og störf íslenskra Ijós- mæðra, er Bragi Þór Olafsson rekur sögu fyrstu kennslubókar í Ijósmóðurfræði á íslensku Yfirsetukvennaskólans, sem kom út árið 1749. Þar sem ég sat nýlega ráðstefnu NJF í Turku eru áhrif ráðstefnunnar enn sterk í huga mér. Það má segja að í gegn- um fjölbreytt úrval fyrirlestra, hafi eitt atriði verið eins og rauður þráður í umræðunni; það að vera hjá konunum - yfirsetan. Það hefur ekki verið að ástæðulausu sem áðurnefnd kennslu- bók Yfírsetukvennaskólinn hefur heitið því nafni. Frá upphafi hefur það verið höfuðatriði í störfum ljósmæðra að vera hjá konum, veita stuðning, fylgjast með vellíðan móður og barns - vera til staðar. Óneitanlega hefur margt breyst síðan á tímum Yfirsetukvennaskólans, enda má rekja uppruna þeirrar bókar þrjár aldir aftur í tímann. Ljósmæður í dag byggja störf sín á rannsóknum og reynsluþekk- ingu með velferð og vilja konunnar í fyrirrúmi. Þrátt fyrir miklar breytingar á 300 árum, þá virðist sem formæður okkar hafi sinnt sínum störfum í sam- ræmi við það sem nýjustu rannsóknir sýna að eru góðir starfshættir - þær voru hjá konunum! í dag virðist þó sem yfirseta ljósmæðra eigi víða undir högg að sækja og ljósmæðrum finnst þær hafa æ minni tíma til að sinna konum og fjölskyldum þeirra eins og þörf er á. Valgerður Lísa Sigurðardóttin Ijósmóðir Er það miður, þar sem við höfum rann- sóknir sem styðja einmitt við mikilvægi yfirsetunnar. En það er ekki eingöngu í fæðingu sem þetta á við, það er ekki síður mik- ilvægt að hlú vel að fjölskyldunni fyrir og eftir fæðingu barns, eins og kemur fram í greinum Sigfríðar Ingu Karlsdóttur og fleiri frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Niðurstöður úr verkefni sem kallast „Nýja barnið” birtast hér í tveim- ur greinum, annars vegar um andlega líðan kvenna á Akureyri eftir fæðingu og hins vegar um tengsl þunglyndisein- kenna og foreldrastreitu við heilsufar, félagslega stöðu og líðan kvenna á með- göngu. Þar sem vitað er að ákveðinn hópur kvenna virðist ekki leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar eftir fæð- ingu, er mikilvægt fyrir okkur að öðlast innsýn inn í hvaða konur eru í meiri áhættu en aðrar á slíkum vandamálum. Síðustu áiin hafa barnshafandi konum í auknum mæli boðist skimpróf af ýmsu tagi en lítið hefur hins vegar verið fjallað um þau a.m.k. á síðum Ljósmæðrablaðsins. Það er því ánægju- efni að Anna Sigríður Vernharðsdóttir deilir hér með okkur hugleiðingum sínum um þátt ljósmæðra í skimun fyrir HIV á meðgöngu, þar sem m.a. er fjallað um ávinning, áhættu og kostn- að við skimun og meðferð. Þarna fá ljósmæður í hendur upplýsingar sem auðvelda þeim fræðslu til kvenna, þegar þeim er boðið skimpróf fyrir HIV. Afram heldur útrás Ljósmæðra- blaðsins á mið lesenda en á síðasta ári urðu þau tímamót í sögu blaðsins að það varð aðgengilegt á vefnum. Nú hefur dreifmgin aukist enn meira, því greinar úr Ljósmæðrablaðinu birtast nú í nýlega stofnuðu varðveislusafni Bókasafns LSH, Hirslunni en slóðin inn á það er http://www.hirsla.lsh.is/lsh/sfh. Þar birt- ast fræði- og fræðslugreinar eftir starfs- menn LSH og fleiri sem tengjast heil- brigðisþjónustunni á einhvern hátt. Nú þegar eru komnar þar inn nokkrar greinar úr Ljósmæðrablaðinu frá árunum 2004- 2006. í ritstjóraspjalli í nóvember 2005 vitnaði ég í orð Þuríðar Bárðardóttur, fyrrverandi formanns Ljósmæðrafélags íslands vegna þess að mér þótti hún komast svo skemmtilega að orði við upphaf á útgáfu Ljósmæðrablaðsins, þegar hún líkti því við barn; „... og veit enginn okkar hver örlög þess verða, - hvort króginn verður látinn lognast út af úr hor og hungri, eða hvort Ijósmœður vilja verða samhuga um að gera sitt til að liann geti lifað.” Mér finnst við hæfi að minnast þessara orða í Ijósi þess að enn og aftur hefur króginn okkar sýnt hvers hann er megnugur, hann er orðinn 85 ára og verður ekki betur séð en að hann hafi dafnað vel og sé enn að hasla sér völl á nýjum slóðum. Kæru ljósmæður og aðrir lesendur, það er von ritnefndar að þið takið vel á móti króganum og að þið hafið að honum bæði gagn og gaman. Njótið sumarsins vel! ’spron ® _ -A/nr a//f eom - fyrir allt sem jbú ert vistor 4 Ljósmæðrablaðið júní 2007 J

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.