Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 13

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 13
2000). Skjólstæðingar HAK gætu því verið opnari og meðvitaðri um líðan sina heldur en almennt er og þess vegna líklegri til að tjá vanlíðan m.a. í könn- uninni. Þá vekja niðurstöðurnar upp spuming- ur um hvort hugsanlegt sé að breytingar 1 Þjóðfélaginu á undanfömum ámm, eins og aukin atvinnuþátttaka kvenna, hufi á einhvern hátt leitt til aukinnar Uliinningalegrar vanlíðunar nýlega orð- >nna mæðra. Hefur álag og vinna auk- >st? Hefur stuðningsnet fjölskyldunnar gliðnað? Beck (1998) hefur fundið í rannsóknum sínum tengsl fæðingaþung- lyndis við skort á félagslegum stuðningi °g erfiðleika í einkalífi. Niðurstöður þessar gefa vísbendingu um að vert sé að skoða ábendingar Okano, Nagata, Hasegawa, Nomura og Kumar (1998) urn gagnsemi þess að leggja EPDS fyrir allar konur í ungbarnavernd en á það hefur Thome (1992) einnig bent. Hvað varðar aldur mæðra kemur í Ijós að konur sem eru á aldrinum 15-19 aia (n=7) eru líklegri til að greinast með þanglyndiseinkenni en eldri konur. því ^ at 7 konum mælast með þunglynd- •seinkenni á bilinu 12-26 sem hefur venð skilgreint sem mikil einkenni um Þunglyndi. Að sjálfsögðu eru þetta fáar konur en engu að síður ákveðin vís- ending um samband þó ekki sé það marktækt. Niðurstöður varðandi tengsl mennt- unar og þunglyndiseinkenna eru mjög athygliverðar en samkvæmt rannsókn- 'nni eykst tíðni þunglyndiseinkenna (> ) eftir því sem konurnar hafa minni menntun. Þannig er tíðni þunglynd- jseinkenna 25% hjá konum sem hafa lokið grunnskóla, 15,5% hjá konum seni hafa lokið framhaldsskóla og 6,3% Jú konum sem hafa lokið háskóla- P'oii. Munurinn er marktækur þar sem P=0,039. Áður hefur Thome (1998) staðfest mun milli grunn- og framhalds- skólamenntunar hvað þetta varðar. Hvað varðar tengsl milli hjúskap- mstöðu og þunglyndiseinkenna kemur 1 Ijós að einungis tíu konur af þeim 2 sem tóku þátt í rannsókninni eru e ki í sambúð eða giftar barnsföður, en limm þeirra mælast með merki um Þnnglyndi (9-26). Þessar niðurstöður e,n ekki marktækar en þó eru þær allrar at ygli verðar og geta gefið ákveðnar Vlsbendingar. 1 rannsókn Thome (1998) kemur ,raiTI að rnarktækt samband fannst milli parstöðu og þunglyndiseinkenna Pai sem kom fram að einstæðar mæðui voru mun lfklegri til þess að upplifa tíð þunglyndiseinkenni en konur sem voru í sambúð eða voru giftar barnsföður. Einnig kemur fram í niðurstöðum að 20% frumbyrja upplifa tíð þung- lyndiseinkenni samanborið við 12,6% fjölbyrja. Fróðlegt er að velta fyrir sér ástæðum fyrir þessum mun og nauð- synlegt fyrir alla sem sinna verðandi og nýbökuðum foreldrum að vera vak- andi fyrir hærri tíðni meðal frumbyrja. Ekki reyndist þessi munur tölfræðilegar marktækur. Sambærilegar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á tengsl milli þung- lyndiseinkenna og fjölda barna. Þá leiða niðurstöður í ljós að konur sem fætt höfðu með aðstoð sogklukku, eða tangar eða með keisaraskurði voru mun líklegri til að upplifa tíð þung- lyndiseinkenni, en þær sem fæddu um leggöng. Tuttugu prósent kvenna sem höfðu fætt með keisaraskurði, sogklukku eða töngum höfðu mörg merki um þung- lyndi þ.e. höfðu 12-26 stig á Edinborga rþunglindiskvarðanum. Aftur á móti var prósentan 14,2% hjá konum sem höfðu fætt um leggöng. Þetta vekur spurningar um hvort hærri tíðni þunglyndiseinkenna megi e.t.v. tengja að einhverju leyti við fæðingaraðferð. Þetta eru athygliverðar niðurstöður þrátt fyrir að munur sé ekki marktækur og er þetta þáttur sem þyrfti að skoða betur í fraintíðinni. Foreldrastreita Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 16,9 % (vikmörk ± 5,5) þeirra sem tóku þátt, greindust með 75 eða eða fleiri foreldrastreitustig sem er mun lægra hlutfall en rannsókn Thome (1998) leiddi í Ijós þar sem hlutfallið var 23% (n=734) (vikmörk ± 3,0). Þessar niðurstöður eru afar athyglisverðar ekki síst vegna þess að þunglyndiseinkenni reynast ívið meiri en í rannsókn Thome. Freistandi er að álykta að sú áhersla sem lögð hefur verið á að stuðla að aukinni foreldrahæfni og að styrkja tengslamyndun móður og barns með auknum stuðningi og meðferðartilboð- um fyrir verðandi og nýorðna foreldra á HAK, tengist lægri tíðni foreldrastreitu og hafi hér áhrif. Þó er á engan hátt hægt að fullyrða neitt um það þar sem mjög margir þættir gætu haft áhrif, svo sem eins og menntunarstig þeirra sem svör- uðu en það er eitt af þeim atriðum sem hefur verið sýnt fram á að hafi áhrif á tíðni foreldrastreitu (Thoine, Alder, og Ramel, 2006). Þegar skoðaðir eru undirkvarðar for- eldrastreitukvarðans kemur í ljós að streita í samskiptum við bamið reyndist vera tiltölulega fátíð, streita vegna erf- iðra skapsmuna barns var mun tíðari, en tíðust var streita í foreldrahlutverki. Tíðni foreldrastreitu mældist hlut- fallslega langmest meðal yngstu mæðr- anna (p<0,05) og foreldrastreita var mun meiri meðal mæðra sem voru að eignast sitt fyrsta barn (p<0,05) en annarra. Þegar konunum er skipti í tvo hópa 24 ára og yngri og 25 ára og eldri kemur í ljós að foreldrastreita (> 75 stig ) kemur fram hjá 11 af 41 í yngri hópnum en 14 af 106 í eldri hópnum (p=0,022). Sautján af 64 frumbyrjum reyndust hafa foreldrastreitu (> 75 stig ) en aðeins 8 af 84 fjölbyrjum (p=0,013). Ekki fund- ust neinar rannsóknir sem kanna tengsl foreldrastreitu og barnafjölda eða aldur móður. Samanburður við aðrar lýðbreyt- ur leiddi ekki í ljós marktækan mun. Það þarf ekki að koma á óvart að ungar mæður og þær sem eru að fæða fyrsta barn glími við meiri streitu en þær sem eldri og reyndari eru, en undirstrikar nauðsyn þess að bjóða þessum hópum aukinn stuðning og fræðslu. Sterkt samband mældist milli for- eldrastreitu og fæðingaþunglyndisein- kenna þar sem 43% þátttakenda með tíð þunglyndiseinkenni mældust einnig með mikla foreldrastreitu. Niðurstöður rannsóknar Thome (1998) höfðu áður leitt í ljós mun lægra hlutfall þessarar fylgni eða 12%. Þrátt fyrir þessi sterku innbyrðis tengsl er umhugsunarvert að þunglyndiseinkenni og foreldrastreita virðast tengjast lýðbreytum með nokkuð mismunandi móti, þ.e. þunglyndisein- kenni hafa mesta fylgni við menntun en streita við aldur móður og bamafjölda. Samantekt í þeim hluta rannsóknainnar sem greint er frá í þessari grein var tilgangurinn að kanna tfðni fæðingaþunglyndiseinkenna og foreldrastreitu á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Niðurstöður voru síðan bornar saman við niðurstöður úr rannsókn Mörgu Thome sem birt var árið 1998 þar sem úrtak var tekið af öllu landinu. Hvað niðurstöður varðar ber að hafa í huga að vegna takmarkaðs fjölda þátt- takenda og eðli spurningalista, þar sem úrtak skiptist í marga misstóra hópa verða fáir einstaklingar í sumum hópum og því er erfitt að fá marktæka fylgni milli lýðbreyta og annarra breyta. í niðurstöðum kemur fram að 15,6% kvennanna í rannsókninni mælast með þunglyndisstuðul 12 eða þar yfir, sem er Ljósmæðrablaðið júní 2007 1 3

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.