Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 42

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 42
við sitt hæfi og geti þannig verið lengur virk í starfi. Verkefnið hefur verið metið og talið spara samfélaginu gríðarlegt fé og þykir afar vel heppnað. Norskar unglingsstúlkur 16-20 ára fá getnaðarvamarpillur ókeypis og ljós- mæður geta gefið þeim lyfseðil fyrir þeim. í ljósi þess að fóstureyðingartíðn- in er hæst í aldurshópunum 20-25 ára vinnur norska ljósmæðrafélagið að því að útvíkka leyfi sitt til að gefa út lyf- seðla handa þessum hópi einnig. Haldnir eru árlegir ljósmæðradagar með fræðslu og skemmtidagskrá. Hægt er að sjá hvað um er að vera á heimasíðu félagsins www.jordmorforeningen.no. Norska ljósmæðrafélagið verður 100 ára árið 2008 og verður það haldið hátíðlegt í september 2008 í Osló. Fram að því er búið að ganga frá sjónvarps- þætti í sex þáttum um lífið á fæðing- ardeild í Noregi þar sem á að kynna daglegt líf ljósmæðra. Svíþjóð Anna Nordfjall flutti skýrslu sænska ljósmæðrafélagsins. Ný lýsing á því hvað ljósmóðurstarfið felur í sér í Svíþjóð hefur litið dagsins ljós. Fóstureyðing með lyfjum fyrir 9. viku ryður sér til rúms og er gert ráð fyrir að Ijósmæður annist um þær. Það krefst þess að þær geti staðfest þung- un nákvæmlega þar sem heppilegast er að ná til þessa hóps við ca. 5-6 viku. Ljósmæður þurfa því að geta metið meðgöngulengd með vaginal ómskoð- un. Umræður fara nú fram milli ljós- mæðra og kvensjúkdómalækna um framkvæmd þessa. Áfram er unnið með að aðlaga ljós- mæðranám að Bologna samþykktinni og engin umræða er í Svíþjóð um að hjúkrunamám verði ekki skilyrði fyrir því að komast í ljósmóðurnám eins og er í hinum löndunum. Haldin er ljósmæðraráðstefna árlega og er sú næsta í Stokkhólmi í nóvember n.k. Unnið er með að þróa ýmis þjónustu- form ljósmæðra og það seinasta er one- to-one support, þar sem höfuðáhersla er á að konan hafi sömu ljósmóður eftir að hún er komin í aktivan fasa fæðing- arinnar. Ennfremur er sumstaðar verið að reyna að fara heim til kvennanna þegar þær telja sig vera að byrja í fæð- ingu og skoða þær og vera hjá þeim og meta ástandið í einhvern tíma. Bæði þessi verkefni eru rannsóknarverkefni. Nokkur umræða varð um fóstureyð- ingar, þar sem á döfinni er að Svíar leyfi frjálsar fóstureyðingar til 18 viku. Danski fulltrúinn sagði að í Dannrörku væri umræðan sú að halda sig við 12 vikur nema í undantekningartilvikum eins og til dæmis vegna alvarlegs fóst- urgalla þar sem fóstri er ekki hugað líf. Sama er í hinum löndunum. Önnur mál. • Finnsku fulltrúarnir upplýstu um ráð- stefnuna sem 510 ljósmæður hafa skráð sig á. 100 abstraktar bárust og voru 68 valdir til flutnings. Notaðir eru 4 ráðstefnusalir (sessionir) og 3 vinnusmiðjur eru fyrirhugaðar. • Færeysku Ijósmæðurnar óskuðu eftir umræðu um hvernig hægt væri að halda úti dreifðri fæðingarþjónustu. Nokkur umræða varð um þetta og Noregur kynnti vel hvernig er staðið að þessu hjá þeim og við sögðum frá því að væntanlegar væru opinberar leiðbeiningar urn val á fæðingarstað sem gerir ráð fyrir því að konur geti fætt á smærri stöðum og jafnvel í heimahúsum, en þetta er ekki ólíkt norska kerfinu. • Ákveðið var að á næsta stjórnarfundi verði fjallað sérstaklega um ýmis þjónustuform í fæðingarþjónustu. • Finnsku ljósmæðurnar ræddu og kynntu hugmyndir um sérstakar ráð- gjafastofur fyrir konur og er gert ráð fyrir að meðgönguvernd verði þar og ljósmæður sinni henni. Þessar hug- myndir og útfærsla þeirra eru byggð- ar á rannsóknarniðurstöðum sem hafa verið birtar. • Svíþjóð óskaði eftir umræðum um hnakkaþykktarmælingar. Umræða er í Svíþjóð um hvort eigi að innleiða þær. Rannsóknir sýna að mælingin er hvorki röng eða rétt og umræð- an er fyrst og fremst siðfræðileg og snýst þá um skimun í þeim tilgangi að hindra að ákveðnir einstaklingar fæðist í stað þess að lækna sem er jú megintilgangur skimunar. Síðan er umræðan auðvitað um rétt konunnar og fjölskyldunnar til þess að vita! Reiknað hefur verið út að það muni kosta Svía um 75 milljónir sænskra króna að innleiða þessa tækni sem talin er verða úrelt innan 3-5 ára með tilkomu blóðprófa sem hægt verði að gera í greiningarskyni og greini öll litningafrábrigði mjög snemma á meðgöngu. Bent er á að pink-blue prófin svokölluðu eru nú þegar til og greina kyn við 9 vikna meðgöngu. • í Danmörku er verið að rannsaka áhrif ómskoðana á fóstur (sérstak- lega á cerebral virkni) í ljósi þess að aðferðir hafa breyst þ.e. meira er gert af vaginal ómskoðunum en áður og verið er að nota mun sterkari og öfl- ugri tæki en áður. • Einnig var sagt frá nýjum rannsókn- um á sama sviði. • Danskar ljósmæður hafa áhyggjur af þróuninni íþessum efnum í Danmörku og harma að hnakkaþykktarmælingar hafi ekki verið felldar undir lækn- isfræðilegar ábendingar. • I Finnlandi er mjög mismunandi hvaða rannsóknir standa konum til boða en áberandi er að finnist einhver litningagalli t.d. Tumer’s syndrome, hvað þá alvarlegri frávik, vilja konur fara í fóstureyðingu og gera það. • Ennfremur var bent á að í Svíþjóð eru lög sem banna ómskoðanir án læknisfræðilegra ábendinga. • Sagt var frá því að sænska ljós- mæðrafélagið hefur verið að vinna að úgáfu á nýju tímariti; Sexual and reproductive health og er fyrsta tölu- blaðið tilbúið í Glasgow, en Francis og Taylor munu sjá um útgáfu þess. Áætlað er að 4 tölublöð verði gefin út á ári. Ritstjórn mun verða alþjóðleg- Varðandi íjármögnun mun sænska ljósmæðrafélagið leggja ákveðna upphæð á öll ráðstefnugjöld hjá sér og leita fleiri leiða til fjármögnunar. Eins og áður hefur komið fram verður næsta ráðstefna NJF í Kaupmannahöfn dagana 3.-5. júní 2010. Yfirskrift ráð- stefnunnar verður Practice and science eða Praksis og videnskab Næsti stjórnarfundur verður í Noregi 7. og 8. mars n.k. norska ljósmæðra- félagið verður 100 ára á næsta ári og verður efnt til hátíðahalda dagana 18- 19 september. Island verður svo með stjórnarfundinn árið 2009 en þá er 90 ára afmæli félagsins. Sænska ljósmæðrafélagið bar fram þá tillögu að næsti forseti NJF yrði Hildur Kristjánsdóttir frá Islandi og var tillagan samþykkt með lófataki. Hildur tók svo við embættinu formlega í lok ráðstefnunnar. Finnska ljósmæðrafélaginu var að lokum þakkað fyrir vel heppnaðan fund. Fundi var slitið síðdegis fimmtu- daginn 3 maí 2007. Reykjavík 20. maí 2007 Hildur Kristjánsdóttit’■ 42 Ljósmæðrablaðið júní 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.