Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 43

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 43
AFVETTVANGI FÉLAGSMÁLA Skýrsla stjórnar Ljósmæðrafélags íslands Aðalfundur Ljósmæðrafélags íslands var haldinn í nýju húsnæði félagsins og BhM félaga á alþjóðadegi ljósmæðra, 5. niai" 2006. Tvær nýjar Ijósmæður komu 1 stjórn, þær Sigrún Kristjánsdóttir og Steinunn Blöndal, en Lilja Jónsdóttir og Sigríður Þórhallsdóttir viku úr stjórn. Stjórnarsamstarf Stjórnarfundir hafa að jafnaði verið haldnir mánaðarlega, alls 12 fundir, Þai af cinn sólarhrings fundur, þegar sljðrn fór til Akureyrar til fundar við norðlenskar ljósmæður í október. Engar mannabreytingar urðu í stjórn á nýliðn- ntn aðalfundi. Félagsmenn og styrking •elagsins Stjórn hefur haldið áfram með kynn- 'ngu félagsins fyrir ljósmæðranema við Sóðar undirtektir. Kjarafélagar eru nú 92 en voru 184 á síðasta aðalfundi. aglélagar eru nú 106 en voru 108 a síðasta aðalfundi. Fleiri Ijósmæð- Ul eru því að gerast kjarafélagar að Jósrnæðratélaginu °§ skiptir það gríð- jnlega miklu máli þar sem fjölgun kjara- ^elaga í LMFÍ eflir ekki bara einingu Jósmæðra í kjarasamningum, heldur ^tyrkir start félagsins beint. Næsta vor j^eta ljósmæður skipt milli kjarafélaga, ar sem kjarasamningar verða þá lausir. nigar ljósmæður hafa kvartað undan iJ1 að niissa af tækifæri til þess að ’Pta um kjarafélag þegar samningar Eru *ausir. Þær Ijósmæður sem vilja láta ^"nna sig á þegar það er hægt, geta látið J°> narmeðlimi vita. Kjaramál |H'kil vinna er framundan í undirbún- ITle' ^arasamninga á næsta ári. Það geta a^gir verið sammála um það að enginn Qd ' Ilðlð feitum hesti frá þeim síðustu. in'næld vinna fulltrúa í stofnanasamn- f^^11111 hefur verið erfið og líklega hafa ar F kert sér grein fyrir mikilvægi þess- a samninga þegar út í þá var lagt. Hvort sem samningsvinnunni er lfkt við barnaafmæli þar sem ein muffinskaka er í boði eða hugsjónastarf til að ná gegnsæi launa, er það víst að þessi vinna hefur upplýst okkur um launastöðu ljós- mæðra gagnvart öðrum háskólamennt- uðum stéttum. Þar hefur m.a. komið í ljós að stéttir með sambærilega eða styttri menntun en ljósmæður, raðast í mun hærri launaflokk en ljósmæður gera hjá sama launagreiðanda, ríkinu. Síðustu samningar með nýju launa- kerfi og stofnanasamningum hafa því gefið okkur forsendurnar til kjarabar- áttu í næstu samningum. Þá reynir á fögru orðin í núgildandi samningum, um afnám kynbundins launamisréttis og umbun fyrir menntun og sérþekkingu. í næstu samningum verður ekki um að ræða samflot flestra BHM félaga eins og var x síðustu samningum. Til dæmis er í þessum skrifuðu orðum, alveg óvíst hvort Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga verði yfirleitt innan Bandalags háskólamanna þegar að þeim sanxning- um kemur. Ljósmæðrafélagið og aðild- arfélög Huggarðs hafa rætt um sam- vinnu í næstu samningum. Huggarður er þjónustuskrifstofa nokkura félaga sem stofnuð var fyrir 7 árum, m.a. í þeinx tilgangi að að byggja upp, þróa og viðhalda þekkingu á kjara- og réttinda- málum. Þessi félög eru Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra fræða, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lög- fræðinga og Útgarður, félag háskóla- manna. Þó félögin séu býsna ólík Ljósmæðrafélaginu að mörgu leyti, hafa þau einnig sameiginlega hagsmuni og er þar fyrst að telja viðurkenningu fyrir menntun, sem er málefni sem Ijósmæðr- um hefur gengið treglega með að ná eyrum samningsaðila. Við þurfum að heyra frá sem flestum Ijósmæðrum um hvernig þið viljið for- gangsraða nxálefnum í næstu kjarasamn- ingum og hvetjum við ykkur til þess að senda ykkar áherslur í tölvupósti til félagsins. Fyrst og fremst verðum við að vera sýnilegar og kynna fyrir hvað ljósmæður standa. Fara verður í kynn- ingu og ímyndarsköpun ljósmæðrastétt- arinnar. Við verðum að tryggja að þær Ijós- mæður sem í eldlínunni standa, hafi stuðning af stéttinni í kjarabaráttu okkar allra. Ljósmæður verða líka að hafa þau verkfæri í höndunum sem til þarf að taka í kjarabaráttu og Ljósmæðraíélagið vill útvega þau verkfæri. I þeim tilgangi er nú í undirbúningi námskeið í haust fyrir þann hóp Ijósmæðra sem virk- ur verður í kjarabaráttunni. Við viljum heyra frá öllum sem vilja beita sér í kjaramálum. Það er full ástæða til bjartsýni, við höfum sanngjarnan málstað - ekki er til sá stjórnmálaflokkur eða vinnustaður sem ekki skreytir sig á hátíðastundum með slagorðum um afnám kynbundins launamisréttis - nú þurfum við að sjá til þess að framkvæmdin fylgi á eftir. Samstaða ljósmæðra er lykilatriði, eins og skeytið sem barst sjómanni á síðustu öld, ber vitni um: Fæddur sonur svarthærður, Jóhanna sótt, blind, bil- legri... Félagsmál Mikil virkni hefur verið í félagsmálum ljósmæðra síðasta árið hjá hinum ýmsu nefndum og meðal annars var bryddað upp á þeirri nýjung að halda jólaball sem var lítið og notalegt með góðum gestum. Ljósmæðrafélagið hélt tvo hug- arstormsfundi fyrir ljósmæður í vetur, á Akureyri og í Reykjavík. A þeim fundum komu margar hugmyndir fram og er skemmst frá því að segja að félagsmönnum þykir afskaplega vænt um Ljósmæðrafélagið sem að mörgu leyti virkar eins og grasrótarsamtök þar sem margir vinna sjálfboðavinnu af einlægri hugsjón fyrir málstað stétt- arinnar og skjólstæðinga hennar, barns- Ljósmæðrablaðið júm' 2007 43

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.