Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 52
Slefanía Guðmundsdóttir og Helga Sigurð-
ardóttir kynna erindi sitt um nálastungur við
grindarverkjum á meðgöngu.
menningaráhrif, siðfræðilegar vanga-
veltur um fósturgreiningar, fæðing-
arupplifun o.fl. Niðurstöður Marianne
Mead um skynjun Ijósmæðra á áhættu
hjá frumbyrjum í eðlilegu fæðingarferli
voru athyglisverðar, því svo virðist sem
ljósmæður vanmeti líkur á að þessi hópur
fæði eðlilega. Oft voru miklar umræður
eftir fyrirlestrana og mátti heyra bæði í
mörgum fyrirlestrum og í umræðum á
eftir að ljósmæður telja, nú sem fyrr, að
mikilvægt sé að hafa tíma til að vera hjá
konunum og sinna þeim á þeirra eigin
forsendum. Sem sagt að gefa sér tíma til
að sitja yfir konunum.
Einn er sá þáttur sem er ómetanlegur
á svona ráðstefnum en það er að hitta
aðrar ljósmæður, mynda þessi tengsl
við umheiminn til að heyra og sjá hvað
aðrir eru að gera. Eða eins og sagt er
„að sýna sig og sjá aðra”. Margt bar
á góma í óformlegu spjaili, t.d. höfðu
færeyskar ljósmæður mikinn áhuga á
að ræða málin við íslenskar sveitaljós-
mæður, þar sem þær lifa og starfa við
svipaðar aðstæður, þ.e. á fámennum
stöðum á landsbyggðinni. Einnig voru
Á leiðinni úr boði borgarstjórans í Turku.
danskar ljósmæður með kynningu utan
dagskrár á verkefninu „kendt jordmor”,
sem kynnt er annars staðar í blaðinu.
Á föstudagskvöldinu var svo hóf sem
borgarstjórinn í Turku hélt fyrir ráð-
stefnugesti. Þar var hópur ljósmæðra
sem skartaði þjóðbúningum landa sinna
og má sannarlega segja að þær hafi
skartað sínu fegursta. Galaklæðnaðurinn
var síðan tekinn fram á laugardags-
kvöldinu, þegar ljósmæður komu saman
til kvöldverðar á ráðstefnuhótelinu.
Ýmislegt var þar gert til skemmtunar
m.a. sýndu íslensku ljósmæðurnar á sér
óvænta hlið, þegar „Ljósmæðrakórinn”
steig á svið og hóf upp raust sína og
söng: Hani, krummi, hundur, svín... með
tilheyrandi látbragði. Það var alla vega
mat íslenska hópsins að kórinn hefði
hreinlega slegið í gegn!
Næsta ráðstefna NJF verður í
Kaupmannahöfn árið 2010 og ber hún
yfirskriftina „Practice and science”.
Án efa verður þar hópur íslenskra ljós-
mæðra, enda eru samgöngur til kóngs-
ins Köben okkur frekar hagstæðar.
Valgerður Lísa Sigurðardóttir
Ritstjóramir spjalla. Valgerður Lt'sa,
Inda, Jaana Beversdorf, ritstjóri finnska
Ljósmœðrablaðsins og Sigríður Pálsdóttir.
Hildur Kristjánsdóttir kynnti (á óaðfinnanlegri sœnsku) Itinn nýstofnaða Ljósmœðrakór, sem
sló rœkilega í gegn með laginu: Hani, krummi, hundur, svín...!
52 Ljósmæðrablaðið júní 2007