Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 46
AFVETTVANGI FÉLAGSMÁLA
Störf Fræðslu-
nefndar LMFÍ
og endurmenntunar-
veturinn 2006-2007
Ný nefnd tók til starfa eftir aðalfund
LMFÍ 5. maí 2006.
I nefndinni eru Guðrún Sigríður
Olafsdóttir formaður, Dagný
Ólafsdóttir, Helga Bjarnadóttir, Stefanía
Guðmundsdóttir og Steina Þórey
Ragnarsdóttir. Arið hefur verið nokkuð
viðburðaríkt, haldnar hafa verið fjórar
hringborðsumræður og tvö námskeið.
Fyrstu hringborðsumræður vetrarins
voru haldnar 19. september og mættu
20 ljósmæður. Umræðuefnið kvöldsins
var: „Við sjálfar. Hvað getum við gert
til að styrkja okkur sjálfar og styðja
hver aðra?“ Margt var rætt á hring-
borðsumræðunum sem við getum nýtt
okkur til að efla okkur sjálfar. Til dæmis
var minnt á styrktarsjóð BHM þar sem
félagsmenn geta sótt um ýmsa styrki,
bæði til andlegrar og líkamlegrar ræktar.
Rætt var um mikilvægi þess að tala við
fólk en ekki um fólk til að tryggja betri
starfsanda og að bera virðingu fyrir
samstarfsfólki sínu. Hollsystur voru
nefndar sem mikill styrkur og einnig
samstarfsfélagar. Sú hugmynd kom fram
að gaman getur verið að safna hlutum í
„minjaskrín“ þ.e. að safna saman kort-
um eða gjöfum frá foreldrum sem við
Elví nýtur leiðsagnar Denise Tiran við
fótanudd með ilmkjarnaolíum.
höfum sinnt. Minjaskrín getur minnt
okkur á af hverju við erum í þessari
vinnu og stappað í okkur stálinu, ekki
síst ef við höfum lent í erfiðum málum.
Næstu hringborðsumræður voru
21. nóvember og mættu 27 ljósmæð-
ur að þessu sinni. Umræðuefnið var
námið okkar, fyrr og nú. Við fengum
til okkar góða gesti, þau Braga Þorgrím
Ólafsson sagnfræðing og dr. Ólöfu Astu
Ólafsdóttur lektor í ljósmóðurfræði.
Bragi kynnti fyrir okkur bókina, Sá nýi
yfirsetukvennaskóli eður stutt undirvísun
um yfirsetukvennakúnstina, en bókin var
fyrsta kennslubók í ljósmóðurfræði sem
var gefin út á íslensku. Bragi skrifaði
inngang og skýringar fyrir endurútgáfu
bókarinnar sem kom út í nóvember árið
2006 og bjó hana til prentunar. Hann
rakti sögu bókarinnar og viðtökur hennar
þegar hún var fyrst gefin út, sýndi ýmsar
myndir og stiklaði á stóru um innihald
hennar. Dr. Ólöf Asta Ólafsdóttir tók
síðan við og fjallaði um þróun ljós-
mæðramenntunar á íslandi. í kjölfarið
spunnust umræður um ljósmæðramennt-
un fyrr og nú og einnig um mögulega
þróun ljósmæðramenntunar.
Þriðju hringborðsumræðurnar voru
haldnar þann 15. febrúar og kom Asdís
Ragna Einarsdóttir grasalæknir til að
fræða ljósmæður um nám sitt, hvaða
skjólstæðingar okkar leituðu helst
til hennar og með hvaða vandamál.
Einungis mættu þrjár ljósmæður á þann
fund og er það miður, þar sem hann var
mjög áhugaverður. Þeir sem leita helst
til Asdísar eru konur sem gengur illa að
verða bamshafandi, konur með ógleði
á meðgöngu og foreldrar með óvær
ungabörn. Hún fjallaði um hvaða jurtir
eru mest notaðar og hvað ber að varast
þegar þungaðar konur eru meðhöndl-
aðar.
Síðustu hringborðsumræður vetr-
arins voru haldnar 20. mars. Rætt var
um fyrirburafæðingar og var yfirskrift-
in: „Hvað erum við að gera og hvað
getum við gert betur?“ Voru 18 ljós-
mæður mættar á þennan fund og var þar
á meðal stór hópur ljósmæðranema sem
er ánægjulegt. Við fengum til okkar konu
sem hafði fætt tvíbura fyrir tímann og
sagði hún okkur frá sinni reynslu, bæði
af Kvennasviðinu og af Vökudeildinni.
Helga Bjamadóttir ljósmóðir sagði frá
annarri konu sem hafði fætt fyrir tímann
og var áhugavert að heyra hversu ólíkar
sögur þeirra voru. Talsverðar umræður
spunnust í kringum þessar frásagnir og
46 Ljósmæðrablaðið júm' 2007