Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 22
varðandi streitustig og upplifun af því
að byrgja áhyggjur/tilfinningar inni.
Samkvæmt niðurstöðum virðist það
ekki hafa áhrif á tíðni þunglyndisein-
kenna að konur hafi upplifað mikið álag
á meðgöngunni. Nánari niðurstöður
sjást í töflu 28.
Varðandi tengsl streitu eftir fæðingu
og þess að finna fyrir miklu álagi á
meðgöngu kom í ljós að 22% þeirra
sem hafa merki streitu eftir fæðingu
höfðu svarað spurningu um hvort þær
fínndu fyrir miklu álagi á meðgöngunni
játandi.
Tengsl þunglyndis og
foreldrastreitu
við bakgrunn og bernsku
A meðan 30% þeirra sem hafa orðið
fyrir áfalli í uppvexti sýna merki þung-
lyndis gildir það sama um eingöngu
12,7% þeirra sem hafa ekki upplifað
áfall í uppvexti sínum. Tengsl áfalla í
uppvexti og þunglyndiseinkenna sjásl
í töflu 31.
Niðurstöður varðandi áfall í uppvexti
og streitustig eftir fæðingu sjást í töflu
32.
Varðandi tengsl sjúkrahúslegu í
bernsku og þunglyndiseinkenna kom
eftirfarandi í ljós.
Tengsl streitu og sjúkrahúslegu í
bernsku sjást í töflu 34.
Hvað varðar þunglyndiseinkenni eftir
fæðingu og tengsl þeirra við erfíðleika
foreldra konunnar kom eftirfarandi í
ljós:
Tengsl streitu eftir fæðingu og erf-
iðleika foreldra konunnar sjást í töflu
36.
Niðurstöður varðandi þunglyndi og
það að konan hafí ekki lokið grunnskóla
sjást í töflu 37.
Tengsl streitustigs eftir fæðingu og
þess að kona hafi ekki lokið grunnskóla
sjást í töflu 38. Þess ber að geta að hér
er um mjög fáar konur að ræða.
Hvað varðar tengsl milli þunglynd-
iseinkenna og erfiðleika á uppvaxtarár-
um sést í töflu 39 að hlutfall þeirra
kvenna sem greinast með þunglynd-
iseinkenni er mun hærra í þeim hópi
sem átti í erfiðleikum á uppvaxtarárum
en í hópnum sem ekki átti við slíka erf-
iðleika að etja.
Varðandi tengsl streitustigs og erf-
iðleika á uppvaxtarárum sést að hlutfall
þeirra kvenna sem upplifa hátt streitu-
stig er það sama meðal hópsins sem átti
í erfiðleikum á uppvaxtarárum og hjá
hópnum sem ekki átti í erfiðleikum á
þeim árum.
Erfið reynsla af fyrri fæðingu Tafla 25. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals
Já 82,4% 17,6% 100% (N=17)
Nei 84,1% 15,9% 100% (N=82)
Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99)
Erfið reynsla af fyrri fæðingu Tafla 26. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals
Já 93,8% 6,2% 100% (N=16)
Nei 86,3% 13,8% 100% (N=80)
Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96)
Byrgir áhyggjur/ tilfinningar inni Tafla 27. Engin merki þunglyndis Merki urn þunglyndi Samtals
Já 100% 0 100% (N=8)
Nei 83,2% 13,8% 100% (N=91)
Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99)
Byrgir áhyggjur/ tilfinningar inni Tafla 28. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals
Já 75% 25% 100% (N=8)
Nei 88,6% 11,4% 100% (N=88)
Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=99)
Finnur fyrir miklu álagi Tafla 29. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals
Já 83,3% 16,7% 100% (N=18)
Nei 84,0% 16,0% 100% (N=81)
Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99)
Finnur fyrir miklu álagi Tafla 30. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals
Já 77,8% 22,2% 100% (N= 18)
Nei 89,7% 10,3% 100% (N=78)
Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96)
Áfall í uppvexti Tafla 31. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals
Já 70,0% 30,0% 100% (N=20)
Nei 87,3% 12,7% 100% (N=79)
Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99)
Áfall í uppvexti Tafla 32. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals
Já 84,2% 15,8% 100% (N= 19)
Nei 88,3% 11,7% 100% (N=77)
Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96)
22 Ljósmæðrablaðið júnf 2007