Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 34
Hefur skipulag mæðraverndar
verið að þróast í rétta átt?
Skipulag mæðraverndar hefur tekið
talsverðum breytingum á undanförnum
árum og það er því ekki óeðlilegt að
spurt sé hvort þjónusta við verðandi
mæður hafi verið að þróast í rétta átt.
Sé horft 10-15 ár aftur í tímann þá
var mæðravemd sinnt annars vegar af
heilsugæslustöðvum og hins vegar af
Kvennadeild Landspítalans. A þessum
tíma vantaði mikið upp á að ljósmæður
væru starfandi á öllum heilsugæslustöð-
um, auk þess sem talsvert skorti á að búið
væri að byggja upp heilsugæsluþjónustu
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig vom menn
sammála um að aðstaða fyrir mæðravernd
á Kvennadeild þyrfti að vera betri.
Meginhugsunin á bak við þetta
skipulag var að heilsugæslan ætti að
sinna almennri mæðravernd, en að
Kvennadeildin ætti að sjá urn konur
í áhættumeðgöngu. Kvennadeildin
sinnti hins vegar mun fleiri konum en
þeim senr voru í áhættu og því varð
sú þjónusta sem deildin veitti blanda
af þjónustu vegna áhættumeðgöngu og
almennri mæðravernd. Ein ástæða fyrir
því að deildin hélt sig ekki eingöngu við
áhættumeðgöngu var sú að Landspítalinn
taldi nauðsynlegt að læknanemar kynnt-
ust líka konum t eðlilegri meðgöngu.
Á árunum 1996-98 var talsvert rætt
um það innan og utan Landspítalans
að eðlilegra væri að öll mæðravernd
færi til heilsugæslunnar. Niðurstaðan
varð sú að stíga þetta skref og í árs-
byrjun 2000 tók heilsugæslan alfarið
yfír mæðravernd á höfuðborgarsvæðinu.
Mæðraverndin fékk rúmgott húsnæði
á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg
og þar var byggð upp öflug þjónusta við
verðandi mæður. Gerður var samningur
milli Landspítala og Heilsugæslunnar
í Reykjavík sem fól meðal annars í
sér að Landspítalinn lagði til eina
stöðu sérfræðings í áhættumeðgöngu,
enda var Miðstöð mæðravemdar á
Heilsuverndarstöðinni ætlað að sinna
konum í áhættumeðgöngu. Miðstöð
mæðraverndar var því ætlað að sinna
almennri mæðravernd, áhættumeð-
göngu og fræðslu og leiðbeiningum til
ljósmæðra á heilsugæslustöðvum.
Egill Ólafsson,
blaðamaður á Morgunblaðinu
Sigríður Sía Jónsdóttir, fyrrverandi
yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar,
sagði að Miðstöð mæðraverndar hefði
frá upphafí sinnt bæði konum í eðli-
legri meðgöngu og áhættumeðgöngu.
Fljótlega hefði deildin hins vegar farið
að beina konum í eðlilegri meðgöngu
markvisst út á heilsugæslustöðvarnar.
Þetta hefði verið gert með því að gera
greiningu í gegnum síma um leið og
konumar pöntuðu tíma með það að
markmiði að greina frá konur sem væru
í áhættu eða hefðu sögu sem kallaði
á aukið eftirlit. Sigríður Sía sagði að
það hefði kostað talsvert átak að koma
málum í það horf að þorri kvenna leitaði
í mæðraskoðun á heilsugæslustöðvum,
en þetta hefði tekist og hefði undir lokin
verið farið að ganga mjög vel.
Samhliða þessari breytingu fóru
heilsugæslustöðvarnar að ráða fleiri ljós-
mæður til starfa og hækka starfshlutfall
þeirra. Áður vom víða engar ljósmæður
starfandi á heilsugæslustöðvum eða í
lágu starfshlutfalli.
Gallar á skipulagi
Margrét Hallgrímsson, sviðsstjóri á
Kvennadeild, sagði að þó ágætlega
hefði gengið að byggja upp þjónustu á
Miðstöð mæðraverndar hefði fljótlega
komið í ljós að vissir gallar voru á fyr-
irkomulaginu sem leitt hefðu til þess að
þjónusta við sumar konur var ekki eins
og best var á kosið. Hún sagðist eink-
um eiga þar við konur sem við eftirlit á
heilsugæslustöð hefðu verið með vanda-
mál sem hefðu þurft nánari skoðunar við.
Þessum konum hefði verið bent á að leita
til Miðstöðvar mæðraverndar, en sumar
þessara kvenna hefðu verið með alvarleg
vandamál sem Miðstöð mæðraverndar
hefði ekki ráðið við og því hefði þeim
verið vísað áfram til Kvennadeildar.
Þessum konum hefði hins vegar strax átt
að vísa til Kvennadeildar.
Margrét sagði að þegar búið var að
gera nauðsynlegar rannsóknir á kon-
unum á Kvennadeild hefði komið upp
sú spurning hvert konurnar ættu að fara.
Áttu þær að vera áfram undir eftirliti
á Kvennadeild, Miðstöð mæðraverndar
eða á heilsugæslustöð?
Sigríður Sía sagði að vandamálið
hefði að sínu mati fyrst og fremst
snúist um að það hefði aldrei verið
gengið endanlega frá þessum hlutum
milli Miðstöðvar mæðraverndar og
Kvennadeildar. Miðstöð mæðraverndar
hefði alltaf verið háð Kvennadeild um
ýmsar rannsóknir sem tengjast áhættu-
meðgöngu. Miðstöðin hefði aldrei feng-
ið allan þann tæknibúnað sem hún hefði
þurft á að halda til að geta sinnt full-
komlega þjónustu við konur í áhættu.
Hún hefði aldrei fengið mónitor og
sónar og eins hefði ekki verið hægt að
gera allar nauðsynlegar mælingar, t.d. á
konum með of háan blóðþrýsting.
Sigríður Sía sagði að Miðstöð mæðra-
verndar hefði eftir sem áður sýnt fram
á að starfsfólk deildarinnar réði við
það verkefni að sinna konum í áhættu.
Þar hefði byggst upp mikil þekking
og starfsfólkið hefði haft fulla burði til
að sinna konum í áhættumeðgöngu allt
fram að þeim tíma að nauðsynlegt varð
að leggja þær inn.
Margrét sagði, eins og Sigríður Sía,
að þó Miðstöð mæðraverndar hefði
verið að sinna áhættumeðgöngu hefði
hana vantað búnað til að gera ákveðnar
rannsóknir þegar um var að ræða grun
um tiltekin vandamál. Þarna hefði því
skort á að fyrirkomulag þjónustuunai'
væri sem best var á kosið.
Það er ljóst af orðum Margrétar að
34 Ljósmæðrablaðið júnf 2007