Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 20
Hvað varðar niðurstöður úr streitu- kvarðanum og tengsl niðurstaðna úr honum við svör varðandi afbrigði í fyrri fæðingum eða sögu um fósturlát þá er greint frá niðurstöðum í töflu 8. Félagslegar aðstæður á meðgöngu og tengsl við foreldrastreitu og þunglyndi eftir fæðingu Varðandi þunglyndiseinkenni og búsetu hjá foreldrum/tengdaforeldrum kom í ljós að af þeim sem bjuggu hjá for- eldrum/tengdaforeldrum sýndu 41,7% merki um þunglyndi á meðan 12,6% hópsins sem bjó ekki hjá foreldrum/ tengdaforeldrum sýndu samsvarandi merki. Nánari niðurstöður sjást í töflu 9. Búseta hjá foreldrum/tengdaforeldr- um virtist einnig hafa áhrif á streitu. Þannig sýndu 25% þeirra sem bjuggu hjá foreldrum/tengdaforeldrum merki streitu en einungis 10,7% þeirra sem ekki bjuggu hjá foreldrum/tengdafor- eldrum. Niðurstöður sjást nánar í töflu 10. Niðurstöður varðandi fyrri sambúðir og tengsl við þunglyndiseinkenni eru sýndar í töflu 6. Athyglisvert er að merki um þunglyndi greinast hjá 25% kvenna sem hafa áður verið í sambúð samanborið við 14% þeirra sem hafa ekki áður verið í sambúð. Streitueinkenni eru einnig tíðari hjá konum sem eiga fyrri sambúð að baki en 20% þeirra kvenna mælast með hækkað streitustig samanborið við 11,1% þeirra kvenna sem ekki hafa áður verið í sam- búð. Nánari niðurstöður eru í töflu 12. Varðandi tengsl þunglyndiseinkenna og þess að kona hefur lítil tengsl við barnsföður, þá virðast lítil tengsl við barnsföður ekki hafa áhrif á þunglynd- iseinkenni. Þetta sést í töflu 13. Niðurstöður varðandi streitu og það hvort lítil tengsl séu við barnsföður sýna að nær enginn munur er á streitustigi kvenna eftir því hvort lítil tengsl eru við bamsföður eða ekki. Tafla 14 sýnir þetta. Niðurstöður varðandi þunglyndisein- kenni og ónógan stuðning frá umhverfi sjást í töflu 8. Þar kemur meðal annars fram að 40% kvenna sem hafa upplifað ónógan stuðning sýna merki um þung- lyndi á móti 14,9% kvenna sem hafa ekki upplifað ónógan stuðning. Nánari niðurstöður sjást í töflu 15. Varðandi streitustig sést í töflu 16 að ónógur stuðningur hefur áhrif á streitu- stig kvenna þar sem 60% kvenna sem Býr hjá foreldrum/ tengdaforeldrum Tafla 9. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já 58,3% 41,7% 100% (N=12) Nei 87,4% 12,6% 100% (N=87) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Tafla 10. Býr hjá foreldrum/ tengdaforeldrum Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já Nei 75,0% 89,3% 25,0% 10,7% 100% (N= 12) 100% (N=84) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Tafla 11. Fyrri sambúðir Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já Nei 75% 85,5% 25,0% 14,5% 100% (N= 16) 100% (N=83) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Fyrri sambúðir Tafla 12. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já 80,0% 20,0% 100% (N=15) Nei 88,9% 11,1% 100% (N=81) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Lítil tengsl við barnsíoður Tafla 13. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já 85,7% 14,3% 100% (N=7) Nei 83,7% 16,3% 100% (N=92) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Lítil tengsl við barnsfbður Tafla 14. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já 85,7% 14,3% 100% (N=7) Nei 87,6% 12,4% 100% (N=89) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Tafla 15. Ónógur stuðningur frá umhverfí Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já Nei 60,0% 85,1% 40,0% 14,9% 100% (N=5) 100% (N=94) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Tafla 16. ** (SM= 0,001) Ónógur stuðningur frá umhverfí Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já Nei 40,0% 90,1% 60,0% 9,9% 100% (N=5) 100% (N=91) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) 20 Ljósmæðrablaðið júm' 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.