Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Side 36

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Side 36
„Kendt jordemoder” Rannsóknarverkefni með nútíma umdæmisljósmæður í Danmörku Síðustu þrjú ár hefur nýstárlegt fyrír- komulagveriðreyntáLjósmœðrastofunni í Alaborg. Nýstáríegt eða ekki, það er nýttfyrir okkur nútímaljósmœðrum en í raun byggt á gamla umdœmisljósmœðra- kerfinu sem enn er vísir að á Islandi þar sem einungis ein eða tvœr Ijósmœður starfa. Tilraunaverkefnið byggðist á því að tvœr Ijósmœður önnuðust 240 konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á tveggja ára tímabili. Verkefirið er hér kynnt í stórum dráttum. Bakgrunnur I Alaborg sem öðrum bæjum Danmerkur, vinna ljósmæður einn dag í viku við mæðravemd á Ljósmæðrastofunni (Jordemodercenter) en hina dagana vinna þær á fæðingardeildinni. Hvortveggja er rekið af sýslunni. Þó svo að ljósmæð- urnar vinni bæði við mæðravernd og fæðingahjálp, er það undir hælinn lagt hvort skjólstæðingamir fái „sína ljós- móður” í fæðingunni. Fjöldi mæðraskoðana hjá ljósmóður eru þrjár fyrir fjölbyrju og 5-6 fyrir frumbyrju en þess utan skoðar heimilis- læknir konurnar þrisvar sinnum á með- göngunni. Konum sem þurfa að hitta fæðingalækni er vísað á göngudeild kvenna (Svangreambulatorium) og þar fara einnig fram ómskoðanir. Danskar ljósmæður hafa fyrir löngu síðan misst sængurlegu frá sér vegna manneklu á sængurkvennadeildum en þar starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkra- liðar. Það er því ekki vani að ljósmæður annist sængurkonur lengur en þær tvær klukkustundir sem þær dvelja á fæðing- ardeildinni en konum er boðið upp á sængurleguviðtal við Ijósmóðurina sem var með þeim í fæðingu. Rannsóknarverkefnið - Projekt Moderne Distriktsjordemoder Markmið rannsóknarverkefnisins var að láta reyna á aðra uppbyggingu af ljósmæðraþjónustu en hina hefðbundnu, sem hefði það fyriraugum að ná hámarks samfellu, viðkynnum og öryggi í þjón- ustunni. Sérstök áhersla var lögð á að skoða vinnuaðstæður ljósmæðranna. Verkefnið var rekið í tvö ár (júní 2004 til júní 2006) með tveimur ljós- mæðrum sem önnuðust 240 barnshaf- andi og fæðandi konur. Ljósmæðurnar skiptu vinnunni á milli sín þannig að alltaf væri önnur hvor þeirra á vakt. Til samanburðar var hefðbundin bameign- arþjónusta á sama stað. Hvers vegna tvær Ijósmæður? Það kann að þykja ómanneskjulegt fyrir hvern sem er að vera á bakvöktum heilu vikurnar og hvers vegna þá ekki að hafa fleiri ljósmæður og léttari byrði? Álaborgarljósmæðurnar telja mikilvægt að einungis séu tvær um dæmisljós- mæður í teymi og fullyrða að l barnshafandi I kona geti ekki ' tengst fleiri en tveimur ljós- mæðrum í einu. Fleiri ljósmæður þyrftu líka fleiri skjól- stæðinga og því væm meiri líkur á að fæðingar rækjust á. Það hefði í för með sér að færri konur fæddu hjá umdæmisljósmæðrunum og fengju því ekki þá samfellu sem þær væru að sækj- ast eftir með því að veija umdæmisljós- móður. Fleiri yrðu því óánægðar með þjónustuna og það finnst ljósmæðrunum ekki vera þess virði. Fyrírkomulag þjónustunnar Umdæmisljósmæðumar tvær skiptu með sér vöktum þannig að hvor þeiira var viku í senn á bakvakt. Einn dag í viku var mæðravernd og voru þá báðar ljósmæðurnar til staðar. Þær bókuðu 10 konur á mánuði, þ.e. 120 konur á ári og önnuðust þær í gegnum meðgöngu, fæðingu og tvo klukkutíma eftir fæð- inguna. Allar konur gátu verið með í verkefninu. Samskipti við fæðingardeild Samstarfsljósmæðumar á fæðing- ardeildinni voru jákvæðar út í verkefnið vegna þess að þær töldu það mikilvægt og eins vissu þær að umdæmisljós- mæðurnar tvær fengu sömu laun og þær. Þess var einnig gætt að þrátt fyrir að sjúkrahúsið væri stolt af verkefn- inu og umdæmisljósmæðrunum sínum, fengu aðrar ljósmæður skýr skilaboð um ágæti sitt. Mikil áhersla var lögð á að umdæmisljósmæðurnar gengju ekki í önnur störf á fæðingardeildinni en þau sem tilheyrðu þeirra konum og var það talið hjálpa að fæðingarstofan þeirra var staðsett langt frá öðrum fæðingarstof- um. Ljósmóðirin sem var í fríi þá vik- una, var ekki kölluð út þrátt fyrir að tvær fæðingar rækjust á eða Ijós- móðirin á vakt- k inni væri búin a að vinna lengur I án hvíldar en W forsvaranlegt 7 var eða ef hún veiktist. I þessum tilvikum hjálpuðu ljósmæður á fæðing- ardeildinni til. Mædraverndin Fjöldi ljósmæðraskoðana í mæðravemd var sá sami og tíðkaðist á staðnum, þ.e. þrjár til fjórar skoðanir fyrir fjölbyrjur og fimm til sex fyrir frumbyrjur. Þar að auki fengu konurnar þrjár skoðanir hjá heimilislækni að danskri venju. Um 30% fjölbyrja hefði viljað fá fleiri skoð- anir hjá ljósmæðrunum þar sem þrjú skipti duga tæplega til að byggja upp sambandið á milli konu og ljósmóð- ur. Umdæmisljósmæðurnar bókuðu tíu konur á mánuði og dreifðist því fæð- ingafjöldinn jafnt yfir árið. Mæðravernd var sem fyrr segir einn dag í viku. Báðar ljósmæðurnar voru viðstaddar skoð- anirnar og var ánægja með það, bæði hjá ljósmæðrunum og skjólstæðingunum. Fæðingin Konumar völdu á milli þess að fæða á fæðingardeildinni eða heima. Þær hringdu í ljósmóðurina snemma í fæð- ingunni þar sem umsamið var að það 36 Ljósmæðrablaðið júnf 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.