Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 38
Hugleiðingar um skimun fyrir HIV á meðgöngu / dreifibréfi Landlœknisembœttisins nr. 4 (2001) er minnt á mikilvœgi þess að bjóða öllum verðandi mœðrum rann- sókn á HIV mótejhum, m.a. vegna þess að flestir þeirra sem greinast með HIV smit nú á dögum eru ungt gagnkynhneigt fólk. I staifi mínu sem Ijósmóðir leita ég eftir upplýsingum um niðurstöður rannsókna í mœðraskrám þeirra kvenna sem ég er að sinna. Það hefur vakið athygli mína hve stór hluti kvenna hefur ekki þegið mœlingu á HIV mótejhum en undantekningalaust er rannsakað hvort kona hafi sýfilis. Ég velti því fyrir mér hvort skimun fyrir HIV á Islandi sé til- viljanakennd eða hvort öllum konum sé boðið markvisst upp á slíka rann- sókn. Getur verið að allar konur þiggi rannsókn á sýfilis en afþakki rannsókn á HIV mótefnum? Kona nokkur sem sendi okkurfyrirspurn á www.ljosmodir. is hefur a.m.k. ekki meðtekið eðafengið upplýsingar um þœr rannsóknir sem hún fór í, því hún spyr: „Ég er komin 20 vikur á leið og fór í blóðprufu fyrir nokkrum vikum, en gleymdi að spyrja Ijósmóðurina hvað vœri verið að taka og af hverju I þessari grein ætla ég að fjalla um skimun fyrir HIV á meðgöngu og hlut- verk ljósmæðra í því sambandi. Eg mun fjalla um ávinning þess fyrir hina verð- andi móður og fjölskyldu hennar að þiggja slíka rannsókn og gildi þess fyrir samfélagið að bjóða öllum barnshafandi konum upp á slíka rannsókn. Ávinningur, áhætta og kostnaður í leiðbeiningum National Institute for Clinical Excellence um meðgönguvernd sem gefnar voru út árið 2003 er mælt með HIV skimun á meðgöngu. Fagfólk á sviði meðgönguverndar virðist vera sammála um að bjóða öllum konum upp á rannsókn á HIV mótefnum á meðgöngu. Það vekur þó athygli að í könnun sem gerð var hér á landi á vegum sóttvarnalæknis kom fram að einungis voru mæld HIV mótefni hjá 40% kvenna á meðgöngu árið 2004 Anna SigríðurVernharðsdóttir; Ijós- móðir á fæðingardeild LSH og meistaranemi í Ijósmóðurfræðum við University of Sheffield. (Sigurlaug Hauksdóttir, munnleg heim- ild, 30. október 2006). Það er enginn vafi á því að það er mikill ávinningur fyrir barnshafandi konu að vita ef HIV sýking er til staðar því það er svo margt sem hægt er að gera til að bæta líf konunnar, líf ófædda barnsins hennar og jafnvel annarra í fjölskyldunni. Þegar talað er um skimun almennt þarf að huga að nokkrum þáttum. Aðferðin sem notuð er við skimunina þarf að vera án áhættu fyrir skjólstæð- inginn og þarf að gefa áreiðanlegar niðurstöður. Það þarf að vera einhver ávinningur fyrir skjólstæðinginn að þiggja rannsóknina, þ.e. lækning eða meðferð sem eykur lífsgæði þarf að vera í boði. Fyrir þjóðfélagið skiptir auðvitað máli að skimun fyrir sjúkdóm- um sé hagkvæm. Almenna aðferðin við mælingu HIV mótefna felur í sér að tekin er blóðprufa en einnig er mögulegt að rannsaka þvag og munnvatn (CDC, 2006) og því hlýtur mæling á HIV mót- efnum að teljast áhættulítil rannsókn. Blóðrannsóknin gefur áreiðanlegar nið- urstöður, þó falskt jákvæðar niðurstöður komi einstaka sinnum upp þá er það mjög óalgengt. í þeim tilvikum getur önnur rannsókn gefið áreiðanlega nið- urstöðu. Ef metinn er kostnaður við HIV skimun til móts við ávinning er hann minni en af öðrum skimunarpróf- um sem notuð eru, ef marka má úttekt Ziegler og Graves (2004) frá Ástralíu. Lyfjameðferð, fæðingarmáti og brjóstagjöf Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarna- sviði Landlæknisembættisins hefur ekk- ert barn smitast af móður á meðgöngu, í fæðingu eða við brjóstagjöf hér á landi (Sigurlaug Hauksdóttir, munnleg heim- ild, 30. október 2006). Lyfjameðferð móður með andretró- veirulyfjum á meðgöngu dregur úr líkum á smiti til bams (Volmink og Mahlati, 2006). Ákvörðun um fæð- ingarmáta byggð á veirumagni í blóði móður og að sneiða hjá brjóstagjöf eru þættir sem nú eru taldir geta minnkað venilega líkur á smiti frá móður til barns (Jones, 2003; McGowan og Shah, 2000; Volmink og Mahlati, 2006). Framfarir hafa orðið í þekkingu á þessu sviði því fyrir nokkrum áram voru taldar minni líkur á smiti frá móður til bams ef það var tekið með keisaraskurði en nú er talið að fæðing um fæðingarveg auki ekki líkur á smiti ef veirumagn í blóði móður er lágt (Jones, 2003). HIV sýk- ing rnóður hefur verið algjör frábending frá brjóstagjöf og mælt er með því að sleppa alveg brjóstagjöf á þeim svæðum þar sem kostur er á að gefa nýburum þurrmjólk blandaða með ómenguðu vatni (Miller, 2006). Á þeim svæðum heimsins þar sem vatn er megnað hefur brjóstagjöf verið talin betri við þess- ar aðstæður. Niðurstöður rannsóknar Coutsoudisa, Pillaya, Kuhnb, Spoonera, Tsaic, og Coovadiaa (2001) sem gerð var í Suður Afríku er athyglisverð því tíðni HIV smits hjá 118 börnum HIV smitaðra mæðra sem eingöngu voru á brjósti var ekki hærri við sex mánaða aldur en hjá börnum sem aldrei höfðu fengið brjóst. Það bendir margt til þess að mögulegt verði að draga úr HIV 38 Ljósmæðrablaðið júnf 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.