Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 39

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 39
smiti frá móður til bams í þróunarlönd- unum með því að mæla með brjóstagjöl' eingöngu því það þykir sýnt að ef barn fer aðra fæðu með brjóstamjólkinni er um helmingi meiri hætta á smiti en hjá Þeim sem eru eingöngu á brjósti (Iliff 2005; Coutsoudisa o.fl. 2001). Getum gert betur Kevin De Cock læknir hjá Alþjóða heil- f’rigðismálastofnuninni hvetur lækna í heiminum til þess að fá fólk í auknum mæli til þess að fara í HIV próf því níu af hverjum tíu HIV smituðum vissu ekki uð þeir væru með sjúkdóminn („Læknar heims hvattir til að fá sjúklinga í HIV- °g alnæmispróf2006). Eg tel að ljósmæður geti gert enn betur þegar kemur að því að bjóða konum rannsókn á HIV mótefnum á uieðgöngu. Ef til vill er gagnlegt að 8eru leiðbeiningar um HIV skimun á meðgöngu. Reynolds (2004) fjallar um gerð slíkra leiðbeininga og gagnsemi Þeirra m.a. um þær upplýsingar sem 8°tt er að gefa þegar verið að bjóða konum þessa rannsókn og upplýsingar sem gott er gefa eftir rannsóknina hvort sem mótefni mælast eða ekki. í rann- sókn Campbell og Bernhardt (2003) kom fram að flestar konurnar sem þáðu ekki rannsókn á HIV mótefnum á með- göngu (77%) gerðu það vegna þess að þær töldu sig ekki vera í áhættuhóp. Kannski væri gagnlegt að spyrja konur hvers vegna þær vildu ekki þiggja rann- sóknina, ræða það síðan nánar, án þess þó að þvinga þær til að þiggja hana. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarna- sviði Landlæknisembættisins eru ekki til tölur um það hve margar verðandi mæður hafi greinst með HIV á nteð- göngu hér á landi en vitað er að árið 2004 greindist ein kona með HIV á með- göngu (Sigurlaug Hauksdóttir, munnleg heimild, 30. október 2006). Að lokum Fagleg vinnubrögð fela í sér að gefa skjólstæðingum áreiðanlegar upplýs- ingar þannig að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Ljósmæður gegna hér mik- ilvægu hlutverki í að veita barnshafandi konum og fjölskyldum þeirra upplýs- ingar um ávinning af því að þiggJa rann- sókn á HIV mótefnum á meðgöngu. Heimildaskrá Campbell, T. og Bernhardt, S. (2003). Factors that contribute to women declining ante- natal HIV testing. Health Care for Women International, 24, 544-551. Centers for Disease Control and Prevention (CDC) (2006). National HIV Testing Resources. Centers for Disease Control and Prevention (CDC). Upplýsingar fengnar á veraldarvefnum 8. janúar 2006: http://www. hivtest.org/subindex.cfm?FuseAction=FAQ Coutsoudisa, A., Pillaya, K., Kuhnb, L., Spoonera, E., Tsaic, W.Y. og Coovadiaa, H.M. (2001). Method of feeding and trans- mission of HlV-1 from others to children by 15 months of age: prospective cohort study from Durban, South Africa. AIDS, 15 (3), 379-387. Iliff, P.J., Piwoz, E.G., Tavengwa, N.V., Zunguza, C.D., Marinda, E.T., Nathoo, K.J., Moulton, L.H. og Ward, B.J. (2005). Early exclusive breastfeeding reduces the risk of postnatal HIV-1 transmission and increases HlV-free survival. AIDS, 19, 699-708. Jones, L. (2003) Perinatal HIV Transmission and Birth Optionsfor HIV positive Mothers. The Positive Aware Network. Upplýsingar fengnar á veraldarvefnum 14. janúar 2006: http://www.tpan.com/publications/positive- ly_aware/sep_oct_03/treatment_series_peri- natal.html Landlæknisembættið (2001). Tilkynning sótt- varnalæknis um skimun verðandi mæðra fyrir mótefnum gegn rauðum hundum, HIV og lifrarbólguveiru B (hepatitis B). Dreifibréf Landlœknisembœttisins (4). Læknar heims hvattir til að fá sjúklinga í HIV- og alnæmispróf (2006). Upplýsingar fengnar áveraldarvefnum 14. ágúst2006: http://www. mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid= 1218020 McGowan, J.P. og Shah, S.S. (2000). Prevention of perinatal HIV transmission during pregnancy. Journal of Antimicrobial Chemotherapy, 46(5), 657-68. Miller, N. (2006). HIV and Breastfeeding: What we do and don’t know in 2005. MidwiferyToday, (spring). National Institute for Clinical Excellence (2003). Antenatal care Routine care for the healthy pregnant woman. National Institute for Clinical Excellence. Reynolds, K. (2004). Development of antena- tal HIV test guidelines. British Joumal of Midwifery, 12 (II), 694-697. Volmink, J. og Mahlati, U. (2006). HIV: mot- her to cliild transmission. Clinical Evidence (15), 955-964. Ziegler, J.B. and Graves, N (2004). The time to recommend antenatal HIV screening for all pregnant women has arrived. The Medical Journal of Australia, 181 (3), 124-125. Fróðlegt efni um HIV og AIDS www. aidsmap. com www.ljosmodir.is Ljósmæður Lausar eru til umsóknar stööur Ijósmæöra á kvennadeild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Um erað ræða 100% stöður. í vaktavinnu. Möguleiki á hlutastarfi eða sumarstarfi. Hæfniskröfur eru próf frá viðurkenndri stofnun hjúkrunar- og Ijósmóðurmenntunar. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu. Næsti yfirmaður er hjúkrunardeildarstjóri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Ljósmæðrafélags íslands eða Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra. Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunardeild- arstjóri í síma 4630135 eða netfang inda@fsa.is og Þóra Akadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar í síma 4630273 og eða netfang: thora@fsa.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Þóru Ákadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar í síma 4630273 og eða netfang: thora@fsa.is Öllum umsóknum verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Ljósmæðrablaðið júní 2007 39

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.