Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 28
„Sá nýi yfirsetukvennaskóli“ Uppruni og viðtökur Útdráttur / greininni er rakin sagafyrstu bókarinn- ar um yfirsetukvennafrœði sem kom út á íslensku. Bókin ber titilinn Sá nýi yfir- setukvennaskóli og kom út á Hólum í Hjaltadal árið 1749. Forgöngumaður útgáfunnar var Halldór Brynjólfsson Hólabiskup (1692-1752) sem taldi nauðsynlegt að yfirsetukonurfengju gott frœðsluefni á sviði fœðingafrœða, en á þessum tíma var frœðsla yfirsetukvenna í höndum presta og þá einkum af trúar- legum toga. Sá nýi yfirsetukvennaskóli er þýð- ing á danskri bók, Nye Jorde-Moder- Skole sem danski læknirinn Balthazar Johann de Buchwald (1697-1763) gaf út árið 1725. Buchwald hafði notið kennslu ýmissa þekktra lœrimeistara á sviði lœknisfrœði á meginlandi Evrópu áfyrri hluta 18. aldar. Bók Buchwalds er þó að miklu leyti þýðing á sœnskri bók eftir lœkninn Johann von Hoorn (1662-1724) sem kom út árið 1715, en meginefni hennarmá rekja til bókarsem Hoorn gaf út árið 1697 og var fyrsta bókin um yfirsetukvennafrœði sem kom út í Svíþjóð. Hoorn lœrði í París hjá þekktum lœrimeisturum og jafnframt hjá franskri ljósmóður á Hðtel-Dieu í París. Arið 1760 var landlœknisembœttið stofnað hér á landi og ári síðar var farið að nota Yfirsetukvennaskólann við frœðslu yfirsetukvenna. 1 bréfasafni Bjarna Pálssonar landlœknis (1719- 1779) má sjá að bókin fékk blendn- ar viðtökur sem hann taldi að mœtti rekja til feimni og andúðar á nýjung- um. Utgáfu Yfirsetukvennaskólans má þó telja merkilegt framtak, en finna má heimildir um að bókin hafi verið mikils metin hjá yfirsetukonum þegarfrá leið. í nóvember í fyrra kom út bókin Sá nýi yfirsetukvennaskóli.1 Bókin kom upp- haflega út árið 1749 og er fyrsta ritið um ljósmóðurfræði sem var gefið út á íslensku. Yfirsetukvennaskólinn, eins og bókin hefur verið nefnd, var notuð við kennslu yfirsetukvenna þegar formleg Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræð- ingur á handritadeild Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafn. * Ritrýnd grein Balthazar Johann De Buchwald Sá nýi YFIRSETUKVENN ASKÓLI EÐUR STUTT UNDIRVÍSUN UM YFIRSETUKVENNAKÚNSTINA BrAGI l>ORGRÍ MI.IR ÓLAFSSON BJÓ TIL PRENTUNAR OG RITAÐI INNGANG SÖG USPBKING ASTIFTI HAFNARFIRÐI MMVI Sá nýi yfirsetukvennaskóli. Útgáfan frá 2006. Bókin var gefin út með styrk frá Ljósmœðrafélagi Islands. fræðsla þeirra hófst á vegum lands- læknisembættisins árið 1761. Saga bók- arinnar er nokkuð forvitnileg, og má rekja efni hennar til ýmissa frumkvöðla í fæðingarfræðum á meginlandi Evrópu í lok sautjándu aldar og í upphafi þeirr- ar átjándu. I þessari grein er stuttlega greint frá sögu bókarinnar. Tilurð útgáfunnar Um miðja átjándu öld var ekkert formlegt heilbrigðiskerfi hér á landi. Landlæknisembættið var ekki stofnað fyrr en 1760 og fram að þeim tíma sáu prestar að miklu leyti um ýmis málefni sem lutu að heilbrigðismálum. Þeir sáu til að mynda um fræðslu yfir- setukvenna, en sú fræðsla var þó að mestu af trúarlegum toga. Um miðja öldina taldi biskupinn á Hólum, Halldór Brynjólfsson (1692-1752), nauðsynlegt að efla þessa fræðslu og lét því þýða danska kennslubók í yfirsetukvenna- fræðum, Nye Jorde-Moder-Skole, og gefa út á íslensku. Reyndar fer tvennum sögum af ástæð- um þess að Halldór réðst í útgáfu bók- arinnar. I formála Yfirsetukvennaskólans, eins og bókin hét á íslensku, segist hann hafa sjálfur ákveðið að gefa bókina út þar sem hann taldi að mikil þörf væri á að yfirsetukonur fengju fræðslurit við sitt hæfi, þar sem þekking þeirra á vinnubrögðum við vandasamar fæðing- ar væri af skornum skammti (enda var fræðsla þeirra afar takmörkuð). í þessu sambandi nefnir hann tvær yfirsetukon- ur sem hann þekkti. Önnur hafði tekið á móti 300 börnum að eigin sögn, en hafði takmarkaða þekkingu þegar kom að vandasömum fæðingum. Hin hafði tekið á móti 70 börnum en lenti eitt sinn í fæðingu þar sem hún bar ekki kennsl á naflastrenginn. Halldór var viðstadd- ur fæðinguna og gat ráðlagt henni um æskileg handtök sem hann hafði lært af riti eftir alkemistann Jean Pharamond Rhumelius (um 1600-1660).2 Með þessa reynslu í huga ákvað Halldór að reyna að bæta úr fræðslu yfirsetukvenna með útgáfu Yfirsetukvennaskólans. I formál- anurn segir Halldór að sumarið 1746 frétti hann að sr. Vigfús Jónsson (1706- 28 Ljósmæðrablaðið júni' 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.