Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 29
1776) hefði þegar verið búinn að þýða Xfifsetukvennaskólann. Við þessi tíðindi fe'H Halldór frá eigin þýðingaráformum °g fékk leyfi Vigfúsar til að gefa út þýðingu hans. Halldór segir sjálfur í for- mála bókarinnar að eftir að hann fékk leyfl að nota þýðingu Vigfúsar, fékk hann samþykki Ólafs Gíslasonar bisk- uPs í Skálholti (1691-1753) fyrir útgáfu yfifsetukvennaskólans og bar hugmynd- lr|a jafnframt undir prestastefnu sern haldin var á Flugumýri í Skagafirði í l°k ágúst 1748.3 Fræðslumál yfir- setukvenna virðast hafa verið mönn- 11111 n°kkuð hugleikin á þessum tíma, ln 1 að í prestastefnubókinni má sjá að Porsteinn Pétursson (1710-1785) prest- Ul á Staðarbakka, benti á að það væri nauðsynlegt að yfirsetukonur fengju einhverja formlega fræðslu. Halldór svaraði því þá til að hann ætlaði að láta P‘enta kennslubók handa yfirsetukonum a íslensku.4 •lón Steffensen prófessor (1905- 91) taldi að önnur ástæða gæti legið að útgáfu bókarinnar. Jón taldi sennilegt a Halldór hafi gefið bókina út fyrir ólstuðlan Ludvig Harboe (1709-1783) sent rannsakaði fræðslumál hér á landi Urn miðja 18. öld og að Harboe hafi Jafnfiamt fengið Vigfús Jónsson prest ítardal (1706-1776) til að þýða bók- Ula úr dönsku. Halldór minnist ekki á arboe einu orði í formála bókarinnar, telur Jón að það sé vegna deilna e|rra á milli um veitingu Hólastóls n°kkru áður.5 Athygfi vekur að bókin kemur út 6 efu árum áður en landlæknisembættið er stofnað á íslandi. Ef miðað er við I Brynjólfsson biskup á Hólum (1692- fyrir i ^alldór bar hag yfirsetukvenna út v 7°',í °s tcddl nauðsynlegt að gefa þrem H frœds!urit fyrir þœr. Hann lést Ur arum eftir útgáfu bókarinnar. tilgátu Jóns Steffensen um tilhlutan Harboe að útgáfu bókarinnar mætti e.t.v. segja að útgáfan hafi verið liður í form- legri uppbyggingu heilbrigðiskerfis á Islandi. En samkvæmt frásögn Halldórs sjálfs ber útgáfan frekar vott um fræði- legan áhuga hans á efninu og almenna þörf á slrku riti. Um höfund bókarinnar I formála bókarinnar segir Halldór að enginn hafi skrifað eins ítarlegt fræðslu- rit fyrir yfirsetukonur eins og „ ... þessi hrósverði author Balthasar Johann de Buchwald“ og því hafi Halldór ákveðið að gefa út þekkt ljósmæðrarit eftir hann, Nye Jorde-Moder-Skole sem kom út í Danmörku árið 1725. Buchwald (1697- 1763) var danskur læknir og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Hann lauk doktorsgráðu í læknisfræði árið 1720 og fór sama ár í námsferð til Hollands þar sem hann heillaðist af fæðingarhjálp fyrir tilstilli þekktra Iíf- færafræðinga, þeirra Henricks van Deventers (1651-1724) í Haag og Frederiks Ruysch (1638-1731) í Amsterdam. Buchwald lærði einnig hjá þýskum líffærafræðingi, Lorenz Heister (1683-1758), og hollenska lækninum Herman Boerhaave (1668-1738).6 Allir voru þeir frumkvöðlar innan líffæra- og fæðingarfræðanna.7 Fimm árum síðar varð Buchwald læknir í eyjunum Lálandi og Falstur í Danmörku, og gaf þá út Nye Jorde-Moder-Skole út eftir hvatningu frá yfirvöldum (Jordemoder- kommissionen).8 Bókin kom út í annarri útgáfu árið 1739, en í formála hennar segir Buchwald að hann telji að yfir- setukonur eigi skilið að fá kennslurit um fæðingarfræðin og því hafi hann ákveðið að taka saman Nye Jorde-Moder-Skole.9 Árið 1738 tók Buchwald við prófessors- stöðu við Kaupmannahafnarháskóla, þar sem hann kenndi meðal annars Bjama Pálssyni (1719-1779), fyrsta landlækni íslands. Buchwald lét málefni íslenskra og danskra ljósmæðra sig töluvert varða á starfsævi sinni og beitti sér fyrir menntun þeina og launagreiðslum.10 Buchwald varþó í raun ekki eiginleg- ur höfundur Nye Jorde-Moder-Skole því bókin er að mestu leyti þýðing á sænskri kennslubók í ljósmóðurfræði eftir lækn- inn Johan von Hoorn (1662-1724).11 Hoom aflaði sér reynslu og þekkingar í fæðingarfræðum í París á árunum 1687- 1689, og fékk þar fræðslu hjá Fran§ois Mauriceau (1637-1709), Paul Portal (1630-1703) og Philippe Peu (1623- 1707) sem urðu allir þekktir fyrir fram- Titilsíða Operationes Chirurgicœ... eftir Henrick van Deventer (1651-1724) frá árinu 1701. Deventerertalinn einn affrumkvöðlum í fœðingafrœðum um aldamótin 1700 og var einn af kennurum Buchwalds. lög sín til líffæra- og fæðingafræða.12 Hoorn hugðist jafnframt læra á Hótel- Dieu, einu elsta og þekktasta sjúkra- húsi Parísar, en átti erfitt með að fá þar aðgang.13 Þá fékk hann að fylgjast með þekktri ljósmóður, madame Allegrain, að störfum í fátækrahverfum Parísar og öðlaðist þar dýrmæta reynslu og þekk- ingu. Hoorn lauk svo læknaprófi árið 1690 í Leiden, fluttist til Stokkhólms 1692 og varð frumkvöðull í fæðinga- og ljósmæðramálum í Svíþjóð.14 Árið 1697 gaf Hoorn út fyrstu sænsku kennslubókina í Ijósmóðurfræðum, Then swenska walöfwade jordegumm- an. Bókin var mikil að vöxtum, tæpar 400 blaðsíður að lengd og með nokkr- um myndum. Hoorn fannst bókin vera nokkuð erfið aflestrar fyrir alþýðufólk, svo hann ákvað að taka fyrstu hluta hennar og gefa út í sérstakri bók sem kom út árið 1715 undir titlinum The twenne gudfruchtige ... Siphra och Pua og var hún þýdd á mörg tungumál.15 í formála bókarinnar kom Hoorn (líkt og Buchwald) inn á nauðsyn þess að yfir- setukonur fengju góð fræðslurit í þeirra vandasama starfi.16 Árið 1719 kom bókin út í annarri útgáfu og það var sú útgáfa sem Buch wald þýddi yfir á dönsku 1725 og kom svo út á íslensku árið 1749. Þannig eru bein tengsl á milli Yfirsetukvennaskólans, sem kom út á Hólum 1749, og Then swenska walöfwade jordegumman, sem kom út í Svíþjóð árið 1697 (sjá töflu I). Ljósmæðrablaðið júní 2007 29

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.