Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 12
Tafla 18 Tíðni foreldrastreitu, greint eftir livernig síðasta barn fœddist Streitupróf fyri r foreldra ungbarna Undir 75 75-89 90 og yfir Samtals Fæðing síðasta barns Fæðing um leggöng 93 11 4 108 Fæðing með aðstoð sogklukku/töng 9 2 1 12 Keisaraskurður 21 5 2 28 Samtals 123 18 7 148 40 ♦ Streita í foreldrahlutverki 35 ■ Streita í samskiptum viö barnið 30 Streita vegna erfiöra skapsmuna barns 25 ■ 20 - 15 ♦ 10 5 "> ■ * ♦♦♦■5 ■/, ♦ ♦ *♦*♦♦♦ ♦ ■ <>♦♦♦■♦ ♦ 10 20 30 40 50 60 Streitustig 70 Mynd 2. Foreldrastreita, greind eftir unditflokkum. Það sést í töflu 20 að samband er á milli foreldrastreitu og þunglynd- iseinkenna, þar sem um 43% þátttak- enda með þunglyndiseinkennastuðul > 12 mældust með > 75 streitustig en aðeins 7% þátttakenda með engin merki um þunglyndi, <8, mældust með > 75 streitustig. Umfjöllun um niðurstöður I þessari rannsókn var upplýsingum safnað, með spumingalistum, um fæð- ingaþunglyndiseinkenni, foreldrastreitu og lýðeinkenni mæðra sem höfðu fætt börn sín á 14 mánaða tímabili. Spurningalistinn var lagður fyrir þegar þær komu með börn sín í þriggja mán- aða skoðun í ungbamavemd HAK (n=235). Svör bárust frá 152 eða 65% mæðranna. Umfjöllun um niðurstöð- ur og samanburður við niðurstöður úr rannsókn Mörgu Thome frá 1998 þar sem úrtak var af öllu landinu fer hér á eftir. Helstu lýðeinkenni þátttakenda voru eftirfarandi: Fjölmennasti hópurinn voru konur á aldrinum 30-34 ára alls 52, en næst fjölmennasti hópurinn var á aldrinum 25-29 ára eða 41 kona. Meðalaldur kvenna í rannsókn Thome (1998) var 28,3 ár. Nær þriðjungur þátttakenda var með háskólamenntun, 30,9% og 38,2% þátt- takenda höfðu lokið framhaldsskóla- menntun. Menntunarstig þátttakenda var mun hærra en í rannsókn Thome (1992) þar sem um 13% þátttakenda (n=201) var með háskólamenntun en það hlutfall var orðið 19% í næstu rann- sókn Thome (1998). Þessar niðurstöður eru nokkuð lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á menntun í landinu. Langflestir þátttakenda (93,4%) voru giftar eða í sambúð með barnsföður sínum sem er samsvarandi niðurstöðum Thome (1998, 1992). Stór hluti þátt- takenda voru að eignast sitt fyrsta barn (42,8%) og mjög fátítt var að börnin væru fleiri en þrjú, því einungis 4% þátttakenda voru að eignast fjórða eða fimmta barn. Nokkurfjöldi þátttakenda hafði geng- ið í gegnum keisaraskurð (18,4%) eða fætt með aðstoð sogklukku eða tang- ar (7,9%) við fæðingu síðasta barns. Athygli vekur að í rannsókn Thome (1998) þar sem þátttakendur voru af öllu landinu var tíðni keisaraskurða 12% og tíðni fæðinga með aðstoð sogklukku eða tanga 16,7%. Tíðni keisaraskurða er því hærri í þessari rannsókn, en tíðni sogklukku og tangarfæðinga lægri en í rannsókn Thome (1998). Fæðingaþunglyndiseinkenni Niðurstöður þunglyndisprófsins leiða í ljós að 15,6% (vikmörk ± 5,8) þátttak- enda fengu þunglyndisstuðulinn > 12 sem er örlítið hærra en áður hefur mælst í íslenskri rannsókn en þar var tíðnin 14,% (Thome, 1998) þó er munurinn ekki marktækur. Einnig er það ívið hærra en víðtækar rannsóknir í ýmsum löndum hafa sýnt fram á, þar sem stuðst hefur verið við sama mælitæki. Vert er að velta því fyrir sér hvaða skýring gæti verið á því að tíðni ein- kenna fæðingaþunglyndis er með því hæsta sem mælist í sambærilegum rann- sóknum. Rétt er að hafa í huga að gögn í rannsókn Thome (1998) eru frá 1994 og margt bendir til að tíðni þunglyndisein- kenna í samfélaginu hafi farið vaxandi á síðustu árum. Þá má fullyrða að opn- ari umræða um fæðingaþunglyndi hafi aukið meðvitund almennings sem aftur gæti haft áhrif á svör kvennanna þegar spurt er um líðan þeirra eftir fæðingu. Eitt af því sem lögð hefur verið áhersla á í “Nýja barns verkefninu” er að gera starfsfólk HAK hæfara til þess að ræða við og opna umræðu um vanlíðan við skjólstæðinga sína. Skjólstæðingum mæðra- og ungbarnaverndar ættu því að gefast meiri tækifæri en áður til að ræða lillinningalega vanlíðan. Samkvæmt könnunum frá árunum 1996 og 1998 upplifir um það bil þriðjungur auðveld- ara að ræða viðkvæm mál við starfs- fólk HAK eftir að viðtalið við heim- ilislækni í mæðravernd hafði farið fram (Anna Karólína Stefánsdóttir og li. Tafla 19 Tíðni foreldrastreitu, greint eftir þunglyndiseinkennum Streitupróf fyrir foreldra ungbarna Undir 75 75-89 90 og ylir Samtals Edinbogarþunglyndiskvarði Engin merki um þunglyndi 94 5 2 101 Merki um þunglyndi 20 4 24 Nokkuð/mikið þunglyndi 13 5 5 23 Samtals 127 14 7 148 Tafla 20 Hlutfallsleg tíðni foreldrastreitu, greint eftir þunglyndiseinkennum Streitupróf fyrir foreldra ungbarna Undir 75 75-89 90 og yfir Samtals Edinbogarþunglyndiskvarði Engin merki um þunglyndi 93,1% 5,0% 2,0% 100% Merki um þunglyndi 83,3% 16,7% 0,0% 100% Mikið þunglyndi 56,5% 21,7% 21,7% 100% 12 Ljósmæðrablaðið júnf 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.