Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 12
Tafla 18 Tíðni foreldrastreitu, greint eftir livernig síðasta barn fœddist Streitupróf fyri r foreldra ungbarna Undir 75 75-89 90 og yfir Samtals Fæðing síðasta barns Fæðing um leggöng 93 11 4 108 Fæðing með aðstoð sogklukku/töng 9 2 1 12 Keisaraskurður 21 5 2 28 Samtals 123 18 7 148 40 ♦ Streita í foreldrahlutverki 35 ■ Streita í samskiptum viö barnið 30 Streita vegna erfiöra skapsmuna barns 25 ■ 20 - 15 ♦ 10 5 "> ■ * ♦♦♦■5 ■/, ♦ ♦ *♦*♦♦♦ ♦ ■ <>♦♦♦■♦ ♦ 10 20 30 40 50 60 Streitustig 70 Mynd 2. Foreldrastreita, greind eftir unditflokkum. Það sést í töflu 20 að samband er á milli foreldrastreitu og þunglynd- iseinkenna, þar sem um 43% þátttak- enda með þunglyndiseinkennastuðul > 12 mældust með > 75 streitustig en aðeins 7% þátttakenda með engin merki um þunglyndi, <8, mældust með > 75 streitustig. Umfjöllun um niðurstöður I þessari rannsókn var upplýsingum safnað, með spumingalistum, um fæð- ingaþunglyndiseinkenni, foreldrastreitu og lýðeinkenni mæðra sem höfðu fætt börn sín á 14 mánaða tímabili. Spurningalistinn var lagður fyrir þegar þær komu með börn sín í þriggja mán- aða skoðun í ungbamavemd HAK (n=235). Svör bárust frá 152 eða 65% mæðranna. Umfjöllun um niðurstöð- ur og samanburður við niðurstöður úr rannsókn Mörgu Thome frá 1998 þar sem úrtak var af öllu landinu fer hér á eftir. Helstu lýðeinkenni þátttakenda voru eftirfarandi: Fjölmennasti hópurinn voru konur á aldrinum 30-34 ára alls 52, en næst fjölmennasti hópurinn var á aldrinum 25-29 ára eða 41 kona. Meðalaldur kvenna í rannsókn Thome (1998) var 28,3 ár. Nær þriðjungur þátttakenda var með háskólamenntun, 30,9% og 38,2% þátt- takenda höfðu lokið framhaldsskóla- menntun. Menntunarstig þátttakenda var mun hærra en í rannsókn Thome (1992) þar sem um 13% þátttakenda (n=201) var með háskólamenntun en það hlutfall var orðið 19% í næstu rann- sókn Thome (1998). Þessar niðurstöður eru nokkuð lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á menntun í landinu. Langflestir þátttakenda (93,4%) voru giftar eða í sambúð með barnsföður sínum sem er samsvarandi niðurstöðum Thome (1998, 1992). Stór hluti þátt- takenda voru að eignast sitt fyrsta barn (42,8%) og mjög fátítt var að börnin væru fleiri en þrjú, því einungis 4% þátttakenda voru að eignast fjórða eða fimmta barn. Nokkurfjöldi þátttakenda hafði geng- ið í gegnum keisaraskurð (18,4%) eða fætt með aðstoð sogklukku eða tang- ar (7,9%) við fæðingu síðasta barns. Athygli vekur að í rannsókn Thome (1998) þar sem þátttakendur voru af öllu landinu var tíðni keisaraskurða 12% og tíðni fæðinga með aðstoð sogklukku eða tanga 16,7%. Tíðni keisaraskurða er því hærri í þessari rannsókn, en tíðni sogklukku og tangarfæðinga lægri en í rannsókn Thome (1998). Fæðingaþunglyndiseinkenni Niðurstöður þunglyndisprófsins leiða í ljós að 15,6% (vikmörk ± 5,8) þátttak- enda fengu þunglyndisstuðulinn > 12 sem er örlítið hærra en áður hefur mælst í íslenskri rannsókn en þar var tíðnin 14,% (Thome, 1998) þó er munurinn ekki marktækur. Einnig er það ívið hærra en víðtækar rannsóknir í ýmsum löndum hafa sýnt fram á, þar sem stuðst hefur verið við sama mælitæki. Vert er að velta því fyrir sér hvaða skýring gæti verið á því að tíðni ein- kenna fæðingaþunglyndis er með því hæsta sem mælist í sambærilegum rann- sóknum. Rétt er að hafa í huga að gögn í rannsókn Thome (1998) eru frá 1994 og margt bendir til að tíðni þunglyndisein- kenna í samfélaginu hafi farið vaxandi á síðustu árum. Þá má fullyrða að opn- ari umræða um fæðingaþunglyndi hafi aukið meðvitund almennings sem aftur gæti haft áhrif á svör kvennanna þegar spurt er um líðan þeirra eftir fæðingu. Eitt af því sem lögð hefur verið áhersla á í “Nýja barns verkefninu” er að gera starfsfólk HAK hæfara til þess að ræða við og opna umræðu um vanlíðan við skjólstæðinga sína. Skjólstæðingum mæðra- og ungbarnaverndar ættu því að gefast meiri tækifæri en áður til að ræða lillinningalega vanlíðan. Samkvæmt könnunum frá árunum 1996 og 1998 upplifir um það bil þriðjungur auðveld- ara að ræða viðkvæm mál við starfs- fólk HAK eftir að viðtalið við heim- ilislækni í mæðravernd hafði farið fram (Anna Karólína Stefánsdóttir og li. Tafla 19 Tíðni foreldrastreitu, greint eftir þunglyndiseinkennum Streitupróf fyrir foreldra ungbarna Undir 75 75-89 90 og ylir Samtals Edinbogarþunglyndiskvarði Engin merki um þunglyndi 94 5 2 101 Merki um þunglyndi 20 4 24 Nokkuð/mikið þunglyndi 13 5 5 23 Samtals 127 14 7 148 Tafla 20 Hlutfallsleg tíðni foreldrastreitu, greint eftir þunglyndiseinkennum Streitupróf fyrir foreldra ungbarna Undir 75 75-89 90 og yfir Samtals Edinbogarþunglyndiskvarði Engin merki um þunglyndi 93,1% 5,0% 2,0% 100% Merki um þunglyndi 83,3% 16,7% 0,0% 100% Mikið þunglyndi 56,5% 21,7% 21,7% 100% 12 Ljósmæðrablaðið júnf 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.