Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 26
-f Sigfríður Inga ásamt ánœgðri fjölskyldu eftir heimafceðingu. hátt sé að líkindum dregið úr tíðni og alvarleika vandamála á fyrstu mánuðum eftir fæðingu bamsins. Það er mat okkar að hin framan- greindu tengsl þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu við ýmsa þætti sem fram koma í viðtölunum snemma á með- göngu endurspegli gagnsemi viðtalanna og varpi ljósi á þá möguleika sem þær fjölþættu upplýsingar er út úr þeim fást gefa til forvama. Samantekt Rannsóknarspurningin í þessum hluta rannsóknarinnar er hvort þær upplýs- ingar, sem aflað er með viðtölum við verðandi mæður snemma á meðgöngu og það mat á þörf fyrir athygli, stuðn- ing og meðferð sem á þeim byggir, hafi tengsl við þunglyndiseinkenni og for- eldrastreitu þremur mánuðum eftir að barnið er fætt. Þau atriði sem reynast hafa marktæka fylgni (SM<0,05) við þunglyndisein- kenni eftir barnsburð eru að almennu heilsufari sé talið ábótavant og fyrri saga um geðræn eða tilfinningaleg vandamál. Konur sem reykja á meðgöngu virðast í auknum mæli hafa þunglyndiseinkenni eftir fæðinguna. Marktækt auknar líkur eru einnig á þunglyndiseinkennum hjá þeim sem á meðgöngu búa hjá foreldr- um eða tengdaforeldrum. Sama gildir um þær sem hafa lýst áhyggjum af fjár- hags-, húsnæðis- eða atvinnumálum. Hvað viðvíkur foreldrastreitu kemur í ljós að þær konur taldar eru eða telja sig hafa ónógan stuðning frá umhverfi á meðgöngu sýna marktækt auknar líkur á foreldrastreitu. Sama gildir um þær sem 26 Ljósmæðrablaðið júni 2007 svara játandi spurningu um áhyggjur af fjárhags-, húsnæðis- eða atvinnumálum. Áfengisvandi á heimili tengist foreldra- streitu einnig marktækt. Þá búa konur sem lýsa svefnerfiðleikum snemma á meðgöngu marktækt oftar við mikla foreldrastreitu en aðrar konur eftir að bamið er fætt. Sama gildir um konur sem ekki hafa lokið grunnskólanámi. Meirihluti þeirra mæðra sem sýndu mikil þunglyndiseinkenni eða foreldra- streitu yfír viðmiðunarmörkum hafði á meðgöngu verið metinn í þörf fyrir sér- staka athygli, stuðning eða meðferð. Það er athyglivert að mikil foreldra- streita er meira en tvöfalt algengari í hjá konunum sem fengu ekki þjónustu sem byggði á þjónustumati í upphafi meðgöngu. Þessi hópur hefur að mestu farið á mis við þetta breytta vinnulag og þau stuðnings- og meðferðartilboð sem því fylgja. Ekkert er þó hægt að full- yrða um tengsl þessara þátta þar sem upplýsingar liggja ekki fyrir um þætti eins og líkamlega- og andlega líðan né bakgrunn þess hóps. Helstu takmark- anir rannsóknarinnar liggja í því hve lítill rannsóknarhópurinn var og er vel hugsanlegt að hægt hefði verið að sýna fram á tengsl milli fleiri þátta ef upp- lýsingar hefðu legið fyrir frá stærri hóp. Þá verður að hafa í huga að á grundvelli upplýsinganna sem aflað er í mæðra- verndinni á sér stað margskonar íhlutun, samráð, aukin umhyggja, stuðningur og meðferð. Hugsanlegt er að forvamagildi þeirra aðgerða sem beitt er sé eitthvert þar sem mikill kvíði snemma á með- göngu og erfið reynsla af fyrri fæð- ingum reynast hvorki hafa tengsl við þunglyndiseinkenni né foreldrastreitu. Rannsókn Austin, Frilingos, Lumley, Hadzi-Paviovic, Roncoloto, Acland, Saint, Segal og Parker, (2007) sýndi fram á betri útkomu varðandi þunglynd- iseinkenni og foreldrastreitu með fyr- irbyggjandi aðgerðum á meðgöngu. Rannsóknin hefur að okkar mati varpað nýju ljósi á gagnsemi upplýs- inganna sem aflað er í mæðravernd- inni, bæði einstaka þætti þeirra og þá heildarniðurstöðu sem birtist í matinu á þjónustuþörf. Hún sýnir að nokkru leyti hvernig þær nýtast og hvemig má nýta þær enn frekar til að móta vinnulagið þannig að sem best sé komið til móts við misjafnar þarfir skjólstæðinga þjón- ustunnar. Rétt er þó leggja áherslu á að tilgangur þessa nýja vinnulags er víð- tækur, en snýst ekki einvörðungu um að leita að áhættuþáttum þunglyndis og foreldrastreitu og rannsóknin er því engan veginn fullnaðardómur um gagn- semi vinnulagsins. Engar, hvorki inn- lendar né erlendar, rannsóknir hafa birst sem eru að öllu leyti sambærilegar við þessa rannsókn þannig að ekki er hægt, nema að litlu leyti, að bera niðurstöður okkar saman við niðurstöður annarra rannsókna. Nokkrar rannsóknir hafa komið fram sem lýsa fylgni milli nokk- urra breyta sem skoðaðar vom í þess- ari rannsókn. Sumar rannsóknir hafa til dæmis bent á tengsl milli þunglyndis fyrir og eftir fæðingu (Buultjens, 2007). Niðurstöður Beck (1998), þar sem sam- anburður áhættuþátta fæðingaþung- lyndis var gerður með innihaldsgrein- ingu 26 rannsókna (n=2.189), leiddu í ljós að þunglyndi á meðgöngu var stærsti áhættuþáttur fæðingaþunglyndis (r=0,51). Einnig kom fram í rannsókn Thome, Alder og Ramel (2006) að menntun hefur marktæka fylgni við fæðingaþunglyndi og foreldrastreitu. Einnig hafa komið fram rannsóknir sem kanna áhrif óværð- ar bama, brjóstagjafar og áhrif stuðn- ings á foreldrastreitu (Thome, Alder og Ramel, 2006; McCurdy, 2005). Þrátt fyrir smæð úrtaksins em nið- urstöður þessarar rannsóknar gagnleg- ar fyrir ljósmæður og aðrar heilbrigð- isstéttir sem annast konur á meðgöngu og á fyrstu mánuðum eftir fæðingu. Marktæk tengsl þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu eftir barnsburð, við matið sem gert er eftir viðtölin í mæðravemd- inni, staðfesta að matið er gagnlegt hjálpartæki í þeirri viðleitni að veita umhyggju, stuðning og meðferð þar sem þörfin er mest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.