Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 18
upplýsingar sem safnað hafði verið á meðgöngu þessara kvenna. Þær upp- lýsingar tengdust meðal annars félags- legum aðstæðum, líkamlegri- og tilfinn- ingalegri líðan og bakgrunni/aðstæðum kvennanna í bernsku þeirra. Tilgangurinn var að kanna hvort þær upplýsingar sem aflað var á meðgöngu hefðu tengsl við fæðingaþunglyndisein- kenni og foreldrastreitu eftir fæðingu bamsins við þriggja mánaða aldur. Aflað var leyfa fyrir rannsókninni frá Vísindasiðanefnd, hjúkrunarforstjóra HAK, yfirlækni HAK og að lokum var send tilkynning til Persónuverndar. Bakgrunnur, efniviður og aðferð Hér var beitt megindlegri og lýsandi aðferðafræði þar sem niðurstöður úr spurningalistum voru settar inn í SPSS til að kanna tengsl ýmissa breyta við ýmsar upplýsingar sem aflað hafði verið í mæðravernd og niðurstöðum spurn- ingalista sem lagðir voru fyrir inæður sem komu ineð böm sín í skoðun við þriggja mánaða aldur. Ritari fjölskyldu- ráðgjafa sá um innslátt gagna og var eini aðilinn sem hafði aðgang að kennitölu kvennanna meðan á innslætti stóð. Eftir það var ekki hægt að rekja gögn sem safnað hafi verið á meðgöngu kvennanna til þeirra ganga sem aflað var við þriggja mánaða aldur barnanna. Til að kanna tengsl milli breyta var notað marktækni- prófið „symmetric measures” (SM). Rannsóknarspurningin var hvort ein- hverjar þeirra upplýsinga sem aflað var á meðgöngu og það mat sem á þeim er byggt, hefðu tengsl við lýðbreytur, þunglyndiseinkenni sem voru mæld með Edinborgarþunglyndiskvarða (EPDS) eðaforeldrastreitu sem mæld varmeðfor- eldrastreitukvarða (PSI/SF) við þriggja mánaða aldur bams. Báðir kvarðarnir hafa reynst áreiðanlegir lil að meta fæð- ingaþunglyndi og foreldrastreitu (Tome, Alder og Ramel, 2006; Jardri, Pelta, Maron, Thomas, Delion, Codaccioni, og Goudemand, 2006;Tome, 1999; Tome og Adler, 1999;Tome, 1998; Abidine, 1990). Tiigangur hálfstaðlaðs viðtals í upp- hafi meðgöngu var að fá sem skýrasta mynd af heilsufari, félagslegri stöðu og líðan konunnar og afstöðu hennar til foreldrahlutverksins, í því skyni að bjóða stuðning og meðferð við hæli og í samræmi við breytilegar, þarfir og óskir. Nánari upplýsingar um breytt vinnulag í mæðra- og ungbamavernd eru í bók sem Landlæknisembættið gaf út árið 2000 (Anna Karolína Stefánsdóttir, Hjálmar Freysteinsson, Hulda Guðmundsdóttir, Björg Bjarnadóttir, Guðfinna Nývarðs- dóttir, Magnús Skúlason, Pétur Péturs- son, Sigfríður Inga Karlsdóttir, Sig- mundur Sigfússon, 2000). Þess má geta að bæði áður en þetta vinnulag (kallað Nýja barnið; breytt vinnulag) á HAK var tekið upp sótti það starfsfólk sem starf- ar við mæðra- og ungbarnavemd auk fjölskylduráðgjafa ýmis námskeið sem voru til þess fallinn að auka færin þess, meðal annars til að meta þjónustuþörf kvenna á meðgöngu. Tveir sérfræðingar voru fengnir til að vera ráðgjafar og af og til fyrstu ár vinnulagsins komu þeir að verkefninu með fræðslu og ráðgjöf. Yfirleitt er það heimilislæknir konunnar sem fyllir í spurningablöð sem stuðst er við í viðtalinu, en jafnframt er lögð áhersla á að viðtalið sé sveigjanlegt og tími gefinn til að ræða þau atriði sem upp koma. I jafn litlu samfélagi og á Akureyri og nágrenni þekkir heim- ilislæknir sína skjólstæðinga oft mjög vel og einnig það stuðningsnet sem er í kringum þá er. Sú vitneskja hjálpar heimilislækninum að meta þær upplýs- ingar sem fást úr viðtalinu og einnig að gera sér grein fyrir ýmsu í bak- grunni og aðstæðum skjólstæðingsins meðal annars hversu sterkt stuðnings- net skjólstæðingurinn hefur í kringum sig. Segja má að upplýsingarnar sem fást úr viðtalinu og notaðar eru í rann- sókninni séu að hluta til upplýsingar um staðreyndir, aldur, barnafjölda og sjúkdóma, en einnig að hluta til hug- lægt mat konunnar og heimilislækn- isins sem fyllir út blaðið. Ljósmóðir, fjölskylduráðgjafi, hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd eða heimilislæknir geta síðan breytt matinu ef ástæða þykir t.d. ef aðstæður eða líðan konunnar breyt- ast. Mat á |rjónustuþörf er gerð í lok viðtalsins, þar er þjónustuþörf greind í A, B og C flokka. Þar er konum sem greindar eru með þjónustuþörf A strax boðið upp á aukna þjónustu, t.d. tíðari komur til Ijósmóður í mæðravernd eða viðtal við fjölskylduráðgjafa. í þessari rannsókn var skoðað hvort þessar upp- lýsingar sem skráðar voru á meðgöngu og þjónustumatið hafi að einhverju leyti tengsl við þunglyndiseinkenni eða for- eldrastreitu eftir að barnið er fætt. Þó er nauðsynlegt að hafa í huga að tilgangur viðtalsins og matsins er að fá sem besta heildarmynd af heilsu, líðan og aðstæð- um, en ekki er einvörðungu eða öðru fremur verið að leita að áhættuþáttum fyrir foreldrastreitu eða þunglyndi eftir barnsburð. Ekki fara allar verðandi mæður sem eru í mæðravernd á HAK í viðtöl sem þjónustumat byggir á, en yfirleitt fara um það bil 70-80 % verðandi mæðra í viðtal. Ástæðan fyrir brottfallinu er meðal annars að einn heimilislækn- ir hefur ekki tekið þátt í vinnulaginu, konur sem flytja til og frá bænum og síðan falla einhver viðtöl niður vegna sumarfría. Af þeim 152 konum sem svöruðu spurningalistum um þunglyndisein- kenni og þeim 148 konum sem svöruðu spurningum um foreldrastreitu í ung- barnaverndinni, lágu fyrir upplýsingar úr mæðraverndinni um viðtöl við 99 konur. Brottfallið kemur að mestu, eða í 38 tilvikum, til af því að þær höfðu ekki farið í viðtal á meðgöngu, en í öðrum tilvikum var um að kenna ófullkominni skráningu eða villum í skráningu þannig að ekki var hægt að tengja saman upp- lýsingar frá þessum tveimur áttum. I viðtalinu eru fyllt út tvö blöð annars vegar heilsufarsblað þar sem skráðar eru ýmsar heilsufarsupplýsingar konunnar. Hins vegar er blað þar sem spurt er um aðstæður, líkamlega og andlega líðan og bakgrunn og bemskuár. Aðgang að þessum blöðum hafa fagaðilar sem ann- ast konuna í mæðra- og ungbarnavernd auk fjölskylduráðgjafa. Niðurstöður Upplýsingar af heilsufarsblaði lágu fyrir úr mæðravernd fyrir 73 konur af þess- um 152 konum en upplýsingar varðandi aðstæður, líkamlega og andlega líðan og bakgrunn og bernskuár lágu fyrir um 99 konur af þeim 152 sem svöruðu spurn- ingalista um þunglyndiseinkenni og for- eldrastreitu. Þegar þessar 99 konur, þar sem hægt var að tengja upplýsingar úr mæðraverndarviðtölum við upplýsingar um tíðni þunglyndiseinkenna og for- eldrastreitu, eru bornar saman við allan hópinn, 152 konur, sést að tíðni mikilla þunglyndiseinkenna (> 12 stig) er nán- ast hin sama hjá þessum hópum, þ.e. 16,2% hjá hópnum sem fékk ekki þjón- ustumat í upphafi meðgöngu og 15,8% hjá hinum. Tíðni foreldrastreitu (> 75 stig ) er hins vegar verulega lægri í hópnum þar sem hægt var að tengja niðurstöður við upplýsingar á meðgöngu, þ.e. 12,1% borið saman við 16,9% í hópnum öllum (n = 148). Tíðni foreldrastreitu í hópn- um sem fékk ekki þjónustumat í upp- hafi meðgöngu (n = 49) er 26,5%, eða rúmlega tvöfalt hærri en í þeim hóp sem átti upplýsingar úr mæðraverndinni. í umfjölluninni er flokkum A og B 1 8 Ljósmæðrablaðiú |úm' 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.