Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 7

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 7
að greina þarfir og vandamál á byrjunar- sfigi og gefa verðandi mæðrum/fjöl- skyldum kost á viðeigandi aðstoð. Þá er lögð áhersla á endurmat, sérstaklega eftir fæðingu. Þetta breytta vinnulag á heilsugæslu- stöðinni sem hefur verið nefnt “Nýja barns verkefnið”, ásamt fleiri þáttum Varð til þess að áhugi vaknaði á því að gera rannsókn á fæðingaþunglyndi °g foreldrastreitu. Tilgangur rannsókn- arinnar í heild var að kanna tíðni fæð- mgaþunglyndiseinkenna og foreldra- streitu á þjónustusvæði HAK. Einnig að kanna hvort þær upplýsingar sem aflað er á meðgöngu hefðu tengsl við feðingaþunglyndiseinkenni og foreldra- streitu eftir fæðingu bamsins. Síðan í framhaldi af því að meta hvort nið- urstöður gæfu vísbendingar um hvort breyta þyrfti mati á þjónustuþörf sem giunnur er lagður að snemma á með- göngu. Rannsóknaúrtak mynduðu allar niæður sem komu í ungbarnavernd á HAK rneð þrigoja mánaða gömul börn Sln a tímabilinu 1. april 2000 - 31. maí 2001, samtals voru það 235 konur sem komu og 152 þeirra svöruðu spurninga- listanum. Nokkuð er því liðið síðan gögnum var safnað en þrátt fyrir það teUa rannsakendur að niðurstöður rann- soknarinnar gefí mikilvægar upplýsing- ar sem vert er að skoða. Meðal annars Negna þess að engar sambærilegar inn- lendar og mjög fáar erlendar niðurstöð- Ul rannsókna, hafa verið birtar og gefur rannsóknin því mikilvægar vísbend- lngar um tengsl fæðingaþunglyndisein- kenna og foreldrastreitu, við almennt eilsufar, félagslegar aðstæður, andlega jðan og uppvaxtarskilyrði í bernsku, usdmt því að gefa upplýsingar um tíðni þunglyndiseinkenna og foreldrastreitu á Pjónustusvæði HAK. Segja má að rannsóknin sem kynnt ei hér sé þríþætt. í þessari grein verður jallað um fyrsta hluta hennar en þær 'a|ða tíðni fæðingaþunglyndieinkenna °g loreldrastreitu, en í annarri grein í luðinu er fjallað um hvaða þættir sem s ráðir eru á meðgöngu kvennanna hafa ^ngsl við foreldrastreitu og fæðinga- Punglyndiseinkenni. í þriðja hluta rann- soknarinnar er könnuð upplifun kvenna n því að fá fæðingaþunglyndi, en sá uti rannsóknarinnar er enn í vinnslu. Fæðingaþunglyndi - æðingaþunglyndiseinkenni rátt fyrir að sé það jákvæð lífsreynsla yrir fíestar konur að verða mæður þá upplifa margar þeirra ýmsa erfiðleika og vanlíðan á fyrstu mánuðum móðurhlut- verksins, sem kemur stundum fram í fæðingaþunglyndi og foreldrastreitu (Buultjens, 2007). Því hefur verið haldið fram að tvær megin skýringar séu á því að fæðinga- þunglyndi sé sjaldan greint. Önnur er sú að þunglyndiseinkenni séu oft hvorki augljós heilbrigðisstarfsfólki né kon- unum sjálfum og hin er sú að starfsfólk heilsugæslu skorti þekkingu og mæli- tæki til að greina og meta einkenni geð- rænna vandamála (Buultjens, 2007). Edinborgarþunglyndiskvarðinn (EDPS) hefur víða verið notaður í heilsugæslu við kembileit að þunglynd- iseinkennum og má greina með honum töluvert fleiri konur en tekist hefur með öðrum aðferðum (Armstrong og Small, 2007; Jardri & fl., 2006; Thome, 1998). Kvarðinn tekur til 10 atriða með fjórum svarmöguleikum og hvert svar hefur gildi á bilinu 0-3 sem mæla tíðni þung- lyndiseinkenna eftir fæðingu, en spurt er um líðan síðustu sjö daga (Fowles, 1998, Thome, 1998). Samkvæmt Thome (1999) hafa rannsóknir sýnt að þunglyndisstuðullinn > 12 greini um tvo þriðju kvenna með þunglyndi en við lækkun hans í > 9 greinist allar konur með þunglyndi auk þeirra kvenna sem þjást af vanlíðan. íslensk útgáfa af EDPS var notuð í áðumefndri rannsókn Thome og Adler (1999) en forprófun kvarðans fór fram 1990 og leiddu nið- urstöður þá í ljós að hann mátti vel nýta til leitar og mats á þunglyndiseinkenn- um, en einsleitni hans var staðfest með áreiðanleikaprófun. Ýmsar rannsóknir, meðal annars á íslandi, hafa leitt í Ijós að tíðni fæð- ingaþunglyndiseinkenna er 10-16% miðað við viðmiðunarmörk >12 stig af 30 mögulegum á Edinborgarþunglyndis- kvarðanum (EPDS) (Lee og Chung, 2007; Jardri og fl„ 2006; Thome, 1998). íslensk rannsókn á fæðingaþung- lyndiseinkennum 734 kvenna (n= 1058) leiddi í ljós að 14% kvennanna greind- ust með þunglyndiseinkenni (Thome, 1998). Þá hafa amerískar rannsóknir sýnt fram á allt að 26% tíðni fæð- ingaþunglyndieinkenna (Beck, 1992, 1998). í rannsókn Jardri og fl. (2007) þar sem þunglyndiseinkenni voru metin eftir EPDS kvarðanum hjá 815 frönskum konum, kom fram að tíðni þunglyndiseinkenna yfir 8 var 16,1%. Niðurstöður Mclntosh (1993), eftir sex viðtöl við 60 frumbyrjur frá sjöunda mánuði meðgöngu þar til barnið var níu mánaða, voru þær að 63% þeirra höfðu fundið fyrir fæðingaþunglynd- iseinkennum, einhvem tíma á fyrstu níu mánuðunum eftir fæðingu. Einnig kom í ljós að mikill meirihluti mæðr- anna (72%) kenndi þunglyndiseinkenna innan fjögurra vikna frá heimkomu af fæðingadeild og hafði það varað í sjö mánuði eða lengur meðal 47% þeirra. Framangreindar niðurstöður geta bent til mismunandi skilnings og túlkunar á því hvað sé fæðingaþunglyndi og/eða að tilfinningalegir erfiðleikar eftir fæðingu séu algengari en oft er talið. Einnig eru mismunandi tímasetningar rannsókna með tilliti til tímalengdar frá fæðingu og mismunandi rannsóknaraðferðir þættir sem þarf að taka tillit til við túlkun á niðurstöðum. Samkvæmt Thome (1998) er tíðni fæðingaþunglyndiseinkenna hjá íslensk- um konum frá einum til sex mánuðum eftir fæðingu, þrisvar sinnum algengara en á öðrum tímum í ævi kvenna og batn- ar tæpum þriðjungi þeirra sjálfkrafa. Margar konur sem þarfnast meðferðar vegna þunglyndis rekja upphaf sjúk- dómsins oft til tímabilsins fyrir fæð- ingu (Austin, Frilingos, Lumley, Hadzi- Paviovic, Roncoloto, Acland, Saint, Segal og Parker, 2007). Einkennum fæðingaþunglyndis svipar til einkenna annars þunglyndis sem eru m.a.: kvíði; örvænting; þrek- og áhugaleysi svo dæmi séu tekin. Þunglyndishugsanir móður tengjast einnig tilfinningum eins og sektarkennd og vanhæfni hennar sem móður (Lee og Chung, 2007). Einnig kemur fram í mörgum heimildum að fáar konur leituðu hjálpar heilbrigðis- starfsmanna vegna þunglyndisins og þær sem það gerðu voru fæstar ánægðar með þá aðstoð sem þær fengu (Austin og fl. 2007; Thome, 1999). Samkvæmt Dennis (2005) sem greindi alls 15 rann- sóknir með samantektarrannsóknagrein- ingu (meta analysis), þar sem fjöldi kvenna var samtals 7697, þá voru heim- sóknir heilbrigðisstarfsmanna heim til konunnar og fyrirbygging á meðgöngu þau bjargráð sem hefðu mest áhrif til að bæta líðan kvennanna. Foreldrastreita Foreldrastreita verður að teljast eðlileg- ur fylgifiskur þess að fæða og ann- ast ung börn. Hversu streituvekjandi foreldrahlutverkið reynist, ræðst ekki síst af hvernig undirbúningur fyrir það hefur tekist svo og af fyrri reynslu og aðstæðum. Mjög mikil streita í foreldra- Ljósmæðrablaðið júm' 2007 7

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.