Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 37
gæti tekið ljósmóðurina einn klukku-
tima að komast til hennar. Ljósmóðirin
gat því verið aðeins lausari við. 95%
kvennanna fæddu hjá annari hvorri
umdæmisljósmóðurinni og var mikil
ánægja með það, bæði hjá konunum
sjálfum og ljósmæðrunum.
Verkefnið leiddi af sér þá óvæntu
niðurstöðu að heimafæðingum fjölgaði
úr 1% eins og er á landsvísu, í 8%
meðal kvennana sem tóku þátt í þessu
tilraunaverkefni.
90% kvennana í verkefninu sögðust
hafa haft góða eða mjög góða fæð-
'ngarupplifun. Allar konumar voru
sammála um að það skipti máli fyrir
fæðingarupplifunina að þekkja ljósmóð-
nrina sem tók á móti, og 80% kvenna
sögðu að það skipti mjög miklu máli.
Að meðaltali var innlögn á sjúkrahús 4
klukkustundum styttri, bæði hjá frum-
hyrjum og fjölbyrjunr í verkefninu,
miðað við hefðbundna kerfið.
Saengui-legati
Umdæmisljósmæðurnar önnuðust
honurnar sínar í tvo klukkutfma eftir
læðingu, þ.e. þann tíma sem konurnar
dvöldust á fæðingardeilinni. Þær buðu
svo konunum upp á sængurleguviðtal.
Eins og fyrr segir, er þessi umönnun í
sængurlegu sú sama og tíðkast meðal
Ijósmæðra í Danmörku.
Samskipti og samband konu
°§ Ijósmóður
hyir utan mæðraverndina, gátu kon-
l|rnar haft samband við umdæmisljós-
móðurina í síma, tölvupósti og með
MS og voru konurnar mjög ánægðar
með hversu auðvelt var að ná sambandi
"ð ljósmóðurina. Hið nána samband
Sem hyggðist upp milli konunnar og
Jósmóðurinnar hafði það einnig í för
'tteð sér að 66% kvennana sögðust hafa
lekið hllit til nætursvefns Ijósmóðurinn-
Ur °g því vegið nrikilvægi erindisins
a seinkað hringingunni vegna þessa.
hvennana sögðust líka hafa hugs-
3 Um þarfir Ijósmóðurinnar (hvíld og
næringu) f fæðingunni. Eftir fæðinguna
e|ðu konurnar gjarnan viljað hitta ljós-
móður sína oftar og ljósmæðurnar hefðu
1 Jað fara í heimavitjanir til kvennanna
yrstu tvær vikurnar eftir fæðinguna.
Tölfræðileg útkoma
ntdæmisljósmæðurnar töldu sig ekki
j"era homnar með það stórt úrtak (232
af°nur) að hægt væri að draga ályktanir
a töfræðilegum útkomum fæðinga. En
æi uPplýsingar sem liggja fyrir, sýna
að þrátt fyrir að hærra hlutfall sé af
frumbyrjum í verkefninu (56,3%) en í
samanburðarhópnum (41,7%), var ekki
marktækur munur á útkomu fæðing-
anna. Þó munurinn væri ekki marktækur
vegna lítils þýðis, var hann tilraunaverk-
efninu í vil m.t.t. fleiri vaginal fæðinga,
fleiri fæðinga án inngripa, færri keisara-
skurða og færri gangsetninga. Notkun
epiduraldeyfínga var jöfn milli hópanna
en eilítið fleiri sogklukkufæðingar voru
í rannsóknarhópnum.
Vaktabyrði og laun
Umdæmisljósmæðumar voru sammála
um að þetta vinnufyrirkomulag henti
ekki ljósmæðrum sem finnst þær vera í
vinnunni þegar þær eru á bakvakt heima
- það væri allt of mikið álag fyrir þær.
í raun er hvor ljósmóðir á vakt hálft
árið en er ekki í útkalli nema að með-
altali 3,8 klst á sólarhring af þeim tíma.
Til samanburðar við það eru danskar
ljósmæður vanar að taka sólarhrings-
bakvaktir þar sem þær eru í útkalli í
8-10 klst að meðaltali.
Laun umdæmisljósmæðranna eru
þau sömu eða eilítið hærri en þær höfðu
áður í fullri vinnu. Þær hafa föst laun
sem reiknuð em út frá meðaltali af
vaktaálagi þeirra þegar þær unnu hefð-
bundna deildarvinnu.
Sumarfrí
í sumarfríi hafa umdæmisljósmæðurnar
dekkað hvor aðra þannig að önnur er á
vakt í þrjár vikur samfleytt. Aðrar leiðir
hafa líka komið til umræðu eins og að
fá afleysingaljósmóður sem konurnar
myndu þá kynnast í mæðravemdinni.
Eins þekkist sú aðferð á Nýja Sjálandi
að bóka ekki konur sem eiga von á sér
meðan á sumarleyfum stendur.
Kostnaður
Umdæmisljósmæðrakerfíð er við fyrstu
sýn dýrara en hefðbundið keríi þar sem
deildarljósmóðir í fullri vinnu annast 80
fæðingar á ári en umdæmisljósmóðirin
60. Þetta fyrirkomulag er talið 10-25%
dýrara en hið hefðbundna en þá hefur
ekki verið tekið tillit til spamaðar vegna
færri klukkustunda í innlögn á sjúkra-
húsi, fleiri heimafæðinga og færri veik-
indadaga unrdæmisljósmæðra en gengur
og gerist í hinu hefðbundna kerfi.
Vinsældir
Helsta ástæðan fyrir því að konur vildu
taka þátt í tilraunaverkefninu var sú að
sömu tvær ljósmæðurnar fylgdu þeim
eftir í gegnum meðgöngu og fæðingu.
Konurnar sem tóku þátt í verkefninu upp-
lifðu sambandið við ljósmóðurina betur
en í hinu hefðbundna kerfi og voru mjög
hrifnar af fyrirkomulaginu. Um 90%
kvenna kýs umdæmisljósmóður fram yfir
hefðbundið kerfi og rúmlega 99% þeirra
frumbyrja og 100% þeirra fjölbyrja sem
tóku þátt í verkefninu sögðust myndu
kjósa það aftur á næstu meðgöngu.
Umdæmisljósmæðumar tvær voru
ánægðar með vinnufyrirkomulagið og
upplifðu tengslin við konurnai' sem
mjög mikilvæg fyrir ánægju í starfi.
Möguleikinn á því að fylgja konum eftir
í bameignarferlinu og byggja þannig
upp gagnkvæmt traust og öryggi, veitti
ljósmæðrunum aukna starfsánægju. Um
20% ljósmæðra getur hugsað sér að
vinna sem umdæmisljósmóðir. Þess ber
að gæta að danskar Ijósmæður eru undir
áhrifum af þeirri reynslu sem þær hafa
af sólarhrings bakvöktum, sem útheimta
mun meiri útköll en umdæmisljósmæð-
umar hafa reynslu af, eins og fram
kemur hér á undan.
í kjölfar þessarar góðu reynslu af til-
raunaverkefninu í Álaborg, er stefnt að
því að bjóða upp á umdæmisljósmæður
á öllum fæðingardeildum í Danmörku.
Hvernig getum við notað
okkur þessa reynslu?
Þessu verkefni hefur verið sýnd mikil
athygli á Norðurlöndunum, sérstaklega
í Noregi þar sem ljósmæður undirbúa
nú tillögur að breyttri barneignarþjón-
ustu til þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
íslenskar ljósmæður hafa einnig sýnt
verkefninu mikinn áhuga. Þegar það
var kynnt á Hringborðsumræðum ljós-
mæðra í maí, var ákveðið að kynna það
betur með grein í Ljósmæðrablaðinu
sem hér er fædd og stofna til umræðu á
innra neti vefsíðu Ljósmæðrafélagsins.
Við þurfum að ræða hvemig við getum
nýtt okkur þessa reynslu dönsku ljós-
mæðranna og er því áhugasömum bent
á að hafa samband við Ljósmæðrafélag
íslands. Lokaskýrslu tilraunaverkefn-
isins má einnig panta á rafrænu formi
hjá: formadur@ljosmaedrafelag.is
Heimildir:
Projekt Moderne Distriktsjordemoder - med
fokus paa arbejdstid og jordemoderydelser.
Slutrapport.
Oformlegur kynningarfundur (Turku, ö.maí
2007) um “Kendt jordemoder- projekt.” með
umdæmisljósmóður og yfirljósmóðurinni í
Alaborg.
Eigin reynsla af Ijósmæðrastörfum í Danmörku
(Vejle og Horsens sygehus, Jótlandi).
Ljdsmæðrablaðið júnf 2007 37