Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 32

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Síða 32
Lærimeistarar og áhrifavaldar Buchvvalds Buchwald lauk doktorsgráðu í lækn- isfræði í Kaupmannahöfn árið 1720 og fór sama ár í námsferð til Hollands. Þar naut hann fræðslu ýmissa þekktra vís- indamanna sem hafa sett mark sitt á heil- brigðisvísindin. Buchwald kenndi síðar Bjarna Pálssyni, fyrsta landlækninum á íslandi. Henrick van Deventer (1651-1724). Deventer var frumkvöðull á sviði fæð- ingafræðaum aldamótin 1700. Arið 1672 kynntist hann ýmsum hliðum læknis- fræðinnar þegar hann var aðstoðarmaður læknis í Holstein í Þýskalandi. Arið 1694 hlaut hann doktorsgráðu og settist að í Haag. Deventer bar hag og fræðslumál yfirsetukvenna fyrir brjósti og lagði áherslu á náttúrulegt fæðingaferli. Hann var jafnframt kvæntur yfírsetukonu. Frederik Ruysch (1638-1731) Frederik Ruysch brautskráðist frá háskól- anum í Leiden árið 1664. Fjórum árum síðar var hann skipaður aðalleiðbeinandi fyrir yfirsetukonur í Amsterdam. Ruysch var einkum þekktur fyrir teikningar og varðveislu á sviði líffærafræða. Herman Boerhaave (1668-1738) Herman Boerhaave var hollenskur lækn- ir. Hann naut mikillar virðingar á sviði læknisfræðinnar og kennslubækur hans voru notaðar víða um Evrópu unt langt skeið. Lorenz Heister (1683-1758) Lorenz Heister var þýskur prófessor og var þekktur á sviði líffærafræða. Kennslu- rit hans voru í notkun allt fram til ársins 1838. Arfleifð Yfirsetukvennaskólans Þrátt fyrir að Yfirsetukvennaskólinn hafi fengið blendnar viðtökur þegar hún kom út, verður að telja að um merkilegt rit sé að ræða. Bókin er fyrsta kennslubókin í ljósmóðurfræði sem kom út á íslensku, hún á rætur að rekja til fyrstu sænsku kennslubókarinnar í ljósmóðurfræði frá árinu 1697, og hefur eflaust mótast af ýmsum merkum frumkvöðlum í fæð- ingahjálp og líffærafræði í Evrópu eins og áður var rakið. Bókin kom út á upp- hafsárum íslensks heilbrigðiskerfís og tengist bæði árdögum landlæknisemb- ættisins og íslenskrar ljósmóðurstéttar og var eina íslenska kennslubókin í ljós- móðurfræði í 40 ár, allt fram til ársins 1789. Bókin er jafnframt með fyrstu prentuðu heilbrigðisritunum á íslensku. Þá hafa seinni tíma menn talið útgáfu bókarinnar framfaraskref. Þannig segir í Árbókum Espólíns frá árinu 1843, að bókin hafi verið vísir til framfara og verið landsmönnum hvati til aukinnar þekkingarleitar.29 Yfirsetukvennaskólinn er einnig fyrsti vísirinn að formlegri menntun íslenskrar ljósmæðrastéttar, en henni hefur verið þakkað fyrir góðan árangur í baráttunni gegn hinum mikla ungbamadauða sem ríkti á Islandi á nítjándu öld.30 Hvar eru konurnar? Þegar litið er yfir sögu Yfirsetukvenna- skólans vekur það athygli að þrátt fyrir að viðfangsefni bókarinnar sé bundið við reynsluheim kvenna, koma konur í raun lítið við sögu bókarinn- ar. Yfirsetukvennaskólinn er mótuð af menntuðum karlmönnum í embættis- mannastéttum: læknum, prestum, bisk- upum og prófessomm, en þó byggð á fæðingarreynslu kvenna sem Hoorn (og Buchwald e.t.v. að einhverju leyti) hafa kynnt sér í lok sautjándu aldar og í upp- hafi þeirrar átjándu. Þannig á fyrmefnd madame Allegrain og reynsla hennar í fátækrahverfum Parísarborgar eflaust nokkurn hlut að bókinni. Hér ber að hafa í huga að konur höfðu takmark- aðan aðgang að opinberri heilbrigð- isvísindaumræðu; skólum, fræðiritum og fyrirlestrum, enda gafst þeim ekki kostur á langtíma skólagöngu á þessum tíma. I raun komu sjónarmið kvenna lítið fram á opinberum vettvangi. Það var ekki fyrr en rúmum hundrað árum eftir að Yfirsetukvennaskólinn kom út, að hugmyndin um réttindi kvenna fór almennt að vakna og sjónarmið þeirra fóru smátt og smátt að koma fram í Efnisyfirlit yfirsetukvennaskólans frá 2006 Sá nýi yfirsetukvennaskóli kom út í nóvem- ber 2006 með styrk frá Ljósmæðrafélagi Islands. I bókinni er inngangskafli þar sem saga Yfirsetukvennaskólans er rakin, en þar er einnig að finna próf í ljósmóðurfræði frá árinu 1768, kafli um meðferð ungbarna úr bókinni Spumingakver heilbrigðinnar sem kom út árið 1800 og skrá yfir helstu kennslubækur í Ijósmóðurfræði 1749- 1900. í bókinni eru jafnframt myndir úr ýmsum ritum um fæðingafræði frá sautjándu og átjándu öld. Bókin kernur út hjá Söguspekingastifti sem er lítið bókaforlag sem sérhæfir sig í útgáfum á bókum og handritum fyrri alda. Efnisyfirlit: Inngangur útgefenda: Um höfund bókarinnar Halldór Brynjólfsson og prentsmiðjan á Hólum Tilurð íslensku útgáfunnar Hugmyndir Halldórs Stofnun landlæknisembættisins Viðtökur bókarinnar Arfleifð Yfirsetukvennaskólans Til lesarans Examination Rannveigar Egilsdóttur 9. maí 1768. Um meðferð á ungbörnum Frágangur texta Um þessa útgáfu Sá nýi yfirsetukvennaskóli Dedicatio Formáli Fyrri parturinn. Um náttúrlega fæðing Um yfirsetukonunnar skyldu, og hverninn henni eigi háttað að vera Um kvenfólks skapnað Um rannsóknina Um þaug merki, hvar af þekkjast megi, hvert konan er með barni. Um (ófall) eður ótímabundinn burð Um teikn til dauðs fósturs Um blóðlát Um hríðirnar og þeirra aðgreining Um náttúrlega fæðing Um fæðingu tvíbura Að binda fyrir naflann Um barnsfylgjunnar úttekt Annar parturinn. Um þá ónáttúrlegu lausn, sem með lærdómskúnst skeður, og hennar orsakir Um þröngva skál og hennar útrýmkun Um móðurlífsins skakka legu, almenni- lega að tala Um það, þegar móðurlífið hefur kastað sér til annarrar hvörrar síðunnar Um móðurlífsins skakka legu fram yfir lífbeinið Um móðurlífsins skakka legu til baksins Um þá ónáttúrlegu fæðingu, þegar fæturnir fæðast fyrst Um þá aðra ónáttúrlega fæðingu þegar börnin fæðast tvöföld Um snúninginn almennilega að tala, það er. þegar strax er leitað eftir fótunum á barninu, til að hjálpa þvt' þar með í heiminn Um nokkra sérlega snúninga, og hvörninn nýfætt barn skal endurnærast Um það barn sem höfuðið stendur í veginum, svo það kemst ei lengra Um nokkra læknisdóma, sem flýta fæðingunni Um tímann Registur Examination Rannveigar Egilsdóttur Spurningakver heilbrigðinnar Um meðferð á ungbörnum Helstu kennslubækur í ljósmóðurfræði 1749-1900 Nokkrar orðskýringar 32 Ljósmæðrablaðið |úní 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.