Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 44

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 44
hafandi fjölskyldna. Áhersla var lögð á að styrkja fræðimennsku innan félags- ins, kjarabaráttu og samstöðu. Fundirnir voru gagnlegir og skemmtilegir og ekki leynir sér að það er hugur í ljósmæðr- um að styrkja stéttina bæði fræðilega og ekki síður með virðingu fyrir starfi okkar og hver annari sem ljósmæðra. Við sköpum orðræðuna um starf okkar, ljósmæður og Ljósmæðrafélagið og það er því mikið undir okkur komið hvaða stefnu sú orðræða tekur. Fagmál Á síðasta ári sendi Landlæknisembættið frá sér drög að klíniskum leiðbeiningum á meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Leiðbeiningarnar eru unnar í samvinnu við Miðstöð mæðraverndar og byggðar á breskum leiðbeiningum frá National Institute for Clinical Exellence (NICE). Almennt hefur verið gerður góður rómur að leiðbeiningum þessum en heyrst hafa óánægjuraddir um fækkun skoðana, en ítrekað hefur verið að leiðbeiningarnar skuli nýtast til hliðsjónar en eftir sem áður meti ljósmóðir þörf fyrir tjölda skoðana sem annað. Tilkomu leiðbein- ingana bar upp á sama tíma og aðrar brey ti ngar í mæðravernd, þegar starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar var stokkuð upp og mæðravernd jókst á heilsugæslu- stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hafa heimilislæknar sýnt meiri áhuga á aðkomu lækna að mæðravernd heilbrigðra kvenna. Ljósmæður verða að vinna saman í að fóta sig í nýju umhverfi mæðraverndarinnar og í að móta nýjar hefðir. Námskeið á vegum Fræðslu- og endurmenntunarnefndar Ljósmæðrafélagsins Nálastungunámskeiðin eru sívinsæl og hafa nú nálægt 120 íslenskar ljósmæð- ur sótt þau. Næsta námskeið verður í ágústlok og eru enn laus nokkur pláss á því sem ljósmæður eru hvattar til að nýta sér. I janúar var haldin eins dags vinnu- smiðja um vatnsfæðingar á vegum fræðslunefndar LMFÍ. Vatnsfæðingar hafa verið stundaðar hér á landi síðast- liðinn áratug og byggst upp mikil og góð reynsla af þeim. Keflavfk, Selfoss og Akranes hafa þar verið fremst í flokki fæðingadeilda, auk þess sem vatnsfæð- ingar eru algengar meðal heimafæðinga. T.d. voru vatnsfæðingar á síðasta ári 15% fæðinga í Keflavík, 11% fæðinga á Selfossi og stór hluti heimafæðinga voru einnig vatnsfæðingar eða allt að 60% hjá liðtækustu heimafæðingaljós- móðurinni, Áslaugu Hauksdóttur. Svo mikill áhugi var fyrir vinnusmiðjunni að yfirfullt var þennan dag. Ethel Bums, ljósmóðir sem starfar sem fyrirlesari og rannsakandi við Oxford Brookes University, var gestur vinnusmiðjunn- ar og kenndi ljósmæðrum sitthvað um vatnsfæðingar auk þess sem ljósmæð- ur miðluðu reynslu og þekkingu sín á milli. Ethel er í samstarfi við Sheilu Kitzinger sem er íslenskum ljósmæðr- um vel kunnug af bókum hennar og rannsóknum, auk þess sem hún var gest- ur Ljósmæðrafélagsins á ráðstefnu þess árið 1998. Saman hafa þær gefið út klín- iskar leiðbeiningar um notkun vatns við fæðingar, byggðar á víðtækri reynslu og rannsóknum. Ljósmæðrafélag Islands færði öllum fæðingardeildum landsins þessar leiðbeiningar að gjöf og eru ljós- mæður hvattar til að kynna sér þau fag- legu rök sem þarna liggja að baki. Með tilkomu innra nets heimasíðu félagsins hefur verið stofnaður umræðuhópur um vatnsfæðingar sem gerir Ijósmæðrum auðveldara fyrir að ræða þessa vinsælu aðferð í fæðingarhjálp. í apríl var haldið þriggja daga nám- skeið á vegum fræðslunefndar LMFI í notkun ilmkjamaolía við ljósmóð- urstörf. Kennari var Denise Tiran, ljós- móðir og ilmkjarnaolíufræðingur og var námskeiðið fullbókað og gerður góður rómur að. Ljósmæðrafélagið gat boðið ljósmæðrum þátttöku í námskeiðnu á meira en helmingi lægra verði en sama námskeið kostar í Bretlandi. Denise var mjög ánægð með móttökurnar sem að sjálfsögðu voru í anda íslenskrar gest- risni og aldrei að vita nema fleiri ilm- kjarnaolíunámskeið verði á döfinni. Fyrir utan námskeiðin sem haldin hafa verið, hefur fræðslunefnd staðið fyrir mánaðarlegum hringborðsumræð- um sem framhald verður á næsta vetur. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp varðandi innritanir á námskeið á vegum Ljósmæðrafélagsins að þær fara nú fram með umsóknum. Með þessu móti er leit- ast við að þær ljósmæður sem ætla má að mesta notagildið hafi af námskeiðinu í starfi, hafi forgang en ekki einungis sú fyrsta sem skráir sig. Orlofsmál Ljósmæður hafa nú verið í Orlofssjóði BHM í hálft annað ár. Eins og kosið var um, gengu ljósmæður punktalaus- ar inn í sjóðinn en fengu þess í stað loforð um þriggja ára orlofskost frá Ljósmæðrafélaginu. I fyrra leigðum við sumarbústað í Skorradal sem mikil ánægja var með. Þetta árið bauð félagið upp á orlofsstyrki. Tæplega sextíu umsóknir bárust og var sem fyrr úthlut- að eftir punktafjölda. Vegna ágóða af sölu sumarbústaðar félagsins á síðasta ári, ákvað stjórn að styrkja sjóði félagsins, Rannsóknasjóð ljósmæðra um 400.000 kr og Minn- ingasjóð ljósmæðra um 300.000 kr. Erlent samstarf Norðurlandaráðstefna ljósmæðra er nú nýafstaðin og sóttu hana 30 íslenskar ljósmæður. Sex íslenskar Ijósmæður héldu þar fyrirlestra og ljóst að rann- sóknarstarf í ljósmóðurfræðum fer vax- andi hér á landi. Fyrirlesararnir voru: - Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir: Deve- lopments of dijferent types of inner knowing in midwifery practice. Fyrirlesturinn var unninn úr doktors- rannsókn Ólafar Ástu. - Jónína Salný Guðmundsdóttir: Women 's birth stories and their experiences of giving birth away from their families and home comm- unity. Fyrirlesturinn var unninn úr lokaverkefni Jónínu Salnýjar til emb- ættisprófs í ljósmóðurfræðum undir leiðsögn Ólafar Ástu Ólafsdóttur. - Valgerður Lísa Sigurðardóttir: Ice- landic midwives 'perceptions ofintra- partum risk and safety: a qualita- tive study. Fyrirlesturinn var unn- inn úr meistararannsókn Valgerðar Lísu undir leiðsögn Ólafar Ástu Ólafsdóttur. - Stefanía Guðmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir: The effects of acup- uncture on pelvic pain during pregn- ancy and women 's experience of the treatment. Fyrirlesturinn var unninn úr lokaverkefni Stefaníu og Helgu til embættisprófs í Ijósmóð- urfræðum undir leiðsögn Helgu Gottfreðsdóttur. - Helga Gottfreðsdóttir hélt tvo fyr- irlestra: Should all pregnant women have nuchal translucency screen- ing?og To accept or refuse: how do prospective parents deal with the offer of nuchal translucency screen- ing? Fyrirlestramir voru unnir úr doktorsrannsókn Helgu. Stjórn Ljósmæðrafélagsins ákvað að styrkja þessa fyrirlesara í viðurkenning- arskyni fyrir að gera íslenskar ljósmæð- ur sýnilegri í Norðurlandasamstarfinu. Á stjórnarfundi NJF sem hald- 44 Ljósmæðrablaðið júní 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.