Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 20
Hvað varðar niðurstöður úr streitu- kvarðanum og tengsl niðurstaðna úr honum við svör varðandi afbrigði í fyrri fæðingum eða sögu um fósturlát þá er greint frá niðurstöðum í töflu 8. Félagslegar aðstæður á meðgöngu og tengsl við foreldrastreitu og þunglyndi eftir fæðingu Varðandi þunglyndiseinkenni og búsetu hjá foreldrum/tengdaforeldrum kom í ljós að af þeim sem bjuggu hjá for- eldrum/tengdaforeldrum sýndu 41,7% merki um þunglyndi á meðan 12,6% hópsins sem bjó ekki hjá foreldrum/ tengdaforeldrum sýndu samsvarandi merki. Nánari niðurstöður sjást í töflu 9. Búseta hjá foreldrum/tengdaforeldr- um virtist einnig hafa áhrif á streitu. Þannig sýndu 25% þeirra sem bjuggu hjá foreldrum/tengdaforeldrum merki streitu en einungis 10,7% þeirra sem ekki bjuggu hjá foreldrum/tengdafor- eldrum. Niðurstöður sjást nánar í töflu 10. Niðurstöður varðandi fyrri sambúðir og tengsl við þunglyndiseinkenni eru sýndar í töflu 6. Athyglisvert er að merki um þunglyndi greinast hjá 25% kvenna sem hafa áður verið í sambúð samanborið við 14% þeirra sem hafa ekki áður verið í sambúð. Streitueinkenni eru einnig tíðari hjá konum sem eiga fyrri sambúð að baki en 20% þeirra kvenna mælast með hækkað streitustig samanborið við 11,1% þeirra kvenna sem ekki hafa áður verið í sam- búð. Nánari niðurstöður eru í töflu 12. Varðandi tengsl þunglyndiseinkenna og þess að kona hefur lítil tengsl við barnsföður, þá virðast lítil tengsl við barnsföður ekki hafa áhrif á þunglynd- iseinkenni. Þetta sést í töflu 13. Niðurstöður varðandi streitu og það hvort lítil tengsl séu við barnsföður sýna að nær enginn munur er á streitustigi kvenna eftir því hvort lítil tengsl eru við bamsföður eða ekki. Tafla 14 sýnir þetta. Niðurstöður varðandi þunglyndisein- kenni og ónógan stuðning frá umhverfi sjást í töflu 8. Þar kemur meðal annars fram að 40% kvenna sem hafa upplifað ónógan stuðning sýna merki um þung- lyndi á móti 14,9% kvenna sem hafa ekki upplifað ónógan stuðning. Nánari niðurstöður sjást í töflu 15. Varðandi streitustig sést í töflu 16 að ónógur stuðningur hefur áhrif á streitu- stig kvenna þar sem 60% kvenna sem Býr hjá foreldrum/ tengdaforeldrum Tafla 9. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já 58,3% 41,7% 100% (N=12) Nei 87,4% 12,6% 100% (N=87) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Tafla 10. Býr hjá foreldrum/ tengdaforeldrum Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já Nei 75,0% 89,3% 25,0% 10,7% 100% (N= 12) 100% (N=84) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Tafla 11. Fyrri sambúðir Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já Nei 75% 85,5% 25,0% 14,5% 100% (N= 16) 100% (N=83) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Fyrri sambúðir Tafla 12. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já 80,0% 20,0% 100% (N=15) Nei 88,9% 11,1% 100% (N=81) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Lítil tengsl við barnsíoður Tafla 13. Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já 85,7% 14,3% 100% (N=7) Nei 83,7% 16,3% 100% (N=92) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Lítil tengsl við barnsfbður Tafla 14. Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já 85,7% 14,3% 100% (N=7) Nei 87,6% 12,4% 100% (N=89) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) Tafla 15. Ónógur stuðningur frá umhverfí Engin merki þunglyndis Merki um þunglyndi Samtals Já Nei 60,0% 85,1% 40,0% 14,9% 100% (N=5) 100% (N=94) Samtals 83,8% 16,2% 100% (N=99) Tafla 16. ** (SM= 0,001) Ónógur stuðningur frá umhverfí Engin merki streitu Merki um streitu Samtals Já Nei 40,0% 90,1% 60,0% 9,9% 100% (N=5) 100% (N=91) Samtals 87,5% 12,5% 100% (N=96) 20 Ljósmæðrablaðið júm' 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.