Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 4
Ritstjóraspjall Fyrir 85 árum voru uppi stórhuga og metnaðarfullar ljósmæður sem voru tilbúnar til að stíga skref inn í framtíð- ina. Það væri óskandi að hægt væri að ferðast með tímavél aftur í tímann til þess að silja fund Ljósmæðrafélagsins með þessum kjamorkukonum sem voru í forystu fyrir ljósmæðrastéttina á þessum tíma og fá að vera þátttakandi í umræðu um útgáfumál félagsins. Ef marka má orð Þuríðar Bárðardóttur þáverandi for- manns Ljósmæðrafélagsins var í huga þeirra um það tvennt að velja að sækja fram og byggja upp fag- og stéttarvit- und Ijósmæðra eða hokrast þögular hver í sínu homi (sjá tilvitnun á bls. 32). Forysta Ljósmæðrafélagsins tók þann pólinn í hæðina að sækja fram og erum við í ritnefndinni stoltar af að taka þátt í að fylgja eftir þeirri ákvörðun að gefa út svo metnaðarfullt blað sem Ljósmæðrablaðið er. Blaðið hefur vaxið í tímans rás og þjónar enn því hlut- verki sem upphaflega var ætlast til, þ.e. að fræða, upplýsa og efla stéttarvitund íslenskra ljósmæðra. Ritrýndar fræði- greinar hafa nánast verið fastir liðir und- anfarin ár þar sem meirihluti höfunda er úr röðum ljósmæðra. í tilefni þessara tímamóta ákvað rit- nefnd blaðsins að fá nokkrar ljósmæður til að gefa lesendum mynd af störfum ljósmæðra frá ýmsum tímum. Það er óhætt að segja að Ijósmæður hafi brugð- ist vel við og er einstaklega ánægjulegt hve margar úr röðum þeirra sem hætt- ar eru störfum, voru tilbúnar að deila reynslu sinni og sögum með lesendum. Þökkum við þeim kærlega fyrir skrifin. Tímarnir breytast og viðfangsefnin með - þau málefni sem fjallað er um á síðum blaðsins í dag hefðu líklega þótt meira en lítið furðuleg fyrir 85 árum! Væntanlega hefur ekki verið mikil þörf t.d. fyrir túlkaþjónustu á þeim tíma en það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir nútímaljósmóður að hafa aðgang að túlki í því alþjóðaum- hverfí sem við lifum í nú. Anna Sigríður Vernharðsdóttir fjallar um tungumála- örðugleika og hvernig hægt er að bæta úr þeim með góðri túlkaþjónustu. Valgerður Lísa Sigurðardóttin Ijósmóðir Bergrún S. Jónsdóttir; Ijósmóðir Neysla ólöglegra vímuefna hefur áreiðanlega ekki heldur verið algengt vandamál á tímum formæðra okkar en það er því miður reyndin í dag. Ahrif neyslu slíkra efna á meðgöngu og hlut- verk Ijósmæðra við umönnun kvenna með vímuefnavanda eru einmitt við- fangsefni Ijósmóðurnemans Sigrúnar Rósu Vilhjálmsdóttur í grein sem hún vann upp úr ritgerð í upphafi náms í ljósmóðurfræði. Líklega hefur mæðradauði verið algengari á upphafstímum blaðsins heldur en í dag, a.m.k. í okkar sam- félagi. En það má ekki gleyma því að við hér á okkar litla landi erum hluti af stærri heild í heimi sem alls ekki hefur búið þegnum sínum jöfn lífskjör að búa við. Skrif Jennýjar Ingu Eiðsdóttur verða vonandi til að opna augu lesenda fyrir þessari stöðu og hvetja ljósmæður til að axla ábyrgð og taka þátt í þróun- arstarfí, stefnumótun og bættri menntun ljósmæðra um heim allan Hverjum hefði komið til hugar fyrir 85 árum þegar það var bara stórmál að komast yfir lækinn til næsta bæjar að íslensk Ijósmóðir myndi starfrækja ljósmæðraþjónustu í Hong Kong? Það má segja að hún Hulda Þórey Garðars- dóttir hafí svo sannarlega skroppið yfir lækinn til að stunda ljósmóðurstörf, en hún segir frá starfi sínu í Hong Kong í máli og myndum hér á síðum Ljósmæðrablaðsins. Fræðigrein blaðsins að þessu sinni er um mjaðmagrindarverki á meðgöngu en það er fylgikvilli sem telst vera algeng- ur hjá konum í dag. Þó svo að við höfum ekki vitneskju um hvernig það var hér áður fyrr, er líklegt að slíkir verkir séu ekki nýtt fyrirbæri en kannski þótti ekki ástæða til að nefna, hvað þá að skrá þá í þá daga. Hver veit? Höfundur grein- arinnar er Erna Kristinsdóttir sjúkra- þjálfari ásamt fleirum. Ekki má gleyma stéttarvitundinni sem var og er mikilvægur drifkraftur í starf- semi Ljósmæðrafélagsins. Sú umræða verður ávallt fyrirferðarmeiri og heitari þegar nær dregur samningaviðræðum. en samningar eru lausir í vor. í grein Báru Hildar Jóhannsdóttur, formanns kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins ber hún saman launakjör hefðbundinnar kvennastéttar, sem stétt ljósmæðra hlýt- ur að teljast og kjör lögfræðinga, sem er gömul karlastétt, og verður að segjast að sá samanburður er fjarri því að vera okkar stétt í hag. Ljósmæðrablaðið er 85 ára. Fyrir hönd ritnefndar færum við lesendum ham- ingjuóskir í tilefni afmælisins með von um frið og gleði á jólum og nýju ári. 4 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.