Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 25
Tu ngu mál ae rf i ð I e i kar F A túlkur að vera viðstaddur fæðingu? Inngangur vitum að góð samskipti skjólstœð- lngs og umönnunaraðila leggja grunn ö<3 góðri umönnun. En gerum við okkur grein fyrir því hvað skortur á samskipt- 1011 getur haft í för með sér? Ég hafði ekki gert mér greinfyrir alvarleika máls- tns og mér brá þegar ég áttaði mig á því Qð skortur á notkun túlkaþjónustu getur Sett líf móður og barns í hœttu (Sallah, 2004) og því ákvað ég að setjast niður °g skrifa þessa grein. Þegar kona sem ekki talar íslensku eða ensku leitar til °kkar á fœðingardeildina þykir sjálfsagt (>ð nota fjölskyldumeðlimi hennar eða vini sem túlka ef það er mögulegt. Ég ntta mig ekki á því hvers vegna þetta þykir sjálfsagt en... —kannski finnst okkur túlkaþjónust- an vera dýr og við teljum okkur vera að sPara spítalanum fé með því að sleppa Þt’t að kalla út túlk. —kannski teljum við að túlkur hafi truflandi áhrif á fœðinguna og upplifun konunnar og maka hennar. —kannski finnst okkur að innflytj- endur eigi að tala íslensku, sérstaklega efþeir hafa búið hér lengi. ■■■kannski teljum við þetta vera góð vinnubrögð. ■ ■■kannski teljum við okkur vera að uPPfylla réttindi sjúklinga um túlkun uPplýsinga. Hver sem ástœðan er þá þurfum V>ð oð breyta vinnubrögðum okkar. Sanikvœmt lögum um réttindi sjúklinga .f'á /997 áfólk sem ekki skilur íslensku °g er með sjúkratryggingu rétt á því c'ð fá upplýsingar túlkaðar þegar það l<lrf °ð nýta sér heilbrigðisþjónustu. í ogunum kemur ekki fram að túlkurinn P'nfi að vera faglœrður, eingöngu að 'úlkun upplýsinga skuli tryggð. Sjálfsagt ei" reglur um notkun túlkaþjónustu 'n's,nunandi milli stofnanna og jafnvel 'nnan stofnanna. Á slysa- og bráðasviði rr eru til reglur um túlkun þar sem er 'ekið fram að bjóða skuli sjúk- skv"m tll^aÞjónustu jafnvel þó aðfjöl- ? dwneðlimir eða vinir séu tilbúnir að " fa. Enn sem komið er hafa ekki verið Anna SigríðurVernharðsdóttin Ijósmóðir á fæðingardeild LSH og meistaranemi við University of Sheffield. mótaðar reglur um túlkun á kvennasviði LSH en sú vinna er nú þegar hafin. í þessari grein langar mig að rœða um ávinning þess að nota túlka í þjón- ustu við konur í barneignarferlinu þegar það á við en þó langar mig sérstaklega að fjalla um viðveru túlka á fœðing- arstofunni. Flestir háskólamenntaðir starfsmenn sem starfa við heilbrigðiskerfið á íslandi tala a.m.k. tvö tungumál, sumir tala jafnvel þrjú eða fjögur tungumál reip- rennandi. Það er óhætt að fullyrða að háskólamenntaðir heilbrigðisstarfsmenn tala flestir mjög góða ensku. Það þykir sjálfsagt að tala ensku í vinnunni og fólk er almennt sammála um að það sé ekki þörf á túlkaþjónustu ef samskipti geta auðveldlega farið fram á ensku. Þetta fyrirkomulag er líklega ásættanlegt í flestum tilfellum. Hér á landi býr nú fólk frá ýmsum löndum. Stór hópur fólks kemur frá Asíu og nú á síðustu árum hefur flust til landsins fjöldi fólks frá löndum Austur- Evrópu, s.s. fráLettlandi og Póllandi. Það er daglegt brauð að erlendar konur fæði á fæðingardeild LSH. íslenskukunnátta þeirra er afar misjöfn og stundum er það þannig að hvorki konan né maðurinn tala íslensku né ensku. Þær heimildir sem ég styðst við í þessari grein fjalla um fólk sem ekki talar ensku en þarf að leita á mismunandi staði heilbrigðiskerfisins í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Ég tel að þessar heim- ildir séu gagnlegar fyrir það umhverfi sem við störfum í og þá tungumálaerf- iðleika sem við stöndum frammi fyrir þrátt fyrir að þær komi ekki úr okkar umhverfi og eigi ekki eingöngu við konur í barneignarferlinu. Á túlkur að vera viðstaddur fæðinguna? Fæðing er afar sérstakur atburður í lífi fólks þar sem næði og trúnaður skipta miklu máli. Það er líka mjög mikilvægt að ljósmóðir geti haft samskipti við hina fæðandi konu til að gera sér grein fyrir þörfum hennar (Hayes, 1995). Fyrir flestar konur er það erfið reynsla að fæða bam en tungumálaerfiðleikar og ný menning geta gert þessa reynslu ennþá erfiðari (Hayes, 1995). Sumir telja að túlkur sem staifar inni á fæðingarstofu geti spillt því næði sem þar þarf að nkja. Einnig telja margir að trún- aður við skjólstæðinga sé í hættu þegar túlkaþjónusta er notuð. Starfandi túlkar eiga að vera fagmenn á sínu sviði og við þurfum að treysta á fagmennsku þeirra, rétt eins og við treystum öðm heilbrigð- isstarfsfólki. Víða eru til siðareglur túlka (Lehns, 2005) og í Bandaríkjunum hafa verið gefnar út siðareglur túlka sem starfa innan heilbrigðisþjónustu (The National Council on Interpreting in Health Care, 2004). Ég hef ekki fundið siðareglur túlka sem starfa á íslandi en þeir túlkar sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar em bundnir þagnarskyldu eins og aðrir starfsmenn. í Bretlandi er gefin út skýrsla um konur sem deyja í tengslum við bams- burð þar í landi. Á árunum 2000-2002 vom konur sem ekki töluðu ensku í auk- inni lífshættu m.a. vegna þess að ekki fengust nægjanlega góðar heilsufarsupp- lýsingar hjá konunum (Sallah, 2004). Tvö tilfelli mæðradauða sem fjallað er um í þessari skýrslu eru rakin til þess að ekki var notuð túlkaþjónusta. Ljósmæðrablaðið desember 2007 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.