Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 36

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 36
LJDSMÆIRABLABII85 All þessu heimili eins og víða á þessum tíma og mikill þrifnaður á öllum sviðum. Húsakynni voru stofa, þar sem ég svaf og herbergi inn af þar sem Þórdís eldri var, svo var 2 lítil herbergi í hinum helnt- ingi hússins. Svo var eldhús. Ekkert rafmagn var en í eldhúsi var móeldavél og í stofunni var lítill móofn, ekkert salerni en kamar úti - því var koppur undir rúmi. Frekar kalt var í þessu húsi sem var úr timbri og járnklætt. Bekkurinn sem ég svaf á var undir glugga. Ég hafði vatnsglas í gluggakistunni og eitt sinn er ég ætlaði að fá mér sopa var ís yfir vatninu! Gamla konan gat lítið tjáð sig, en þó skildum við ef henni leið illa og var henni þá hagrætt. Matur var góður- heit máltíð í hádegi, oftast saltfiskur, kartöflur, rófur og skyr eða eitthvað annað á eftir, stundum kjötsúpa. Á kvöldin var mjólkurgrautur og súrt slátur, brauð og smjör og stundum leifar úr súrum hrútshaus eða súr sviðasulta úr kýrhausum. Þetta var og er herramanns- matur - það bara fæst ekki lengur. Þarna var ég í 3-4 vikur, það dró af þeirri gömlu smátt og smátt og að lokum fékk hún lungnabólgu og dó 22. desember 1950. Við Þórdís gengum frá líkinu og kom þá í ljós að til voru mjög falleg líkklæði, við fórum með bæn og faðirvorið - komið var kvöld. Eina nótt svaf ég eftir þetta - og var í nálægð líksins - og svaf ég vel. Daginn eftir gekk ég niður að Gröf og nú var veðrið betra og sótti bróðir minn mig á sínum Willisjeppa. Þar með lauk fyrsta verkefni mínu í ljósmóðurstöðunni en litlu seinna þurfti ég að fara á annan bæ, þar var kona lungnabólgu og þurfti að fá penisilinsprautur en þá var lyfíð svo stuttverkandi að gefa varð það á fjögurra tíma fresti. Læt ég þetta gott heita, en ég á margar sögur í huga mínum sem gaman væri að festa á blað. Elín G. Sigurðardóttii; Stykkishólmi, útskrifuð frá LMSÍ 1950 r Hugleiðingar frá Asu Marinósdóttur Ég óska okkur öllum ljósmæðrum til hamingju með afmælið og að hafa átt sem forvera hinar dugmiklu ljósmæður þess tíma, sem aðeins þrem árum eftir að Ljósmæðrafélag íslands var stofnað, réðust í blaða- útgáfu fyrir félagið. Það þótti nauð- synlegt að búa til málgagn, sem næði til allra ljósmæðra, ekki síst í hinum dreifðu byggðum landsins, því ekki áttu ljósmæður auðvelt með að sækja fundi á þeim tíma vegna erfiðra samgangna. Ljósmæðrablaðinu var mjög vel tekið og hefur alla tíð síðan verið mjög gagnlegt ljósmæðr- um og hefur í tímanna rás tekið örum framförum og er virkilega skemmtilegt og fræðandi blað. Nú á síðustu árum hefur blaðið orðið meira lifandi eftir að byrjað var að prenta í lit og er það aukinni tækni að þakka að þetta er hægt og tekist hefur að ráða við það fjárhagslega séð, en alla tíð, allt frá byrjun hefur þurft að glíma við kostnaðinn sem fylgir því að gefa út blað. Já, blaðið hefur mikið breyst og tekið miklum frantförum frá byrjun og fram að þessum degi og það má líka segja um ljósmæðrafræðsluna að öll sú tækni og þekking , sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum, til að auðvelda ljós- mæðrum að fylgjast með barnshafandi konum, taka á móti börnunum og fylgja konum og börnum eftir í sængurlegu og áfram, hefur verið stórkostleg. Ég hefí verið beðin um að skrifa eitthvað í þetta afmælis- blað, sem ein af eldri ljósmæðrunum og vona að ég sé ekki ein um það. Hver og einn lifir með sinni samtíð og reynir að gera sitt besta. Það sem ég skrifa hér er ekki bara eingöngu að skrifa eitthvað um mín ljósmóðurstörf, heldur að sýna fram á hvernig tíðarandinn breytist. Ég ætla samt ekki að fara lengra aftur í tíntann en sem svarar mínum starfsaldri. Ég útskrifaðist eftir eins árs nám haustið 1953 og hef unnið sem ljósmóðir nánast samfellt síðan, eða þar til ég hætti samkvæmt lögum við sjötugs ald- urinn fyrir fimm árum síðan. Þegar ég byrjaði námið haustið 1952, fékk ég að vita með litlum fyrirvara að ég kæmist að. Þær sem lærðu fyrir umdæmi voru látnar sitja fyrir skólavist- inni og byrjuðu strax að námi loknu að vinna heima í sínu héraði og hafði þetta tíðkast í mörg ár. Það var hins vegar rnælst til að þær sem ekki fóru í umdæmin héldu áfram að vinna í a.m.k. eitt ár áður en þær sæktu um vinnu í dreifbýl- inu. Ekki komust þó allar að á Fæðingadeild Landspítalans. Ég hafði ekki heldur áhuga á að vera lengur í Reykjavík en sótti um vinnu á Akureyri, því þá var verið að byggja nýtt sjúkrahús þar og ég frétti að þar ætti að vera fæðingadeild. Þetta var líka nálægt mínum heimaslóðum. Ég sótti um en fékk neitun. Neitunin var á þeim forsendum að búið væri að ráða ljós- móður sem var Dómhildur Arnaldsdóttir, en hún lærði hjúkr- unar- og ljósmóðurfræði í Englandi. Þessi umsókn mín barst Dómhildi til eyrna og heimtaði hún að sjúkrahússtjórnin réði aðra ljósmóður með henni. Þannig komst ég í vinnu á FSA og hef unnið þar talsvert síðan, með mismunandi miklum hléum. Fæðingardeildin á FSA tók til starfa í janúar 1954 á þeim stað sem hún er enn þann dag í dag, þótt talsverðar breytingar hafi verið gerðar þar í áranna rás. Nokkrar fæðingar áttu sér þó stað í desember 1953, en þá á Lyfjadeildinni. Dómhildur var þá eina Ijósan fram að miðjum janúar, því ég þurfti að taka að mér umdæmið Dalvík og Hrísey í mánuð fyrir Ingibjörgu Björnsdóttur. Ég tók því á móti mínu fyrsta barni á Dalvík, öðru í Hrísey og þriðja í Svarfaðardal á þessum mánuði. Síðan frá miðjum janúar og fram í maí 1954 unnum við Dómhildur saman á deildinni en þá veiktist hún og hætti- Þessa fyrstu mánuði deildarinnar voru kannski ekki svo 36 Ljósmæðrablaðið desember 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.